Misskilningur hjá Vigdísi Hauksdóttur um norrænu lánasamningana

Það er misskilningur hjá vinkonu minni Vigdísi Hauksdóttur að það sé "undarlegt að samið sé um breytilega vexti á jafn löngu láni og raun ber vitni, og í raun stórhættulegt" þegar hún fjallaði um lán Norðurlandanna til okkar Íslendinga - lán til 12 ára sem er á 3,75% grunnvöxtum í dag að viðbættu 2,75% vaxtaálagi, á Alþingi í dag.

Það er fullkomlega eðlilegt að vextir á slíku láni séu breytilegir - en ekki fastir - því lán á föstum vöxtum tll svo langs tíma kalla á mun hærra vaxtaálagi en annars.

Grunnvaxtastigið sem er breytilegt byggir á þriggja mánaða EURIBOR vöxtum.

Það sem Vigdís hefði getað gagnrýnt er ekki að lánið sé á breytilegum vöxtum - heldur að vaxtaálagið sé ekki lægra.

Það er hins vegar rétt hjá Gunnari Braga Sveinssyni samflokksmanni Vigdísar að óvissan um vaxtakjörin sé óæskileg með hliðsjón af gjaldfellingarákvæðum Icesave-samninganna, því ef stjórnvöld gætu ekki borgað eðlilega af þessum norrænu lánum, er hægt að gjaldfella lánin vegna Icesave, eins og þeir samningar kveða á um.

Lausnin á því er hins vegar ekki fastir vextir á norrænu lánunum - heldur ákvæði í þeim samningum sem kveði á um að Íslendingar geti frestað greiðslum ef efnahagsástandið er á þann veg að þeir geti ekki staðið í skilum - svo ekki sé unnt að nota norrænu lánasamningana til að gjaldfella IceSave.

 


mbl.is 3,85% vextir á norrænu lánunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að þú segir:

".....lán til 12 ára sem er á 3,75% grunnvöxtum í dag að viðbættu 2,75% vaxtaálagi, á Alþingi í dag."

Hefði þetta ekki átt að vera 3,75 að meðtöldu vaxtaálagi. Finnst eins og þú orðar þetta að átt sé við 3,75 + 2,75% en skv. yfirlýsingu vegna lánana stendur:

"Lánin munu bera breytilega (fljótandi) vexti sem taka mið af 3 mánaða EURIBOR vöxtum að

viðbættu 2,75 prósentu álagi.

Dæmi: 3 mánaða EURIBOR vextir eru nú 1,085%; að viðbættu álaginu bera lánin því

3,835% vexti miðað við núverandi vexti."

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús - kann að vera að heildarvextr séu  3,25% sem eru EUROBOR + vaxtaálag - skoðaði það ekki sérstaklega - enda skiptir það ekk öllu máli - heldur funksjónin.

Hallur Magnússon, 1.7.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband