Ţolir ríkisstjórnin fellda ESB ályktun?

Ţótt ţađ sé meirihluti á Alţingi fyrir ţví ađ ganga til ađildarviđrćđna viđ Evrópusambandiđ ţá ríkir greinilega mikil tortryggni í garđ Samfylkingarinnar hjá ýmsum ţingmönnum sem eru tvístígandi í afstöđu sinni gagnvart ţingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar.

Ţá hafa yfirlýstir Evrópusinnar utan ţings lýst áhyggjum međ ađ samninganefnd viđ Evrópusambandiđ muni ekki standa nćgilega föstum fótum í samningagerđinni og koma heim međ samning sem ekki er ásćttanlegur fyrir íslensku ţjóđina.

Slíkur samningur verđi felldur og ađild ađ ESB úr sögunni um langa framtíđ.

Ţađ er ákveđin hćtta á ađ slíkt geti gerst í ţví sérstaka ástandi sem ríkis í efnahagsmálum og stjórnmálum á Íslandi um ţessar mundir.

Ţví er ekki endilega víst ađ ţótt ţađ sé meirihluti fyrir ţví á ţingi ađ ganga skuli til ađildarviđrćđna viđ Evrópusambandiđ - ţar sem til dćmis Framsóknarflokkurinn hefur samţykkt á flokksţingi sínu ađ ganga til ađildarviđrćđna viđ Evrópusambandiđ - ađ ţingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar verđi ekki samţykkt.

Mun ríkisstjórnin ţola ţađ?

Hvert yrđi áramhaldiđ?

Ríkisstjórn VG, Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks?

Yrđi ESB ađildarumsókn ţá úr sögunni nćstu árin?

Er ţađ skynsamlegt?

... en ţetta kemur í ljós núna í hádeginu.


mbl.is „Bjart yfir ţessum degi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband