Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Að nánast bresta í ítölsku!

Ég nánast brast í ítölsku eftir að fyrsti sopinn af ísköldu Lini 910 Lamrusco Scuro hafði runnið niður kverkarnar í góða veðrinu á sólarpallinum mínum. Kann reyndar ekkert í ítölsku en átti auðvelt með að flytja gróinn garðinn minn í huganum til Emilia á Ítalíu þar sem Lini 910 Lamrusco Scuro er framleitt.

 Lambrúskóið er frábært sumarvín, þurrt, tannínskt og með snarpt bragð sem minnir á sólber og skógarberjasultu – en þó án sætleikans enda ekki dísætt eins og títt er um ódýrari lambrúskó vínin. 
Tiltölulega langur góður eftirkeimur.

Get reyndar vel hugsað mér flösku af köldu Lini 910 við arineldinn í sumarbústað yfir hávetur þegar maður þarf á sól í sinni að halda.
 
Við hjónin drukkum flöskuna án matar – en ég gæti ímyndað mér að vínið gæti jafnvel gengið með gamla hefðbundna lambahryggnum!

Verð að prófa það í vetur þegar útigrilltíminn er liðinn og hefðbundni hryggurinn tekur aftur völdin!

 ... og fyrirgefið – þetta er í fyrsta skipti sem mér dettur í hug að vín geti gengið með heitum blóðmör!!!

Já, ég get svo sannarlega mælt með flösku af Lini 910 Lamrusco Scuro!

PS. Fékk flöskuna frá Arnari í Víni og mat (www.vinogmatur.is) sem bað mig um að segja hvernig mér finndist! Mér fannst hún bara helv... góð!


Flokksþing Framsóknar samþykkti að hefja aðildarviðræður við ESB - án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu

Ekki veit ég hvort eða hvaða Framsóknarþingmaður er að stinga saman nefjum við þingmenn úr öðrum flokkum um breytingartillögu sem gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að fara í aðildarviðræður við ESB.

Sé ekki betur en að slíkt stangist á við samþykkt flokksþins Framsóknarflokksins þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs Alþingis með skilgreind skilyrði að leiðarljósi.

Þótt utanríkisráðherra hafi ekki haldið vel á málum varðandi umsókn um ESB - þá er engin ástæða fyrir viðkomandi þingmann að sveigja frá samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í janúar - en samþykktin hljóðar svo:

 Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði
• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
• Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði


mbl.is Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggva Þór í ótímabundið leyfi

Það er rétt af Þór Sigfússyni að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins í kjölfar húsrannsóknar sérstaks saksóknara. Vonandi mun Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Þór dragi sig í hlé.

Annar maður sem ætti að taka sér ótímabundið leyfi er Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður. Það var gerð húsrannsókn hjá Askar Capital sem Tryggvi Þór stýrði. Það er rangt af Tryggva að sitja sem alþingisþingmaður á meðan rannsókn stendur. Vonandi mun Tryggvi Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Tryggvi Þór dragi sig í hlé.

Það má reyndar rifja upp að Tryggvi Þór var einn af þeim sem á sínum tíma gerði atlögu að Íbúðalánasjóði - þiggjandi þóknun frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja sem forstöðumaður Hagfræðistofnunar fyrir að vinna greinargerð sem miðaði að koma Íbúðalánasjóði út af íbúðalánamarkaði.

Hvar stæðum við ef Tryggvi Þór og forsvarsmenn bankaútrásarinnar hefði tekist ætlunarverk sitt og komið Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef?

Reyndar myndi ég sjá eftir Tryggva Þór sem alþingismanni - hæfilega hrokafullur töffari sem beitir hagfræðiþekkingu sinni í beittri stjórnarandstöðu - en undirstrika að það er rangt af honum að sitja sem alþingismaður við núverandi aðstæður þar sem fyrirtæki sem hann stjórnaði er undir rannsókn fyrir meint lögbrot.

Vonandi mun ekkert misjafnt um Tryggva Þór koma fram í þeirri rannsókn.


mbl.is Formaður SA í ótímabundið leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgfirskir bændur hlaupi í skarðið fyrir Möllerinn

Ég held það sé ráð að borgfirskir bændur hlaupi einnig í skarðið fyrir Möllerinn. Það væri samgöngubót.
mbl.is Bændur hlupu í skarðið fyrir Vegagerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræður við ESB á grunni skýrra skilyrða strax

Ef Alþingi hugsar um hag íslensku þjóðarinnar þá getur hún ekki látið aðildarviðræður við Evrópusambandið danka. Íslendingar eiga að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax. Að þeim aðildarviðræðum verða að koma fulltrúar allra flokka. Það er engin ástæða til þess að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um  málið. Þjóðin er fullfær að taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða liggur fyrir.

 Aðildarviðræður þurfa hins vegar að byggja á skýrum skilyrðum Íslendinga.

Þau skilyrðu ættu að vera:

Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti
aðildarsamnings.

Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.

Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.


mbl.is Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin sýnir ábyrgð í Sjóvá

Ríkisstjórnin sýnir ábyrgð í Sjóvámálinu. Fyrri ríkisstjórn hefði betur sýnt sambærilegan skilning á stöðu mála þegar hún fékk erfiðleika Glitnis upp á borðið á sínum tíma.

Það hefði verið enn eitt stóráfallið fyrir íslenskar fjölskyldur hefði ríkisstjórnin ekki gripið inn í og tryggt áframhaldandi starfsemi tryggingahluta Sjóvár. Það skiptir öllu máli að ríkið grípi inn í málin og komi í veg fyrir að endurtryggingar íslenskra tryggingafélaga hækkuðu upp úr öllu valdi í kjölfar líkleggs gjaldþrots Sjóvár.

Það er einnig afar skynsamlegt að setja á fót nýtt Sjóvá sem einungis starfi á sviði tryggingamála - og ennþá mikilvægara að ríkisstjórnin hyggist selja það félag í opnu, gagnsæju ferli á næstu mánuðum eða misserum.

Það er mikilvægt að umtalsverður hluti nýrra eigenda Sjóvá trygginga verði ábyrgir erlendir fjárfestar með reynslu og þekkingu í tryggingamálum.

Hins vegar má innkoma ríkisins á þennan hátt á engan hátt rugla samkeppnishæfi á tryggingamarkaði!

 


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerðin loksins á réttri braut

Vegagerðin hefur á undanförnum árum oft á tíðum verið út að aka. 2 + 1 trúarbrögðin og andstaðan við Sundagögn ágæt dæmi þess að Vegagerðin hefur verið komin út í móa. Áralangar tafir á úrbótum á Kjalarnesi annað dæmi - þótt þeir hafi spýtt í lófana í því máli - loksins. 

Reyndar á samgönguráðherra einhvern þátt í bullinu - eins og núverandi forgangsröðun segir til um - þar sem Vaðlaheiðagöng svo ágæt sem þau eru - eru sett framar tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og Sundagöngin nánast slegin af.

En áætlanir Vegagerðarinnar um þverun Grunnafjarðar er skynsamleg. Ekki einungis vegna styttingarinnar heldur er ný vegalagning á þessum kafla bráðnauðsynleg umferðaröryggisins vegna.


mbl.is Kanna þverun Grunnafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave verður að fella - ríkisstjórninni veitt grið í kjölfarið

Alþingi getur ekki samþykkt IceSave samkomulagið óbreytt í ljósi þeirra gagna sem hafa verið að koma fram í dagsljósið á undanförnum dögum og vikum og styrkja rök þeirra sem telja samþykkt núverandi samkomulags glapræði.

Stjórnvöld verða að viðurkenna að núverandi samkomulag er fljótfærnisleg mistök.

Alþingi verður að leiðrétta þau mistök sem gerð hafa verið og fella IceSave samkomulagið.

Það er engin ástæða fyrir núverandi ríkisstjórn að segja af sér þótt samkomulagið verði fellt. Þeim hefur verið boðin grið.

En ef núverandi ríkisstjórn þolir ekki að samkomulagið verði fellt - þá verður Steingrímur J. að taka af skarið og leiða nýja þjóðstjórn á sem breiðustum grunni - þjóðstjórn sem vinni okkur út úr vandanum. Það ríkir nefnilega efnahagslegt stríðsástand - og á slíkum tímum er ástæða til þess að kalla saman þjóðstjórn.


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaðurinn Obama styrkir frið við Rússa

Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Dmitry Medvedev Rússlandsforseti hafa nú styrkt friðinn milli Bandaríkjanna og Rússlands með samþykkt draga um takmörkun kjarnorkuvopna. Næsta skref þeirra félaga er að ná samkomulag um uppsetningu eldflaugavarnarkerfis NATO í Austur-Evrópu sem er Rússum þyrnir í augum.

Bætt samskipti þessara stórvelda er afar mikilvæg - en eins og menn muna varð herská stefna hægrimannsins Bush til þess að samskipi Bandaríkjanna og Rússlands kólnuðu til muna.


mbl.is Kjarnorkuvopnasamkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi nýsköpun við höfnina!

Hugmyndin um alvöru fiskmarkað fyrir almenning við Reykjavíkurhöfn er spennandi hugmynd sem mun enn auka á fjölskrúðugt líf við höfnina ef af verður.  Það hefur verið skemmtileg þróun við gömlu höfnina að undanförnu - stórglæsilegt sjóminjasafn - frumlegir fiskmatsölustaður - hvaðaskoðun - og Hamborgarabúllan svo fátt eitt sé nefnt.

En það eru fleiri sóknarfæri á svæðinu!


mbl.is Markaðsstemning við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband