Kjósendur keyptu köttinn í sekknum

Kjósendur keyptu köttinn í sekknum. Þeir eru að gera sér grein fyrir því núna. En því miður - menn tryggja ekki eftirá!

IceSave bakreikningur ríkisstjórnarinnar er líklega dýrustu kosningamistök á Ísland frá upphafi!

En - ef þingmenn standa við sannfæringu sína - þá er unnt að koma í veg fyrrir það klúður - og ef VG þingmenn selja sálu sína fyrri ráðherrastóla - þá höfum við ennþá forseta til að setja málið í dóm þjóðarinnar.

Ekki viss um að við kjósendur eigum það skilið.

Kjósendur sem keyptum köttinn í sekknum - fyrir morðfjár!

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða flokkar voru það nú aftur sem komu okkur í þetta fen, Hallur? Hvar er þessi "morðfjár" nú um þessar mundir? Hver, eða hvar er nú þessi Finnur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki kannast ég við það að hafa kosið um icesafe.. ég kaus til þess að losna við mestu spillingu íslandsögunnar.. sjallana og helst framsókn líka..

 Hitt er annað mál að ég mun yfirgefa þetta land og hér mun ég ekki greiða skattapeninga framar og ef ég fæ einhverju ráðið með börnin mín 3 þá munu þau gera slikt hið sama, en þau eru kominn á aldur skattgreiðenda. 

Óskar Þorkelsson, 1.7.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Álfheiður Ingadóttir heldur því fram að þjóðin hafi kosið um IceSave!

Gísli.

IceSave snaran var hert undir bankamálaráðherra Samfylkingar eins og þú veist.

Kjartan.

Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og mun væntanlega aldrei gera.

En þú ert greinilega ekki vel upplýstur um STAÐREYNDIR málsins - ef þú telur að það það þýði einangrun við umheiminn ef við tökum upp IceSave samninginn!

Ef þú telur að svo sé - viltu þá  koma með rök fyrir máli þínu?

Hallur Magnússon, 1.7.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Hallur Magnússon

PS. Gísli

Hvaða Finnur kemur að þessu máli og hvernig?

Ég minnist hins vegar banka sem báru fé í Samfylkingu!

Hallur Magnússon, 1.7.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi fylgisaukning við Sjálfstæðisflokkinn OG það að hann mælist nú aftur stærsti stjórnmálaflokkurinn ætti EKKI að koma neinum á óvart -

Óðinn Þórisson, 1.7.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er merkilegt að einhver skuli bendla Finn Ingólfsson við hrunadans frjálshyggjunnar.

En það væri áreiðanlega mikill munur ef Framsóknarflokkurinn væri í ríkisstjórn núna; sá væri nú búinn að troða déskotans Æseivinu öfugu afan í kokið á Bretum, Hollendingum, ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Jóhannes Ragnarsson, 1.7.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband