Lánasafn Íbúðalánasjóðs tryggara en lán bankanna sem "liggja undir skemmdum"

Það er ofmælt hjá hjá Tryggva Þór Herbertssyni að lánasafn Íbúðalánasjóðs liggi undir skemmdum og sé jafnvel ónýtt. Hins vegar eru allar líkur á að lánasöfn ríkisbankanna séu illa farin.

En það er hins vegar hárrétt að nú eigum við tækifæri til þess að leggja efnahagslífinu lið og færa niður skuldir heimila og fyrirtækja. Slík niðurfærsla skilar sér í auknu fjármagni inn í atvinnulífið á sama tíma og komið er í veg fyrir annars fyrirsjáanleg fjöldagjaldþrot fjölskyldna.

Herbert Þór segir í útvarpsfréttum í dag:

"Lánasöfn ríkisbankanna og Íbúðalánasjóðs liggja undir skemmdum og eru jafnvel ónýt. Ástæðan er að fjölmargir hafi fengið lán sín fryst og þau eru því ennþá skráð sem eign hjá bönkunum, þrátt fyrir að fjölmargir lántakendur muni ekki geta greitt lánin til baka."

 Eins og áður segir er þetta ofmælt í tilfelli Íbúðalánasjóðs þar sem íbúðalánsjóðsins eru ekki nema í undantekningartilfellum að sliga fjölskyldurnar - heldur eru það aðrar skuldbindingar sem það gera.

Ástæðan er einföld.

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hefur alla tíð verið afar hófleg auk þess sem brunabótamat hamlaði lánveitingum sjóðsins verulega. Veðsetningarhlutfall lána Íbúðalánasjóðs er því miklu mun lægra en veðsetningarhlutfall íbúðalána bankanna sem lánuðu hömlulaust há lán með háu veðsetningarhlutfalli.

Það er því nánast undantekning að íbúðalán Íbúðalánsjóðs sé hærra en verð íbúða sem lánað var til á meðan algengt er að bankalánin séu yfir 100% af veðsetningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. TÞH hefur tilhneigingu að tala niður lánasöfn og gengi. Vil taka það fram hér, að gefnu tilefni að Þráinn Bertelsson er ekki genginn í Framsóknarflokkinn eða íhugar það. Hótaði mér málsókn vegna þessa.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Snjallt hjá Gísla að vera Framsóknarmaður en skrifa hlýlega um Samfylkinguna

ehf. 

Einar Guðjónsson, 30.8.2009 kl. 20:37

3 identicon

Eflaust rétt hjá þér og lán íbúðalánasjóðs sennilega á fyrsta veðrétti.

En greiðslugeta lántakenda hefur minnkað talsvert og margir í basli með að greiða af lánunum hvort sem þau eru á fyrsta öðrum eða þriðja veðrétti. Í því samhengi reynir ekki mikið á gæði lánasafnsins fyrr en eignin fer á uppboð.

Íbúðalánasjóður getur ekki falið sig bakvið það að hafa ekki lánað nema takmarkað, því það er einmitt ástæðan fyrir því hve auðveldlega bankarnir gátu yfirtekið fasteignalánamarkaðinn og blásið upp eignabólu sem núna er að springa.

Toni (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gísli Baldvinsson er greinilega orðinn svo mígandi hræddur um að Þráinn Bertenlsson stefni sér fyrir rógburð og lygar að meira segja ég er farinn að vorkenna Samfylkingunni fyrir að hafa slíkan mann.En það verður að segjast að ég ætla rétt að vona Hallur að þú styðjir það ekki að hann fái inngöngu í Framsóknarflokkinn sem hann er greinilega farinn að velta fyrir sér, en er hræddur um að Þráinn Bertelson verði þar fyrir.En aumingjagangur og hræðsla vesalings mannsins við Þráinn er kominn á alvarlegt stig. 

Sigurgeir Jónsson, 30.8.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Gísli Baldvinsson er framsóknarmaður en Þráinn ekki.

Einar Guðjónsson, 30.8.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband