Ráðherra Evrópumála

Þá er aðildarumsóknin komin formlega af stað. Íslendingar verða að nota næstu vikur og mánuði vel til undirbúnings viðræðna. Málið er stórt og mikilvægt. Því ætti ríkisstjórnin á að skipa sérstakan ráðherra Evrópumála án ráðuneytis til að halda úti aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Sjá nánar í pistlinum Sérstakan ráðherra Evrópumála! 

PS.

Athyglisvert að sjá viðbrögð Bildts við umsókninni - en hann býður okkur velkomin og segir meðal annars :

"Som medlem av EU:s inre marknad och Schengen-samarbetet är Island dock i en kategori som ligger väsentligt före länder som inte är med i dessa delar av det europeiska samarbetet."
Það er einmitt það!  Við erum sem sagt fremst í röðinni þrátt fyrir allt!

mbl.is Afhenti Svíum aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessu er ég sammála.  Þessi ráðherra gæti haft þá yfirsýn sem þarf til að takast á við ESB og veitt fagráðherrum ráðleggingar í samskiptum við ESB.. þessi maður ætti að vera utanþingmaður og vel kunnugur ESB.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 10:32

2 identicon

Hallur minn , við höfum ekkert í ESB að gera - þetta verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu , íslendingar vilja ekki lúta öðru valdi en sínu eigin, við látum ekki segja okkur fyrir verkum , þannig er það bara.

Steini (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:32

3 identicon

Er ekki nóg að senda svona í tölvupósti eða snail-mail ??

Spara nokkrar milljónir og nota í löggæslu í staðinn ! Þvílíkt bull ! Annars er ég viss um að þetta verður fellt í atkvæðagreiðslu hjá þjóðini, þ.e.a.s ef SF þorir að láta kjósa um þetta !

Hefði verið nær að láta kjósa um aðild, fella þar, spara milljarð ! (og nota í löggæslun ) !!!

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 10:57

4 identicon

Steini, ég fullyrði það að ganga í ESB er besta og mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman bjóðast, og bara ef fólk fengi blákaldar upplýsingar um það hvað væri í boði, þá er ekki spurning að fólk myndi kjósa með aðild. En því miður hefur þjóðernisrembingur og smáborgaraháttur orðið ofan á í umræðunni. Við hvað er fólk hrætt? Jú að bændur og kvótagreifar missi spón úr aski sínum og að stjórnmálamennirnir sem hafa haft öll völd í þessu landi, að þeir komi til með að missa völd til að viðhalda klíkustjórnmálum.

Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni

Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.

Er fólk að taka afstöðu til ESB út frá sjálfu sér og sinni fjölskyldu, eða lætur það sérhagsmunasamtök eða öfgafólk villa sér sýn?

Valsól (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:07

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Valsól

Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 11:08

6 identicon

Sæll Hallur , ef að þetta er svona einsog þú nefnir og kemur með dæmi um þarna að þá tel ég að þeir sem eru hliðhollir ESB setji upp síðu á netinu og dæli þar inn sambærilegum dæmum sem sýna almenningi þá miklu kjarabót sem ´kemur við inngöngu í ESB. Ef að fólk sér þetta ekki svart á hvítu að þá verður umsóknin felld. það er nefnilega þannig að það heyrist mun hærraí andstæðingum ESB en þeim sem eru fylgjandi. fyrir hinn einfalda heimilsföður gilda bara svona dæmi einsog þú kemur með til að sannfæra hann um að innganga er góð fyrir hann og hans fjölskyldu en þvi miður að þá er ekkert slíkt í gangi að neinu marki - og hana nú , ekkert pólitiskt ESB þvaður heldur einsog maðurinn sagði á '' plain '' íslensku.

Steini (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband