Kata flott - en endilega losaðu saklaus ættmenni úr gamla námslánaklafanum

Kata stendur sig með prýði sem menntamálaráðherra. Hefur nú komið í gegn - nánast mannréttindaákvæði - sem er afnám ábyrgðamannakerfis námslána.

En Kata ...

... viltu ekki losa foreldra og ættingja námsmanna fyrri ára úr snörunni!

Líklega erum við í fyrsta skipti að upplifa að tugir ef ekki hundruð námslána séu að falla á ábyrgðarmenn - vegna efnahagshrunsins!

... viltu ekki líka tryggja þeim fátækustu námslán með því að afnema lánshæfismat við úthlutun námnslána?

Hvernig í ósköpunum ætlar þú að vinna greiðslumat? Þeir sem fara í læknisfræði fá lán án skilyrða þar sem laun þeirra eru þokkaleg - en þeir sem fara í hjúkrunarfræði fá ekki lán nema að þeim standi stöndugt fólk því laun hjúkrunarfræðinga er brandari?

Kata ...

... ég ætla ekki einu sinni að nefna leikskólakennara eða þroskaþjálfa!

Kata...

... ég veit þú reddar þessu


mbl.is Gildandi ábyrgðarmannakerfi námslána afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tek undir báðar röksemdir þínar Hallur. Sem einn af "námsmönnum fyrri ára" finnst mér ósanngjarnt að ættmenni okkar þurfi að ganga með þessa snöru um hálsinn. Einnig fæ ég ekki séð hvernig á að fara að því að greiðslumeta námsmenn fyrirfram, þegar ekki einu sinni er víst að þeir muni ljúka því námi sem þeir sækja um lán fyrir. Ég á afar erfitt með að sjá hvernig hægt væri að útfæra þetta með sanngjörnum hætti og án þess að það bjóði upp á stéttaskiptingu í aðgengi að námslánu.

Ég þekki þetta af eigin reynslu, því ég tilheyri eflaust þeim hópi sem hefði fyrirfram "litið vel út" í slíku greiðslumati. Ég var "á pappírunum" prýðilegur námsmaður, og fór beint úr launuðu starfi í nám sem gaf góða tekjumöguleika á sínum tíma. Nú þegar komið er að greiðslu afborgana eru allt aðrar forsendur uppi, ég hætti náminu fyrir útskrift (ekki vegna námsörðugleika heldur breyttra fjölskylduaðstæðna) og nú í kjölfar bankahrunsins er offramboð af fólki með sömu menntun og atvinnuleysi því talsvert í starfsgreininni.

Til gamans vil ég kynna hér róttæka hugmynd um breytt form á ríkisstuðningi við námsmenn: Í stað þess að niðurgreiða vexti á námslánum ætti ríkið e.t.v. frekar að veita námsmönnum beina styrki af sambærilegri stærðargráðu. Styrkirnir gætu svo verið háðir skilyrðum um endurgreiðslu standist viðkomandi ekki þau skilyrði um námsframvindu sem eðlileg þykja hjá lánasjóðnum. Þeir sem teldu sig þurfa viðbótarfjármöngun gætu sótt hana til venjulegra lánastofnana og notað styrkinn sem niðurgreiðslu á markaðsvöxtum. Þegar öllu er á botninn hvolft kæmi þetta út á það sama fyrir ríkið en væri miklu sveigjanlegra fyrir námsmenninna. Forsenda fyrir því að þetta virki væri hinsvegar eðlilegt ástand á lánsfjármarkaði og mun þar af leiðandi ekki verða raunhæft á næstunni, en kannski einhverntíma seinna...

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband