Tryggva Þór í ótímabundið leyfi

Það er rétt af Þór Sigfússyni að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins í kjölfar húsrannsóknar sérstaks saksóknara. Vonandi mun Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Þór dragi sig í hlé.

Annar maður sem ætti að taka sér ótímabundið leyfi er Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður. Það var gerð húsrannsókn hjá Askar Capital sem Tryggvi Þór stýrði. Það er rangt af Tryggva að sitja sem alþingisþingmaður á meðan rannsókn stendur. Vonandi mun Tryggvi Þór hafa hreinan skjöld - en á meðan rannsókn stendur er eðlilegt að Tryggvi Þór dragi sig í hlé.

Það má reyndar rifja upp að Tryggvi Þór var einn af þeim sem á sínum tíma gerði atlögu að Íbúðalánasjóði - þiggjandi þóknun frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja sem forstöðumaður Hagfræðistofnunar fyrir að vinna greinargerð sem miðaði að koma Íbúðalánasjóði út af íbúðalánamarkaði.

Hvar stæðum við ef Tryggvi Þór og forsvarsmenn bankaútrásarinnar hefði tekist ætlunarverk sitt og komið Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef?

Reyndar myndi ég sjá eftir Tryggva Þór sem alþingismanni - hæfilega hrokafullur töffari sem beitir hagfræðiþekkingu sinni í beittri stjórnarandstöðu - en undirstrika að það er rangt af honum að sitja sem alþingismaður við núverandi aðstæður þar sem fyrirtæki sem hann stjórnaði er undir rannsókn fyrir meint lögbrot.

Vonandi mun ekkert misjafnt um Tryggva Þór koma fram í þeirri rannsókn.


mbl.is Formaður SA í ótímabundið leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Tek heilshugar undir orð þín.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 9.7.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Bíddu nú aðeins hægur - eru að fara fram á að þetta verði eins og hjá siðuðum þjóðum? Fyrr má nú vera frekjan.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 9.7.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er ekki annað hægt en að taka undir þetta. Auk þess eru fleiri á afar hálum ís, bæði innan stjórnar- og stjórnandstöðuflokka. Svo mætti skoða hvort einhverjir með vafasama dóma eða fortíð á bakinu sitji í ráðuneytum eða sem aðstoðarmenn ráðherra. Slíkt, ef svo ólíklega vildi nú til að til staðar væri, á ekki heima á "Íslandi hinu nýja"......

Ómar Bjarki Smárason, 9.7.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Dexter Morgan

HAHAhahaa..... Bjartsýnn ertu, að halda það virkilega að hér á landi taki menn ábyrgð á gerðum sínum

Dexter Morgan, 9.7.2009 kl. 23:08

5 identicon

Hallur þetta er algjörlega röng krafa sem þú ert að gera þegar þú talar um að bæði Þor Sigfússon og Tryggvi Þór Herbertsson eigi að taka sér leyfi frá störfum á þeim grundvelli að gerð hafi verið húsleit heima hjá þeim. Þú gleymir grundvallaratriði alls réttarfars hjá siðuðum þjóðum, enginn skal talinn sekur fyrr en sekt er sönnuð. Þar við bætist að þó gerð hafi verið húsleit á fyrrum vinnustað Tryggva þá hefur hvorki honum eða Þór Sigfússyni verið birt ákæra hvað þá meira og hvorugur þeirra segist hafa fengið að vita úit á hvað húsrannsóknin gangi. Íslenskt réttarfar á mjög undir högg að sækja hjá núverandi ríkisstjórn opg andinn í þjóðfélaginu er þannig að maður er einfaldlega hræddur um að dóms- og réttarkerfið víki af vegi vandaðra vinnubragða til að þóknast  tíðarandanum. Slíkt hefur oft gerst í fjarlægum löndum en viljum við slíkt réttarfar á Íslandi ? Maður eins og þú Hallur sem kemur frá flokki sem alla tíð hefur verið talinn laus við öfgvar og á að vera vel jarðbundinn ættir ekki að vera að hvetja til þess að menn séu meðhöndlaðir sem afbrotamenn þó þeir viti ekki einu sinni hvort þeir séu bornir sökum en eru dæmdir til að þola þau óþægindi að fara úr vinnu án þess að þeim hafi verið borið eitt eða neitt saknæmt á brýn. Fyrst er nú að fá að heyra hvort ákæruvaldið telur þá hafa gert eitthvað rangt og þá getur þú og þjóðin leikið sér að því að krefjast ótímabundins starfsleyfis hjá viðkomandi þó þeir séu saklausir þar til þeir eru dæmdir. Að "hrópa á torgum" um slíkt eingöngu á grundvelli þess að húsleit hafi verið gerð á fyrri vinnustað viðkomandi er bara til að særa fjölskyldur þessara manna og er þér alls ekki til sóma Hallur þú ert betri maður en svo. Með kveðju Egill

Heiða (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: smg

Er ílla svikinn ef þetta eru ekki bara nýmæli hjá framsóknarmanni að styðja að vafasamar manneskjur stígi til hliðar. Persónulega þá fagna Ég því að tveir vafasömustu stjórnmálaflokkar Íslands séu ekki í stjórn, en eins og sagt er; batnandi mönnum er best að lifa, sérstaklega þegar þeir átta sig á því að þeir eru í röngum flokki ;)

smg, 10.7.2009 kl. 00:35

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Arinbjörn Kúld, 10.7.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband