Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Steingrímur J. stendur sig vel!!!

Mér finnst Steingrímur J. standa sig vel! Ég er afar oft ósammála honum en mér finnst hann samt standa sig afar vel. Steingrímur hefur tekið hvern skaflinn á fætur öðrum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann er nánast í hugum almennings forsætisráðherra landsins - óháð því hvort fólk er sammála honum eða ekki.

Með fullri virðingu fyrir Jóhönnu - sem gerir það sem hún getur í erfiðum aðstæðum - þá er það Steingrímur sem stendur keikur eins og forsætisráðherra á að vera - í baráttunni við allt og alla. Enda erfið mál að verja - og mikið af mistökum í gangi.

Mistökum sem Steingrímur hefur ekki staðið fyrir  - en tekur á sig engu að síður. Ekki hvað síst í IceSave.

Reyndar er það dálítið sérkennilegt að það er Steingrímur sem tekur öll höggin - ekki Samfylkingin - sem þó á mjög stóran þátt í klúðrinu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Skelfileg klúður sem eiga stóran þátt í núverandi stöðu!

Já, ég veit að Framsókn á hlut að máli - en ber þó ekki jafn mikla ábyrgð og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking!

Ekki heldur gleyma að Framsókn gerði upp við fortíðina - en Samfylkingin ekki. Þvert á móti er leiðtogi Samfylkingarinnar ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem ætti að bera ábyrgð á störfum hennar - ekki hvað sísts vegna þess að þessi ráðherra átti stóran hlut í harakiri fjárlögum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks haustið 2007!!!

En Steingrímur tekur höggið af Samfylkingunni af fullkominni karlmennsku. Hann nánast beitir þingmenn sína harðneskju til að ná fram áætlunum sínum. Áætlunum sem ég er fullviss um að Steingrímur telur að séu réttar og bestar fyrir land og þjóð - þótt ég sé honum ósammála.

Steingrímur er að standa sig vel. Þótt ég sé ósammála honum. Það verður ekki af honum tekið. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér - og ég rangt - en ég efast dolítið um það.

PS.

Það er greinilega draugur í tölvunni minni núna. Kannske því ég er að hrósa vini mínum Steingrími J. Er að skrifa í þriðja skipti þennan pistil - er búinn að missa hann út tvisvar vegna einhvers flökts í tölvunni. Vista því pistilinn reglulega - því ég ÆTLA að hrósa Steingrími - því hann hefur staðið sig vel.


mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við björgum okkur sjálf"

Með fullri virðingu fyrir vini mínum Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra þá hef ég bent á að farsælast sé að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála til þess að halda utan aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðildarviðræður er það sérstakt, mikið og stórt mál sem snertir öll svið íslensks samfélags og stjórnsýslu að það kallar á sérstakt ad hoc ráðherraembætti - en slík ráðherraembætti þekkjast um sértæk verkefni til dæmis á Norðurlöndunum.

Auðvita á utanríkisráðherra að leika mikilvægt hlutverk í aðildarviðræðunum þótt stofnað verði sérstakt ráðherraembætti Evrópumála.

Ég hef einnig bent á að Jón Sigurðsson væri líklega einna hæfastur til þess að gegna slíku embætti.

Til að fá innsýn í afstöðu Jóns til aðildarviðræðna tek ég mér það bessaleyfi að birta eftirfarandi grein sem birtist sem leiðari í Fréttablaðinu í dag:

"Við björgum okkur sjálf

Það voru mikilvæg söguleg tímamót þegar Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórninni að leita eftir fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu. En hér er þó aðeins um áfanga að ræða og úrslit málsins enn alveg óráðin.

Aðildarumsókn Íslands er ekki skammtímamál. Hún er alhliða stefnuyfirlýsing íslensku þjóðarinnar til langrar framtíðar. Það er hættulegur misskilningur að málið tengist sérstaklega tímabundnum erfiðleikum - eins og t.d. hruni íslensku bankanna. Tillögur um aðild voru fyrir löngu komnar fram og deilur hafa lengi staðið um málið.

Íslendingar sækjast eftir fullri aðild að Evrópusambandinu til þess að ljúka löngu aðlögunarferli sem þegar hefur fært þjóðinni margvíslegar framfarir. En Íslendingar eru núna annars flokks aðildarþjóð Evrópusambandsins, auka-land, háð fylgiríki.

Við óskum þess að verða fullgild þátttökuþjóð, fullvalda aðildarríki. Við Íslendingar teljum enga aðra tilhögun geta til langframa hentað eða fullnægt óskum okkar, hagsmunum okkar og þjóðarmetnaði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Frjáls þjóð gerir slíka kröfu til sjálfrar sín og til annarra.

Það er beinlínis óviðeigandi og stórhættulegt að tengja aðildarumsóknina við einhver styrkja-, sníkju- eða kröfugerðarviðhorf. Það er alveg villandi að festa umsóknina við einhverjar kröfur eða drauma um að losna undan óhjákvæmilegum og beinum kostnaði af efnahagsógöngum eða af sjálfsögðu erfiði við að byggja aftur upp eigið fjármálakerfi.

Fjármálakerfið á ekki aðeins að mæta fjárhagslegum og efnahagslegum kröfum heldur á það líka að fullnægja stolti þjóðarinnar af því að bera sjálf sínar byrðar og eiga sjálf heiðurinn af eigin afrekum og árangri.

Íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið til þess að SÆKJA einvörðungu heldur ekki síður til að FÆRA þar fram sinn skerf. Við erum fullgild evrópsk menningar- og lýðræðisþjóð og hegðum okkur samkvæmt því. Við ryðjum okkur til rúms í samræmi við það. Í því efni varðar meira um ýmislegt annað en peninga eða fjárhag. Við viljum engar ölmusur.

Um leið styrkjum við menningu og fullveldi Íslands í hópi þjóðanna í sterkum þjóðræknisanda. Innan Evrópusambandsins mætum við mörgum öðrum þjóðum sem fylgja sömu stefnumiðum, hver þjóð fyrir sig. Þar eigum við marga stolta samherja. Þar eru Írar og Skotar, Finnar og Eistar, Lettar og Litháar, Tékkar og Slóvakar, Maltverjar, Ungverjar og Slóvenar meðal annarra. Þar eru Álendingar, Azoreyingar, Sikileyingar, Kýpverjar og Korsíkumenn, Baskar og Bretónar, Kanaríeyingar og Katalóníumenn - auk fleiri minnihlutaþjóða og þjóðarbrota.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður að bera fram í samræmi við þessi sjónarmið. Andstæðingar aðildar reyna að tengja hana við uppgjöf fullveldis og þjóðernis og brotthvarf frá þjóðrækni og þjóðarmetnaði. Þeir reyna í áróðri að spyrða hana saman við einhvers konar sníkjuhugsun og vesaldóm. Slíkt munu Íslendingar aldrei samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þátttaka, samstarf og samvinna eru öllum til góðs. En engir útlendingar bjarga okkur - og eiga ekki að reyna það. Það gerum við sjálf."

mbl.is Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kata flott - en endilega losaðu saklaus ættmenni úr gamla námslánaklafanum

Kata stendur sig með prýði sem menntamálaráðherra. Hefur nú komið í gegn - nánast mannréttindaákvæði - sem er afnám ábyrgðamannakerfis námslána.

En Kata ...

... viltu ekki losa foreldra og ættingja námsmanna fyrri ára úr snörunni!

Líklega erum við í fyrsta skipti að upplifa að tugir ef ekki hundruð námslána séu að falla á ábyrgðarmenn - vegna efnahagshrunsins!

... viltu ekki líka tryggja þeim fátækustu námslán með því að afnema lánshæfismat við úthlutun námnslána?

Hvernig í ósköpunum ætlar þú að vinna greiðslumat? Þeir sem fara í læknisfræði fá lán án skilyrða þar sem laun þeirra eru þokkaleg - en þeir sem fara í hjúkrunarfræði fá ekki lán nema að þeim standi stöndugt fólk því laun hjúkrunarfræðinga er brandari?

Kata ...

... ég ætla ekki einu sinni að nefna leikskólakennara eða þroskaþjálfa!

Kata...

... ég veit þú reddar þessu


mbl.is Gildandi ábyrgðarmannakerfi námslána afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama Al Esa til Íslands - annað mannvonska íslenskra stjórnvalda

Páll Pétursson fyrrum félagsmálaráðherra hleypti á sínum tíma af stokkunum metnaðarfullu flóttamannaverkefni í samvinnu við Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. Á grunni þess verkefnis hafa fjölmargir flóttamenn fengið hæli og góðan stuðning til þess að hefja nýtt og farsælt líf á Íslandi.

Íslendingar hafa fengið hrós víða um heim fyrir það hvernig við höfum tekið á móti flóttamönnum á grundvelli mannúðlegrar og metnaðarfullrar stefnumótunar Páls.

Ég var svo heppinn að fá sem yfirmaður Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands á Hornafirði að taka þátt í að taka á móti öðrum flóttamannahópi stríðshrjáðs fólks frá fyrrum Júgóslavíu.

Félagsmálaráðherrar sem komið hafa eftir Páli hafa haldið uppi merkjum Íslands í vandaðri flóttamannahjálp - nú síðast með því að taka á móti palestínskum flóttamönnum frá Írak. Þeir dvelja á Akranesi.

Nú virðist sú staða komin upp að Sama Al Esa - 18 ára dóttir flóttakonu sem við tókum á móti í fyrra - fær ekki að koma til Íslands nú þegar palestínsku flóttamennirnir eru að fara að standa á eigin fótum eftir stuðning íslenskra stjórnvalda.

Sama sem missti son sinn í fæðingu nýlega hafði vonast til þess að sameinast móður sinni og systkynum hér á Íslandi eftir erfiða fæðingu þar sem frumburður hennar lifði ekki af.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Sama fái ekki landvistarleyfi á Íslandi - en ef marka má fréttir þá vilja íslensjk stjórnvöld ekki taka við henni. Vona að það sé misskilningur í málinu.´

Það er ólíðandi - og reyndar hrein mannvonska - ef íslensk stjórnvöld taka ekki á móti þessari palestínsku stúlku og leyfi henni ekki að sameinast fjölskyldu sinni á Íslandi.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins skynsemi hjá ríkisstjórninni í IceSave

Það kom að því að ríkisstjórnin sýndi skynsemi í IceSave. Vonandi mun ríkisstjórnin nota tímann til að koma Bretum og Hollendingum í skilning um það að það þurfi breytingar á fyrirliggjandi samkomulagi til að leysa málið.

Tek ofan fyrir Jóhönnu og co fyrir þetta.


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Välkommen Island!

 Carl Bildt tekur vel á móti umsókn okkar Íslendinga og gefur á vefsíðu sinni í skyn að þótt umsókn Íslands fari eftir hefðbundnu ferli - þá sé Ísland framar ýmsum öðrum þjóðum sem sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu!

Þetta skiptir miklu máli enda fara Svíar nú með forystu í Evrópusambandinu.

En Bildt segir meðal annars:

"Dessa ansökningar skall självfallet var och en behandlas enligt gällande rutiner och utifrån sina respektive förutsättningar.

Som medlem av EU:s inre marknad och Schengen-samarbetet är Island dock i en kategori som ligger väsentligt före länder som inte är med i dessa delar av det europeiska samarbetet."

Færsla Bildts hljóðar annars þannig í heild sinni:

Välkommen Island!

I morgon förmiddag kommer Islands utrikesminister Össur Skarphéðinsson att formellt överlämna Islands ansökan om medlemskap i den Europeiska Unionen till mig.

Det blir ceremoni, mottagning och presskonferens på Arvfurstens Palats. Och därefter kommer vi dessutom att äta lunch.

Självfallet är detta historiskt.

Det europeiska samarbetet bibehåller sin attraktionskraft. Tidigare i år har Albanien ansökt om medlemsskap, och jag vill inte utesluta att vi kommer att få ytterligare ansökningar på bordet under de kommande månaderna.

Dessa ansökningar skall självfallet var och en behandlas enligt gällande rutiner och utifrån sina respektive förutsättningar.

Som medlem av EU:s inre marknad och Schengen-samarbetet är Island dock i en kategori som ligger väsentligt före länder som inte är med i dessa delar av det europeiska samarbetet.

Men om allt detta kommer vi säkert att tala mer om på torsdag förmiddag."

Sjá: http://carlbildt.wordpress.com/2009/07/22/valkommen-island/

Ég minni enn og aftur á tillögu mína: Sérstakan ráðherra Evrópumála!


mbl.is Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra Evrópumála

Þá er aðildarumsóknin komin formlega af stað. Íslendingar verða að nota næstu vikur og mánuði vel til undirbúnings viðræðna. Málið er stórt og mikilvægt. Því ætti ríkisstjórnin á að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Sjá nánar í pistlinum Sérstakan ráðherra Evrópumála! 

PS.

Athyglisvert að sjá viðbrögð Bildts við umsókninni - en hann býður okkur velkomin og segir meðal annars :

"Som medlem av EU:s inre marknad och Schengen-samarbetet är Island dock i en kategori som ligger väsentligt före länder som inte är med i dessa delar av det europeiska samarbetet."
Það er einmitt það!  Við erum sem sagt fremst í röðinni þrátt fyrir allt!

mbl.is Afhenti Svíum aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellum IceSave snarleg og tökumst á við Hollendinga í aðildarviðræðum að ESB

Við eigum að fella IceSave samningana snarlega - enda eru þeir baneitraðir eins og flestum ætti að vera ljóst. Við verðum að standa í fæturna nú þegar við erum á leið í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ef við látum undan hótunum Hollendinga vegna IceSave - þá getum við gleymt að ná ásættanlegum samningum við Evrópusambandið.

Málstaður Hollendinga er vondur. Þeir munu ekki geta haldið hótunum sínum til streitu.

Það er miklu vænlegra að ganga að nýju til samninga um skuldbindingar okkar með reisn í aðdraganda aðildarviðræðna - heldur en að hefja slíkar viðræður svínbeygð með vondann samning í höndunum.

Annars er umfang aðildaviðræðnanna þannig að það væri rétt að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Rétti maðurinn í það embætti væri Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson.

Meira um það í pistlinum: Sérstakan ráðherra Evrópumála!

 


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakan ráðherra Evrópumála!

Ríkisstjórnin á að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það er hefð fyrir slíkum ad hoc ráðherrum á hinum Norðurlöndunum - td. í Danmörku.

Slíkt gæti orðið grunnurinn að breiðari samstöðu inn á Alþingi um aðildarviðræður - ekki hvað síst hjá þeim fjölmörgu þingmönnum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Borgarahreyfingar sem vilja í hjarta sínu að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið - en treysta ekki alveg Samfylkingunni til að leiða slíkar aðildarviðræður og greiddu því atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður - í stað þess að sitja hjá eða greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar.

Það er til dæmis alveg ljóst að mótatkvæði Framsóknarþingmanna voru fyrst og fremst mótatkvæði vegna takmarkaðs traust á forystu Samfylkingar - en ekki gegn aðildarviðræðum við ESB - enda fyrirliggjandi skýr flokksályktun Framsóknar frá því í janúar sem kveður á um aðildarviðræður við ESB með skilyrðum sem eru komin inn í greinargerð með þingsályktunartillögunni sem samþykkt hefur verið.

Það er kannske vert að minna á að sú samþykkt flokksþings var breyting frá stefnumótun þar síðasta flokksþings sem vildi fara hægar í sakirnar Það var ástæðan fyrir málamiðlunartillögu sem samþykkt var á miðstjórnarfundi fyrir rúmu ári síðan um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Þá mega Framsóknarmenn ekki gleyma að ástæðan fyrir því að flýta flokksþingi var sú að mikill meirihluti miðstjórnar vildi ganga beint til aðildarviðræðna - en til að það væri unnt þurfi að fá skýrt umboð frá nýju flokksþingi. Því var flokksþingi flýtt.

Á flokksþinginu var samþykkt skýr stefnubreyting sem fól í sér að ganga ætti til aðildarviðræðna við ESB með skilyrðum - og á því flokksþingi var kjörinn glæsilegur nýr formaður flokksins sem fékk það veganesti að framfylgja skýrri stefnu Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við ESB með skilyrðum - sem reyndar ganga skemur en skilyrði í greinargerð með þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var á Alþingi um daginn.

Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur reynt eftir megni að fylgja þeirri ályktun - en ákvað með hluta þingflokks Framsóknar að leggjast gegn þingsályktun ríkisstjórnarinnar - því hann og fleiri þingmenn treystu ekki Samfylkingunni - eðlilega - að klára verkið á sómasamlegan hátt. Hins vegar ákvað hluti þingflokks Framsóknar að halda sig alfarið við samþykkt flokksþings og samþykktu ályktun ríkisstjórnarinnar - væntanlega í þeirri von að Samfylkingin sæi sóma sinn í því að fylgja málum eftir af ábyrgð og kvika ekki frá skilyrðum í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Sambærilega afstöðu má sjá hjá hluta þingmanna Sjálfstæðisflokks sem ákvað samt að greiða atkvæði gegn ESB ályktuninni.

Því er ljóst að farsæl niðurstaða aðildarviðræðna við Evrópusambandið felst í því hvernig Samfylkingin heldur á málum. Þar hefur hún val. Besti kosturinn er að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála sem stýrir aðildarviðræðum við ESB - og ekkert annað.

Besti kosturinn í þá stöðu er Framsóknarmaðurinn Jón Sigurðsson fyrrum seðlabankastjóri og ráðherra sem hefur yfirburðaþekkingu á Evrópumálum og nýtur traust þvert á flokkslínur. Um Jón ætti að myndast breið samstaða. 95% Framsóknarmanna treysta Jóni - mikill meirihluti Sjálfstæðismanna, lunginn úr Samfylkingunni - og stór hluti VG. Því allir vita að Jón setur hvorki sig eða flokkshagsmuni Framsóknarflokksins á oddinn - heldur hagsmuni íslensku þjóðarinnar.

Núverandi ríkisstjórn lagði upp með að vera norræn velferðastjórn. Nú er tækifærið til að sanna það með því að skipa sérstakan Evrópuráðherra til að leiða viðræður við ESB - í góðu og breiðu samráði við Alþingi.


mbl.is „Aðildarferlið vel á veg komið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt skref hjá ríkisstjórninni

Það er mikilvægt skref hjá ríkisstjórninni ef hún nær samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um endurskipulagningu þeirra. 

En IceSave klúðrið vofir enn yfir ríkisstjórninni ...


mbl.is Óvissu um bankana eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband