Vinnum að áframhaldandi tilvist DeCode á Íslandi

Ég held það sé ástæða til þess að vinna að áframhaldandi tilvist DeCode og að veigamikill hluti starsemi fyrirtækisins verði hér á landi. Við megum ekki við að missa það vel menntaða fólk sem þar vinnur  - og  sem væntanlega er sæmilega launað og greiða þar af leiðandi sæmilegar fúlgur í skatt í skattpíningunni - frá okkur til útlanda.

Þótt lengi vel hafi staðið styrr um starfsemi DeCode - þá er alveg ljóst að fyrirtækið hefur náð frábærum árangri - árangri sem gæti skipt máli í endurreisn orðstís Íslands. Árangri sem byggir einmitt á rannsóknum á Íslendingum og erfðum þeirra. Árangri sem hefur verið og gæti orðið framlag okkar til framfara í heiminum.

Já, ég vil DeCode áfram á Íslandi!


mbl.is Ný uppgötvun í erfðaprófi ÍE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Hallur

Ég held að flestir vilji að ÍE starfi áfram. Vísindamenn fyrirtækisins hafa staðið sig mjög vel í grunnrannsóknunum. Álit fólks á fyrirtækinu hefur samt beðið hnekki, að því að ég tel af þremur góðum ástæðum.

1) Fyrirtækið gleypti sparifé margra einstaklinga og lifeyrissjóða, eftir að bréf fyrirtækisins voru sett á Nasdaq.

2) Hannes Smárason notaði bréf sín í ÍE sem skiptimynt í kaupum á öðrum íslenskum fyrirtækjum.

3) Fyrirtækið fékk 1.400 milljónir að láni hjá Landsbankanum gegn mjög haldlitlum bréfum.

Ég vona að ÍE þrauki. Besta leiðin til þess er að mínu viti harkaleg endurskipulagning, aðhald í rekstri og aðkoma erlendra aðilla. Í versta falli verðum við að vona að það takist að halda saman leifum fyrirtækisins og setja á stofn Mannerfðafræðistofnun Íslands.

Arnar Pálsson, 15.7.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband