Flokksþing Framsóknar samþykkti að hefja aðildarviðræður við ESB - án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu

Ekki veit ég hvort eða hvaða Framsóknarþingmaður er að stinga saman nefjum við þingmenn úr öðrum flokkum um breytingartillögu sem gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að fara í aðildarviðræður við ESB.

Sé ekki betur en að slíkt stangist á við samþykkt flokksþins Framsóknarflokksins þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs Alþingis með skilgreind skilyrði að leiðarljósi.

Þótt utanríkisráðherra hafi ekki haldið vel á málum varðandi umsókn um ESB - þá er engin ástæða fyrir viðkomandi þingmann að sveigja frá samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í janúar - en samþykktin hljóðar svo:

 Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði
• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
• Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði


mbl.is Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála að rétt sé að hefja viðræður vegna ESB og mér fynst hálfgert "rugl" að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu bara til að hefja viðræður. Hins vegar er augljóst að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til að samþykkja inngöngu (og það skilst mér að sé gert ráð fyrir því). Ég held að þetta rugl um að reyna fá þjóðaratkvæðagreiðstu bara til að getað hafið viðræðurnar sé bara tilraun andstæðinga ESB til að reyna tefja eða stöðva málið. Ég tek það fram að ég er frekar á því að við höfum EKKERT að gera í ESB (allavega sem stendur). Hins vegar er bara rugl að það má ekki einusinni athuga hvort við gætum fengið hagstæðan samning (þó ólíklegt sé). Við erum ekkert dæmd til að fara inn eftir viðræðurnar. Það er ekki nema okkur fynist við fá viðunandi samning sem VIÐ mundum þá ákveða að fara inn. Það er líka kanski gott að fara í samningaviðræður og ef svoleiðis viðræður skiluðu engu að þá gætu andstæðingar ESB fengið það svart á hvítu og þá gæti þjóðin hafnað þeim samningum sameignlega og í sátt. 

Ég held sjálfur að við mundum sennilega ekki fá auðlindirnar okkar undanþegnar og þá er sjálfgefið (sennilega) að við förum ekki inn. Hins vegar sjálfsagt að reyna viðræður. En vegna gjaldmiðilsins að þá held ég að við ættum ekki einbeita okkur við að  taka up evru. Við þurfum að hafa í huga að kanski skila viðræðurnar ekki viðunandi niðurstöðu en gjaldmiðillin okkar er jafn ónýtur fyrir það og við eigum að skoða aðrar lausnir. Það koma sennilega margir gjaldmiðlar aðrir til greina (nema sjálfsagt Zimbave dollar). Það á að skoða nokkrar aðrar leiðir og ætti í raun að hefjast strax handa við að skoða það mál.

Nóg í bili.

Kjarri.

Kjarri (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:24

2 identicon

Sæll Hallur

Ef horft er til ICESAVE samningsins þá einfaldlega treysti ég ekki núverandi ríkisstjórn til að fara með umboð til ESB. Ég get ekki betur séð en að Samfylkingunni sé ekki treystandi þar sem skjöl eru falin sem styrkja málstað Íslendinga. Hvað munu þau fela til að komast í ESB? Stjórnarandstaðan verður að horfa á meðferð ICESAVE þar sem ríkisstjórnin sendi áhugamenn (vini ráðherra) á móti atvinnumönnum til samninga. Hvaða áhugamenn færu frá ríkistjórninni til samninga ef henni er veitt umboð til að sækja um ESB?

Í ljósi síðustu vikna þá held ég að stjórnarandstaðan verði að fara varlega varðandi umboð til þessarar ríkisstjórnar, þjóðaratkvæði er þá kannski bara lausnin.

Hermann (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:37

3 identicon

Nú er ég ánægður með þig Hallur!

 bendi líka á mjög góða færslu Marðar Árnasonar, "þeirra eigin orð"

http://blog.eyjan.is/mordur/

Gunnar Axel (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunnar Axel!

Þú ert alltaf ánægður með mig *- bara mismikið!  

Hallur Magnússon, 10.7.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: Hallur Magnússon

... en varðandi "þeirra eigin orð" hjá Merði - þá er ekkert sem bendir til annars að þeir ágætu þingmenn Framsóknarflokksins sem tilteknir eru standi við ummæli sín.

Hallur Magnússon, 10.7.2009 kl. 11:06

6 identicon

Er ekki augljóst að samninganefnd leidd af Samfylkingunni (með því "samningsumboði" sem þeir eru að fara með í gegnum þingið)

Mun aldrei hafa þessi skilyrði flokksþings Framsóknarflokksins að leiðarljósi. Sérðu ekki Baldur Þórhalls, Eirík Bergmann og Össur alveg dýrvitlausa að berjast fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ?

Barði (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:53

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Barði.

Það er rétt að hafa miklar efasemdir um getu Samfylkingarinnar til að leiða aðildarviðræður. En slíkt kallar ekki á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef við náum ekki ásættanlegum samningi við ESB - þá verður aðildarsamningurinn felldur. Þótt Samfylking og VG geti kúgað stjórnarþingmenn til hlýðni - þá munu þeir ekki getað kúgað þjóðina.

Þannig að það eru hagsmunir Samfylkingar að halda vel á málum - og setja skilyrði Framsóknar sem samningsmarkmið. Það er eina leiðin fyrir Samfylkinguna til þess að fá samninginn samþykktan í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Rétta leiðin er að ganga til aðildarviðræðna - og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar.

Hallur Magnússon, 10.7.2009 kl. 12:16

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hræddur er ég um að formaður flokksins sé að hlaupast frá þessari samþykkt.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.7.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki miðað við málflutning hans í þinginu í morgun. Hann er einmitt að undirstrika samþykktina - og þá nauðsyn að samningamenn hafi skýrt umboð frá Alþingi þar sem fram koma klár og skýr skilyrði - sem að sjálfsögðu ættu að vera framangreind.

Hallur Magnússon, 10.7.2009 kl. 12:28

10 identicon

Hallur nú ertu minn maður, veistu að Ísland á heimsmetið yfir hrun raungengis frá ársbyrjun 2008. Á því tímabili féll raungengi krónunnar um 38% en næst í röðinni kemur suður-kóreska vonnið sem rýrnaði að kaupmætti um 24% á sama tíma, breska pundið og nýsjálenski dollarinn sem féllu um 18%.

 Svo eru menn inn á þingi að spá í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði þess valdandi að allt færi af stað í einhverjum grýlusögum um ESB og fólk yrði skíthrætt í framtíðinni meira að segja við að fara þangað. Hvaða tillögur um aðgerðir í peningamálum þjóðarinnar, hafa þessir andstæðingar ESB komið með? Engar, það er málið, nema kannski eitthvert bull um dollar, sem hagfræðingar hafa skotið út af borðinu vegna reynslu Argentínumanna af því að hafa tekið upp einhliða dollar. Við höfum ekkert val,inn í ESB núna!

Valsól (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:03

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Valsól!

Við ættum bara að skála yfir þessum áfanga okkar að vera svona sammála

Hallur Magnússon, 10.7.2009 kl. 13:38

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hvet alla, til að lesa, nýjustu hagspá Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

http://ec.europa.eu/economy_finance/publications/publication15487_en.pdf

Spá Framkvæmdastjórnarinnar, er að:

  • kreppan, skapi varanlegt efnahagslegt tjón fyrir hagkerfi Evrópu. Það tjón, vinnist aldrei til baka. Þegar ég las þetta, úr þeirra eigin skýrlsu, takið eftir. 
  • tjónið, er einnig mjög alvarlegt, vegna fólksfjölda-þróunar, innan aðildarlandanna, þ.s. fækkun vinnandi handa, er við það að fara af stað. Áhrif þeirrar þróunar, draga einnig úr langtíma-hagvexti.
  • vek athygli á bls. 47, þ.s. borið er saman 'rebound', 'lost decate' og 'permanent shock'. Ég bendi á, að miðspáin, er 'lost decate'.
  • ef þetta er ekki nóg, mun kreppan auka, 'structural unemployment'. Spáin, er að það muni taka 'ár' að vinna úr því, tjóni, einu sér.
  • til viðbóta við allt, þett: mjög alvarleg skuldaaukning, ríkissjóða landanna.

Ég þarf ekki, að segja meira. Lesið þetta sjálf.

Hvað þýðir þetta fyrir Íslands? Augljóslega, gerir þetta það minna 'attractive' að ganga í ESB. Einnig, þ.s. ESB kaupir mest af því sem við flytjum út, þarf að reikna niður væntingar, um efnahagsþróun hérlendis.

Núgildandi spár, eru greinilega allt og bjartsýnar; sem gera ráð fyrir að hagvöxtur fari af stað af krafti, þegar á næsta ári. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.7.2009 kl. 14:32

13 identicon

Sæll Hallur. Ég er ein af þeim sem voru á flokksþinginu og kaus um aðildarviðræðurnar, og fannst á þeim tímapunkti óþarfi að fara í tvöfalda atkvæðagreiðslu. Í dag er uppi allt önnur staða og margir innan flokksins hreinlega treysta ekki ríkisstjórninni til að leiða þessar umræður eftir hrikalegan afleik og hótanir vegna IceSave samningsins.

Því er mjög gott mál að einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins endurspegli vilja okkar um það vantraust sem við berum til samninganefnda og samninga sem komið er með heim frá útlöndum. Þetta verður að vanda og mætti þess vegna alveg bíða með þetta, og reyna að taka til hér heima fyrst. Við höfum ekki evru í vasa fyrr en eftir nokkur ár, og þar af 2 ár í stöðugleika.

Soffía (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:33

14 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já Hallur, þetta er hið furðulegasta mál!

Það er engu líkara en að Sigmundur Davíð (og fleirri þingmenn úr VG og Framsókn) sé genginn í Sjálfgræðisflokkinn.

Sævar Finnbogason, 10.7.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband