Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Frábært Nikulásarmót að baki!
20.7.2009 | 01:32
Það var alveg frábært Nikulásarmót á Ólafsfirði um helgina - þar sem framtíðar "Pepsídeildarlið" háðu margar skemmtilegar og spennandi viðureignir! Þetta er í annað sinn sem ég er með dreng á Nikulásarmótinu - Styrmir var fyrir tveimur árum - og nú Magnús.
Öll umgjörð og skipulag mótsins er til fyrirmyndar - og ef eitthvað kom uppá - þá leystu heimamenn úr því með mikilli ljúfmennsku og jákvæðni. Nikulásarmenn sáu aldrei vandræði - einungis verkefni sem þeir leystu úr með glæsibrag.
Kærar þakkir Ólafsfirðingar - ég get svo sannarlega mælt með Nikulásarmótinu.
PS.
Magnús og Víkingarnir í 6. B lentu í 3. sæti - góður árangur. Víkingar sendu einungis yngri árgang í 6. flokki. Víkingur 6.C náði enn betri árangri - 2. sætinu - sem er reyndar frábær árangur því helmingurinn af liðinu var úr 7. flokki Víkings! Björt framtíð hjá Víking ef heldur fram sem horfir.
Við þökkum andstæðingum okkar fyrir frábæra helgi - ekki hvað síst þeim sem spiluðu í úrslitariðlinum. Hetti sem urðu í 1. sæti, sprækum strákum úr Breiðabliki og mjög duglegum strákum úr Skallagrími - sem reyndar gerðu sér lítið fyrir og unnu sigurvegaranna í Hetti í úrslitariðlinum - en urðu að samt að sætta sig við 4. sætið! Flottir strákar allt saman!
Grindvíkingar sneru við taflinu í seinni hálfleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ábyrgð utanríkisráðherra mikil!
16.7.2009 | 14:13
Nú ríður á að Íslendingar haldi vel á spöðunum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra verður nú að sanna að hann ráði við verkefnið. Hagur Íslands byggir á því.
Íslendingar eiga það skilið að niðurstaðan verði sú hagfelldasta sem unnt er og það verði engin vafi á slíku þegar þeir taka afstöðu til inngöngu eða inngöngu ekki.
Íslendingar eiga að fara í viðræður með eftirfarandi að leiðarljósi:
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þolir ríkisstjórnin fellda ESB ályktun?
16.7.2009 | 11:05
Þótt það sé meirihluti á Alþingi fyrir því að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þá ríkir greinilega mikil tortryggni í garð Samfylkingarinnar hjá ýmsum þingmönnum sem eru tvístígandi í afstöðu sinni gagnvart þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.
Þá hafa yfirlýstir Evrópusinnar utan þings lýst áhyggjum með að samninganefnd við Evrópusambandið muni ekki standa nægilega föstum fótum í samningagerðinni og koma heim með samning sem ekki er ásættanlegur fyrir íslensku þjóðina.
Slíkur samningur verði felldur og aðild að ESB úr sögunni um langa framtíð.
Það er ákveðin hætta á að slíkt geti gerst í því sérstaka ástandi sem ríkis í efnahagsmálum og stjórnmálum á Íslandi um þessar mundir.
Því er ekki endilega víst að þótt það sé meirihluti fyrir því á þingi að ganga skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - þar sem til dæmis Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt á flokksþingi sínu að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar verði ekki samþykkt.
Mun ríkisstjórnin þola það?
Hvert yrði áramhaldið?
Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?
Yrði ESB aðildarumsókn þá úr sögunni næstu árin?
Er það skynsamlegt?
... en þetta kemur í ljós núna í hádeginu.
Bjart yfir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðildarviðræður að ESB stangast EKKI á við stjórnarskrá!
15.7.2009 | 21:09
Sú furðulega lögskýring að samþykkt þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu stangist á við stjórnarskrá dúkkaði upp í þinginu í dag.
Þvílík firra.
Enda löngu búið að hrekja slíkan málflutning í umræðunni undanfarna mánuði.
Hins vegar er ljóst að Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá.
Það er bara allt annað mál.
Niðurstaða um ESB á hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn hefur samþykkt aðildarviðræður að ESB
15.7.2009 | 08:20
Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Það er kristalklárt. Flokksþingið samþykkti einnig að í þeim viðræðum myndi Ísland leggja fram ákveðin skynsamleg skilyrði.
Það er eðlilegt að þingmenn Framsóknarflokksins vilji tryggja enn betur en gert er í greinargerð með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að þessi skilyrði Framsóknar verði höfð að leiðarljósi í aðildarviðræðunum.
Í því felst góð breytingartillaga Vigdísar Hauksdóttur. Að sjálfsögðu ætti Alþingi að samþykkja þá breytingartillögu til að gulltryggja eðlilegt leiðarljós í aðildarviðræðunum.
En ef breytingartillaga Vigdísar nær ekki fram að ganga - þá er fyrirliggjandi tillaga um aðildarviðræður við Evrópusambandið þannig vaxin eftir breytingar sem utanríkismálanefnd hefur gert á henni - að tillagan fellur að samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins í meginatriðum.
Kjarni ályktunar flokksþings Framsóknarflokksins er að ganga skuli til aðildarviðræðna og niðurstaða þeirra viðræðna síðan borin undir þjóðaratkvæði. Það er hin rétta leið. Þjóðin á að taka endanlega afstöðu.
Því er eðlilegt að þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði með fyrirliggjandi tillögu ef breytingartillaga Vigdísar verður felld.
Hins vegar er það skiljanlegt að einhverjir þingmenn flokksins sitji hjá við þá atkvæðagreiðslu ef þeir telja að það vanti of mikið upp á að skilyrði Framsóknarflokksins séu tryggð í aðildarviðræðunum.
Hins vegar er það nánast að ganga gegn samþykkt flokksþins Framsóknarflokksins að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.
En þá ber að hafa í huga að þingmenn eiga að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni.
Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland og Noregur saman inn í Evrópusambandið?
15.7.2009 | 00:06
Það skyldi þó ekki fara svo að Ísland og Noregur fari saman inn í Evrópusambandið? Það yrði gott fyrir Evrópusambandið og væntanlega ágætt fyrir Ísland og Noreg líka!
Norðurlöndin yrðu sterk inna Evrópusambandins ef þau ynnu þar saman á grunni áratuga velheppnaðrar norænnar samvinnu.
Íslensk umsókn rædd í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tryggir Árni Páll eftirgjöf lána illra staddra fjölskyldna?
14.7.2009 | 14:22
Það er gott að heyra félagsmálaráðherrann boða eftirgjöf skulda illa staddra fjölskyldna. Vonandi mun ráðherrann og félagar hans í ríkisstjórninni beita sér fyrir því að bankarnir nýti þær heimildir sem fyrir eru til að koma fólki í fjárhagsvandræðum vegna efnahagshrunsins til hjálpar.
Það er reyndar athyglisvert að það er félagsmálaráðherran sem er talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu máli - en kemur hins vegar ekki alveg á óvart. Bankamálaráðherrann hefur ekki alltaf verið heppinn í orðavali og yfirlýsingum.
Reyndar treysti ég Árna Páli betur en mörgum öðrum í ríkisstjórninn til að fylgja þessu máli eftir. Hann getur nefnilega verið helv... fylginn sér.
Aukið svigrúm til afskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin að beygja Seðlabankann?
14.7.2009 | 10:00
Er ríkisstjórnin að beygja Seðlabankann? Þolir ríkisstjórnin ekki að Seðlabankinn segi sannleikann um IceSave? Er verið að laga til álit Seðlabankans svo ríkisstjórnin svíði ekki eins undan því?
Seðlabankinn hefur reyndar aðstoðað ríkisstjórnina í málflutningi sínum með því að gera minna úr vanda heimilanna en raunin er í greinargerðum sínum - þegar ekki var tekið tillit til frystra íbúðalána.
Vonandi er ríkisstjórnin ekki að stjórna málflutningi Seðlabankans en maður spyr sig við svona uppákomu!
Ekki formleg umsögn Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinnum að áframhaldandi tilvist DeCode á Íslandi
13.7.2009 | 23:17
Ég held það sé ástæða til þess að vinna að áframhaldandi tilvist DeCode og að veigamikill hluti starsemi fyrirtækisins verði hér á landi. Við megum ekki við að missa það vel menntaða fólk sem þar vinnur - og sem væntanlega er sæmilega launað og greiða þar af leiðandi sæmilegar fúlgur í skatt í skattpíningunni - frá okkur til útlanda.
Þótt lengi vel hafi staðið styrr um starfsemi DeCode - þá er alveg ljóst að fyrirtækið hefur náð frábærum árangri - árangri sem gæti skipt máli í endurreisn orðstís Íslands. Árangri sem byggir einmitt á rannsóknum á Íslendingum og erfðum þeirra. Árangri sem hefur verið og gæti orðið framlag okkar til framfara í heiminum.
Já, ég vil DeCode áfram á Íslandi!
Ný uppgötvun í erfðaprófi ÍE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingi taki upp samningana við IceSave
12.7.2009 | 13:25
Íslenska samninganefndin í IceSave málinu samdi af mikilli fljótfærni og gerði greinilega mörg mistök. Það er ekkert annað fyrir Alþingi að gera en að fella IceSave samninginn og semja upp á nýtt.
Starfsmenn AGS mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |