Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Dálítið ósanngjarnt að Steingrímur J. beri hitann - og þó!

Það er dálítið ósanngjarnt að Steingrímur J. og félagar hans í VG séu að taka allan hitann í IceSave málinu. IceSave bólgnaði út í tíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks - sem bera meginábyrgð - þótt Framsókn hafi átt hlut í lagabreytingum á sínum tíma og beri einnig ákveðna ábyrgð - þótt hún liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

En Steingrímur J. hefur  með framgöngu sinni undanfarnar vikur vaðið út í pyttinn og ber mikla ábyrgð á núverandi ástandi með hræðilegum IceSave samningum gerðum í fljótfærni - þótt VG og Steingrímur hafi verði hreinar meyjar hvað þetta varðar þegar þeir tóku við í ríkisstjórn.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberið skjölin áður en Alþingi afgreiðir IceSave

Ríkisstjórnin verður að opinbera skjölin sem Davíð talar um - annað hvort til að sýna fram á að Davíð hafi rangt fyrir sér - eða til að sýna fram á að það sem hann segir sé rétt. Alþingi getur ekki afgreitt málið í þessari stöðu - það verður að vera klárt hvort okkur ber að greiða eða ekki.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG hækkar matarskatt og verðbólgu

VG hækkar matarskatt. Það mun koma verst niður á þeim lægst launuðu, þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur, þeim sem njóta fjárhagsaðstoðar og þeim sem lifa einungis á tryggingabótum og ellilífeyri.

Þá mun hækkun matarskattar auka á verðbólgu, hækka verðtryggð lán og koma í veg fyrir lækkun stýrivaxta.


mbl.is Sykurskatturinn of dýr og flókinn í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En umferðin milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals?

Hvað ætli margir hafi farið ágætan veg milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals - þar sem Vaðlaheiðagöngin eru fyrirhuguð?
mbl.is Tugir þúsunda á vegunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi kynjahalli hjá ríkinu

Kynjahalli í hópi forstjóra og forstöðumanna hjá ríkinu er óþolandi. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að breyta þessum halla frekar en fyrri ríkisstjórnir. Nýjasta dæmið er Seðlabankinn þar sem tveir karlar stýra skútunni. Það hefði verið rétt að aðstoðarseðlabankastjórinn hefði verið kona. En "jafnréttissinnaður" forsætisráðherra var ekki á því!
mbl.is Fáar konur í hópi stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna föst í eigin flór

Jóhanna Sigurðardóttir er föst í eigin flór. Samfylkingin ber fulla ábyrgð á efnahagsástandinu eins og það er. Klúðraði málum á mettíma. Ekki hvað síst útgjaldaráðherrann Jóhanna sem beitti sér fyrir 20% raunhækkun á ríkisútgjöldum í fyrstiu fjárlögum sínum - einmitt þegar allir þeir sem vit höfðu á málum vissu að það var þörf á samdrætti í ríkisútgjöldum vegna efnahagsástandsins - ekki útgjaldaaukningu. Meira að segja Þóróólfur Matthíasson sjálfskipaður blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Talandi um að mála dökka mynd - þá hefur Jóhanna verið ókrýndur meistari í þeirri list gegnum tíðina.  "Neyðarástand" hér og "neyðarástand" þar - hefur verið nánast mantra Jóhönnu í stjórnarandstöðu. En hún á greinilega erfitt að þola harða stjórnarandstöðu Framsóknar - enda föst í eigin flór!


mbl.is „Erum að moka þennan framsóknarflór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur hjá Vigdísi Hauksdóttur um norrænu lánasamningana

Það er misskilningur hjá vinkonu minni Vigdísi Hauksdóttur að það sé "undarlegt að samið sé um breytilega vexti á jafn löngu láni og raun ber vitni, og í raun stórhættulegt" þegar hún fjallaði um lán Norðurlandanna til okkar Íslendinga - lán til 12 ára sem er á 3,75% grunnvöxtum í dag að viðbættu 2,75% vaxtaálagi, á Alþingi í dag.

Það er fullkomlega eðlilegt að vextir á slíku láni séu breytilegir - en ekki fastir - því lán á föstum vöxtum tll svo langs tíma kalla á mun hærra vaxtaálagi en annars.

Grunnvaxtastigið sem er breytilegt byggir á þriggja mánaða EURIBOR vöxtum.

Það sem Vigdís hefði getað gagnrýnt er ekki að lánið sé á breytilegum vöxtum - heldur að vaxtaálagið sé ekki lægra.

Það er hins vegar rétt hjá Gunnari Braga Sveinssyni samflokksmanni Vigdísar að óvissan um vaxtakjörin sé óæskileg með hliðsjón af gjaldfellingarákvæðum Icesave-samninganna, því ef stjórnvöld gætu ekki borgað eðlilega af þessum norrænu lánum, er hægt að gjaldfella lánin vegna Icesave, eins og þeir samningar kveða á um.

Lausnin á því er hins vegar ekki fastir vextir á norrænu lánunum - heldur ákvæði í þeim samningum sem kveði á um að Íslendingar geti frestað greiðslum ef efnahagsástandið er á þann veg að þeir geti ekki staðið í skilum - svo ekki sé unnt að nota norrænu lánasamningana til að gjaldfella IceSave.

 


mbl.is 3,85% vextir á norrænu lánunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur keyptu köttinn í sekknum

Kjósendur keyptu köttinn í sekknum. Þeir eru að gera sér grein fyrir því núna. En því miður - menn tryggja ekki eftirá!

IceSave bakreikningur ríkisstjórnarinnar er líklega dýrustu kosningamistök á Ísland frá upphafi!

En - ef þingmenn standa við sannfæringu sína - þá er unnt að koma í veg fyrrir það klúður - og ef VG þingmenn selja sálu sína fyrri ráðherrastóla - þá höfum við ennþá forseta til að setja málið í dóm þjóðarinnar.

Ekki viss um að við kjósendur eigum það skilið.

Kjósendur sem keyptum köttinn í sekknum - fyrir morðfjár!

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband