Jóhanna föst í eigin flór

Jóhanna Sigurðardóttir er föst í eigin flór. Samfylkingin ber fulla ábyrgð á efnahagsástandinu eins og það er. Klúðraði málum á mettíma. Ekki hvað síst útgjaldaráðherrann Jóhanna sem beitti sér fyrir 20% raunhækkun á ríkisútgjöldum í fyrstiu fjárlögum sínum - einmitt þegar allir þeir sem vit höfðu á málum vissu að það var þörf á samdrætti í ríkisútgjöldum vegna efnahagsástandsins - ekki útgjaldaaukningu. Meira að segja Þóróólfur Matthíasson sjálfskipaður blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Talandi um að mála dökka mynd - þá hefur Jóhanna verið ókrýndur meistari í þeirri list gegnum tíðina.  "Neyðarástand" hér og "neyðarástand" þar - hefur verið nánast mantra Jóhönnu í stjórnarandstöðu. En hún á greinilega erfitt að þola harða stjórnarandstöðu Framsóknar - enda föst í eigin flór!


mbl.is „Erum að moka þennan framsóknarflór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hvað stjórnmálamenn og þjónar þeirra eru uppteknir af því að benda á getuleysi andstæðingana, þjóðin er svo gjörsamlega búin að fá nóg af svona sandkassaleik en þið Hallur, þið eruð svo upptekin af sjálfum ykkur að þið ykkur er sama hvað verður um Jón og Gunnu svo lengi sem þið fáið að vera með í leiknum.

 Hver skeit í hausinn á ykkur?

Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 12:19

2 identicon

Sæll Hallur.

Það er greinilegt að ástandið á stjórnarheimilinu er mjög viðkvæmt, svo ekki sé meira sagt. Sama er að sjá hjá stjórnarflokkunum. Það er komin þreyta og pirringur. Þegar svo háttar er líklegt að uppúr sjóði.

Stjórnin er að fá mínus í kladdann frá IMF, Seðlabankanum og skoðunarkönnunum. Ráðherrar eru ekki samstilltir og senda skot á hvorn annan. Baklandið er að ókyrrast og smám saman að molna. Það má glögglega skynja á blogginu. Eina sjánlega límið er að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda.

En varðandi "framsóknarflórinn" þá er það hið besta mál. Ég veit ekki betur en að framsóknarmenn eru sjálfir að taka til í sínum málum. Samfylkingin gerði hinsvegar í eigin bás og sýnir enga tilburði um að verka sjálfan sig.

Mér finnst það ekki stórmannlegt að hvæsa að öðrum með allt niður um sig.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt hjá Jóhonnu.  Það er verið að moka framsóknar/sjalla flórinn.

Reyndar ekki alveg nákvæmt því flór er ekki til staðar lengur nema hjá þeim sem hafa mjólkurkýr til heimilisnota.  Það er haughús.

Það er í rauninni verið að moka haughús sem hefur ekki verið hreinsað í 15 ár.   Reyndar var stefnan að það mætti ekki gera það.  Einhverra hluta vegna héldu menn að það mokaði sig sjálft.

Það var rangt eins og nú er orðð kunnugt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er algjörlega fallít bú og hefur það blasað við lengi og núna er í fréttum að erlendar eignir í seðlabankanum neita að gefa upp erlenda skuldastöðu landsins.

Fjármálakerfi heimsins er gjaldþrota fyrir löngu en samt logið áfram með furðulegustu bókhaldsleikfimi og blekkingum. Þetta er kapphlaup á botninn og enginn vill fara fyrstur á hausinn og vera fordæmi fyrir restina. En samt er útkoman óhjákvæmileg hversu sannfærandi sækópötum og raðlygurum sem menn tefla fram austan hafs og vestan og hér líka.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 19:51

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ekki sýnist mér það, Sveinn. Hvarvetna er stefnan á að framlengja dauðadæmt fjármálakerfi og það verður bara í þágu eigenda og kostenda þess pólitíska kerfis sem við búum við. Þeir hirða allt draslið fyrir ekki neitt á endanum.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 22:20

6 identicon

Annað eins bull í svona stuttir grein hlýtur að vera íslandsmet ef ekki evrópumet.

Dæmi um það hve póliltísk umræða er á lágu plani.

Sigurdur (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú hlýtur að vera Framsóknarmaður.  Það er með ólíkindum hvað fólk á erfitt með að líta í eigin rann.

Las stöðuna þína og starfsferil.  Hverjum varst þú að gefa ráð?  Útkoman eftir þá Dabba og ´Dóra, Finn, Valgerði og fleiri idiota er vægast sagt hrollvekja og það mun þurfa hækka öll gjöld, lækka laun, hækka skatta, draga úr grunnþjónustu til að þrífa upp eftir mesta skaðræðisfólk Íslandssögunnar.  Yrði ekki hissa ef þú þurrkaðir út þetta komment hjá mér, því af sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.7.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Kærar þakkir fyrir "málefnaleg" innlegg.

En tókuð þið eftir að forsætisráðherrann svaraði engum spurningum - frekar en fyrri daginn?

Stend við hvert einasta orð - enda ekkert af því sem ég sagði verið hrakið. Enda rétt!!!

Það er rétt - sannleikanum er hver sárreiðastur - það sýna viðbrögð ykkar við pistlinum mínum.

Hallur Magnússon, 3.7.2009 kl. 10:45

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hallur... Jóhanna er búinn að vera forsætisráðherra í nokkra mánuði. Framsóknarflokkurinn var við völd samfleytt frá 1995-2007.  Pistill þinn er því afar sorglegur og málflutingur þinn á anda formanns Framsóknarflokksins sem talar eins og flokkurinn hafi verið stofnaður í fyrradag og beri enga ábyrgð. Orðið Framsóknarflór hefur verið notað lengi og hefur verið samheiti á pólitískri misnotkun og fyrirgreiðslu. Það er því eðlilegt að þér sé það ofarlega í huga að tala um flór...en það breytir ekki því að Framsóknarflórinn er sá sem er verið að moka núna og gengur hægt því skíturinn í honum var orðinn æði djúpur eftir samfellda valdatíð Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar í meira en áratug þar sem eigur þjóðarinnar voru gefnar velmegandi Framsóknar og Sjálfstæðismönnum.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 12:47

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er fjórskiptur einflokkur og skiljanlega allt farið á fökking hausinn eftir að hann hefur logið sig áfram - kostaður af öflum sem hafa haft hag af því að hafa sannfærandi bílasala og aðra raðlygara og nytsama sakleysingja við stjórn landsins. Almenningur gleypti lengi vel við þessu svindli þar sem veruleikahönnun hans var vel stýrt af maskínu sem hafði nánast einokun á því sviði, það er opinberar og hálfopinberar ruslveitur og pólitísku gögnin sjálf, en það hefur verið að breytast fljótt eftir að internetið kom til sögunnar. Þess vegna höfum við séð vaxandi kreppu í þessum lygaóþverra sérstaklega síðasta áratuginn og hverja maddömu pólitíska hóruhússins af annarri gufa upp. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 11.7.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband