IceSave verður að fella - ríkisstjórninni veitt grið í kjölfarið

Alþingi getur ekki samþykkt IceSave samkomulagið óbreytt í ljósi þeirra gagna sem hafa verið að koma fram í dagsljósið á undanförnum dögum og vikum og styrkja rök þeirra sem telja samþykkt núverandi samkomulags glapræði.

Stjórnvöld verða að viðurkenna að núverandi samkomulag er fljótfærnisleg mistök.

Alþingi verður að leiðrétta þau mistök sem gerð hafa verið og fella IceSave samkomulagið.

Það er engin ástæða fyrir núverandi ríkisstjórn að segja af sér þótt samkomulagið verði fellt. Þeim hefur verið boðin grið.

En ef núverandi ríkisstjórn þolir ekki að samkomulagið verði fellt - þá verður Steingrímur J. að taka af skarið og leiða nýja þjóðstjórn á sem breiðustum grunni - þjóðstjórn sem vinni okkur út úr vandanum. Það ríkir nefnilega efnahagslegt stríðsástand - og á slíkum tímum er ástæða til þess að kalla saman þjóðstjórn.


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almenningur verður að taka málið í sínar hendur.

www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 08:25

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

"Alþingi verður að ... fella IceSave samkomulagið."

Má ekki einfaldlega taka það af dagskrá í ljósi nýrra upplýsinga?

Emil Örn Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 08:25

3 identicon

Athugið þetta:

http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2123

Rómverji (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 08:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að fella Icesafe frumvarpið yrði til að íslenska þjóðin verði endanlega gjaldþrota í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Við megum ekki við því að það litla traust sem hefur verið byggt upp verði að engu gert. Breska ljónið myndi ganga endanlega frá litla Íslandi og við yrðum í svipaðri stöðu og Þýskaland eftir tvær heimsstyrjaldir.

Það er því mikið ábyrgðarleysi af þeim sem ósköpunum ollu, ætli nú að níða niður það sem þó hefur verið reynt að byggja upp.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.7.2009 kl. 08:51

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.

Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.

Þetta eru föðurlandssvik !

Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 09:02

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Það er "kristal" tært að við eigum EKKI að borga þetta útrásarævintýr nokkurra "spútnika" óháð þessari ansk pólitík - klárum það dæmi og förum svo á veiðarnar og gefum ekkert eftir, það verður að koma uppgjör þó svo að það geti verið sárt, það er þó ekki í líkíngu við það sem mörg fjölskyldan og einstaklingar, vinnandi alþíðan er mörg hver komin í nú þegar, saklaust fólk.

Jón Snæbjörnsson, 7.7.2009 kl. 09:07

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðjón Sigþór.

Þú misskilur.

Breska ljónið er einmitt að setja Ísland í svipaða stöðu og Þýskaland eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Heldur þú virkilega að Bandaríkin, Kanada, Noregur, Rússland, Ástralía. Kína, Japan, Svíþjóð, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Ítalía, Spánn, Sviss, Suður-Afríka, Mexíkó, Finland, Brasilía, Indónesía, Egyptaland, Argentína. Chile, Suður-Kórea, Venesúela, Slóvenía, Grikkland, Frakkland, Slóvakía, Indland, Ísrael, Þýskaland, Nýja Sjáland, og Írland - svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi - snúi við okkur baki og hætti við okkur viðskipti þótt við fellum IceSave?

Hallur Magnússon, 7.7.2009 kl. 09:33

8 Smámynd: Ellert Júlíusson

Sammála seinasta ræðumanni.

Ellert Júlíusson, 7.7.2009 kl. 09:39

9 Smámynd: Landfari

Guðjón Sigþór, það á enginn að skrfa uppá sem ábyrgðarmaður að skuld nema hann hafi efni á að greiða hana. Það hafa, því miður, margir í gegnum tíðina skrifað upá fyrir ættingja og vini og lent svo í að þurfa að greiða sjálfir. Sumir haf ráði við það en aðrir orðið að selja ofan af sér og jafnvel farið í gjaldþrot sjálfir.

Þessar upphæðir sem Steingrímur er að biðja alþingi um uppáskrift fyrir, fyrir hönd þjóðarinnar, eru svo háar að þær eru á mörkum þess að við ráðum við þær . Jafnvel þó að vel innheimtist af kröfum Landsbankans. Við verðum samt að gera ráð fyrir að þær innheimtist mjög illa því þær eru það lélegar að hvorki Bretar né Hollendingar vilja taka áhættuna af þeim. Áhættan er öll hjá okkur samkvæmt þessum samningi og enginn varnagli fyrir okkur í samningnum ef illa fer. 

Þessi samningur hefur verið kynntur sem afborgunar og vaxtalaus fyrstu sjö árin. Síðast sá ég þetta í grein eftir varaformann fjárlaganefndar. Því fer bara víðs fjarri að hann sé vaxtalaus fyrstu sjö árin. Hann ber 5,5% vesti allan tímann og bara vextirnir einir eru tvöföld sú upphæð sem áætlað er að skera niður í ár samkvæmt því sem  mér er sagt.

Á sama tíma og við þurfum að greiða af þessu láni þurfum við meðal annars að greiða kúlulán sem Ragnar Arnalds tók á sínum tíma.

Það eru því mjög miklar líkur á að við séum að samþykkja þjóðargjaldþrot með því að samþykkja þennan samning.  

Landfari, 7.7.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"þá verður Steingrímur J. að taka af skarið og leiða nýja þjóðstjórn" - af hverju Steingrímur?

Ingvar Valgeirsson, 7.7.2009 kl. 10:30

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eins og menn séu ekki farnir að melta stórfréttir dagsins.

Við þurfum ekki að greiða þessa Icesave-skuld Landsbankans. Hann fær einn að gera það, auk framlags frá Tryggingasjóði innstæðueigenda. OKKUR ber ENGIN SKYLDA til að borga þetta, sbr. áliti brezku lögfræðistofunnar, sem er forsíðufregn Moggans í dag og ég ræði um hér: Össur sat á brezku lögfræðimati sem sýndi að Bretastjórn hefur engin gild lagarök til að krefjast ábyrgðar Íslands á Icesave-milljarðahundruðum!

Nú blasir það eitt við, að afturkallað verði frumvarpið illa grundaða um ríkisábyrgð á Icesave. Annað væri pólitískt sjálfmorð þeirra flokka, sem að því standa, í komandi kosningum.

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 10:30

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Ingvar!

Ástæðan er einföld.

Sjálfstæðisflokkur mun ekki sætta sig við Samfylkingarmann sem forsætisráðherra  og Samfylkingin aldrei Sjálfstæðismann.

Sigmundur Davíð þarf að öðlast meiri þingreynslu áður en hann tekur við sem forsætisráðherra.

Það sama á við þingmenn Borgarahreyfingarinnar.

Steingrímur J. sá gamli pólitíski refur situr því einn eftir að hnossinu!

Hallur Magnússon, 7.7.2009 kl. 13:44

13 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki er það nú góður kostur, Hallur. Steingrímur hefur sýnt það undanfarna mánuði að það stenst ekkert sem hann segir. Hann búinn að tala sjálfan sig svo heiftarlega í hring að flesta myndi sundla við slíkar aðfarir. Steingrímur virðist hins vegar ekki átta sig á eigin hringsnúning.

Þar fyrir utan held ég að hann njóti ekki einu sinni óskoraðs trausts í eigin flokki.

Ég held að rétti maðurinn (karlinn eða konan) þyrfti að vera reynzlubolti sem er hvorki formaður né varaformaður eins stjórnmálaflokkanna.

Nei, ég er ekki með neinn sérstakan í huga.

Emil Örn Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 13:53

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Veit um slíka menn í öllum flokkum sem valda djobbinu!

Hallur Magnússon, 7.7.2009 kl. 14:08

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Steingrímur hefur sýnt það og sannað upp á síðkastið að setning úr ágætu lagi með Halla og Ladda, "þú getur ekkert nema rifið kjaft" á ágætlega við hann.

Sigmundur Davíð væri mun skárri kostur, svona til að nefna einhvern.

Ingvar Valgeirsson, 7.7.2009 kl. 14:20

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steingrímur J. Sigfússon – er hann ekki á leið í útlegð?

Össur, sem bað um lögfræðiálitið í Bretlandi og þykist ekki hafa séð það á pappír, en vissi vitaskuld um innihaldið, segir að eintak af því hafi farið í fjármálaráðuneytið!

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Við þurfum alls ekki þjóðstjórn. Samfylkingin hefur nú þegar gert of mikið af sér og er best kominn út í kuldanum um aldur og ævi. Komum á laggirnar stjórn hinna flokkanna og höfum borgarhreyinguna með.

Sigurður Sveinsson, 7.7.2009 kl. 15:46

18 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek undir með Sigurði. Höldum Samfylkingunni utan við þetta.

Emil Örn Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 16:03

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem Sigurður vekur máls á er mikilvægasta verkefnið í stöðunni. Einangra þarf Samfylkinguna og mynda þjóðarstjórn hinna flokkanna.

Á meðan Samfylkingin hefur til þess aðstöðu, mun hún halda áfram að valda okkur stórfelldu tjóni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 16:37

20 identicon

Satt best að segja Hallur, mínus þú að 80% leyti, þá eru athugasemdirnar hér komnar út í móa. Þjóðin þarf ekki nýja stjórn, því síður þjóðstjórn sem skv. skilgreiningu er ríkisstjórn allra flokka á Alþingi. Ef flokkarnir væru samstiga eða amk á svipuðum slóðum mætti skoða þá leið. Öllum ætti að vera ljóst að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru ekki í alvöru að meina það sem þeir segja. Þeir vita sem er að litlu verður breytt varðandi IC-samninginn. Stór hluti athugasemda hér er tilfinningastjórnmál líkt og halda með sama íþróttafélagi út lífið. Ég veit og með galopnum augum, að hreinsunarflokkarnir, SF og Vg, munu koma þjóðinni út úr þessu, með sæmilegri sæmd, og finna síðan fyrir refsivendi kjósenda. Þetta köllum við lýðræði sem Sókrates kaus að yfirgefa og tæma bikarinn með sátt. Augljóst er að ef samningurinn er fellldur þá ríkir óstjórn á Alþingi. Forsetinn á þá engan annan kost en að kalla til utanþingsstjórn. Við eigum dæmi um það við svipaðar aðstæður. Gott að kynna sér söguna, Hallur. Ég hef í sjálfur sér ekkert á móti Sjálfstæðisflokki, né Framsókn, en þessir tveir flokkar saman er hættuleg blanda. Viðurkenndu það Hallur ef þú telur þig vera félagshyggjumann. Skora á þig að svara því. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 22:56

21 Smámynd: Benedikta E

Hverslags fáránleika smjaður er í þér Hallur - þú hlýtur að fylgjast með þjóðmálunum - Ríkisstjórnin er ekkert til að halda uppá - það er ekki bara Össur sem á að segja af sér - Jóhanna og Steingrímur líka þau vinna öll gegn þjóðarhag leynt og ljóst - föðurlandssvik varða við lög.......

Þess er krafist að þau segi öll af sér! 

Benedikta E, 7.7.2009 kl. 23:16

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Skaut ekki upp hér einum vina Saddam Hussein Abd al-Majid al-Tikriti. Sú eyðimerkur-rotta hefði betur haldið sig í holunni sinni. Er meindýra-eyðirinn ekki líka að eltast við Svein Elías ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.7.2009 kl. 00:34

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eina leiðin til að fella Icesave samkomulagið er að veita stjórninni grið.

Sigurður Þórðarson, 8.7.2009 kl. 08:07

24 identicon

það hlaut að koma að því að þú myndir segja það. Málið snýst ekki um Icesave, eða ekki Icesave, málið snýst um að Framsóknarflokkurinn getur ekki hugsað sér annað en að sitja aðvöldum með einum eða öðrum hætti.

Vandamálið sem þið standið frami fyrir er þó ekki Samfylking eða VG, vandamálið ykkar er að þjóðin vill ekki sjá Framsóknarflokkinn nálgæt neinu sem heitir völd á næstunni. Ástæðurnar eru svo ljóslifandi fyrir framan nefið á okkur alla daga, að það er næstum því dónaskapur við almenning í þessu landi Hallur að láta það út úr sér að styðja slíkan félagsskap til valda á ný.

Reynið nú frekar að hysja upp um ykkur brækurnar og farið að vinna vinnuna ykkar á Alþingi - vinnu sem miðar að einhverju öðru en að fella ríkistjórn og komast sjálfir til valda.

Gunnar Axel Axelsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 08:53

25 identicon

Já, tek undir með ykkur, gefum bara frat í alþjóðasamfélagið, við erum Íslendingar. Skítt með það þó allt verði vitlaust og krónan okkar falli sem aldrei fyrr, förum eftir stjórnarandstöðunni, sem nú notar Icesave til að reyna fella stjórnina.

Valsól (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:00

26 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þið Zimbabwe sinnar verðið að axla ábyrgð og vera til í að mynda stjórn.

Torfkofastjórnin skal hún heita sú sem tekur við ef þessi fellur á Icesave.

.....og gleymdu því ekki að Steingrímur og Jóhanna hafa nú þegar fengið að reyna þá sælu að vera upp á SDG komin.

With a friend like SDG, who needs enemies?

Oddur Ólafsson, 8.7.2009 kl. 09:23

27 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég held að stór hlluti ykkar síðustu hafi ekki lesið það sem ég skrifa. Ekki í fyrsta sinn.

Gunnar Axel.

Verð sérstaklega í vonbrigðum með þig. Þú átt að vera betur læs.

"Það er engin ástæða fyrir núverandi ríkisstjórn að segja af sér þótt samkomulagið verði fellt. Þeim hefur verið boðin grið."

En ef núverandi ríkisstjórn springur vegna IceSave - þá er kominn tími á þjóðstjórn - segi ég.

Málið snýst nefnilega um IceSave og íslensku þjóðina - ekki Framsóknarflokkinn.

Gunnar Axel.

Þú átt að hafa að baki menntun til þess að geta lagt mat á tölur. Þú hefur greinilega gleymt því með IceSave. Þú átt líka að ahfa menntun til þess að greina gögn og upplýsingar. Þú hefur greinilega skilið það eftir í IceSave málunu.

Og Gunnar Axel. Þú ættir að tala varlega um valdagræðgi Samfylkingarmaðurinn.

Það sem Framsóknarflokkurinn er að gera á Alþingi er að veita nauðsynlega stjórnaandstöðu - á meðan Samfylkingin er að leiða Ísland til glötunar. Svo einfalt er málið.

Sveinn Elías.

Er ekki allt í lagi?

Hallur Magnússon, 8.7.2009 kl. 09:40

28 identicon

Framkoma Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna síðustu vikur er gjörsamlega til skammar. Þeir hafa sett ný met í lýðskrumi og viðbjóðsstjórnmálum. Það virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá þessu liði að kjörnir fulltrúar 80% þjóðarinnar hafa allir farið yfir Icesave málið, þ.e. Sjálfstæðismenn, Samfylking og Vinstri Grænir, og komist að þeirri niðurstöðu að hjá samningum verður ekki komist. Stór hluti Framsóknarmanna hefur einnig komist að þessari niðurstöðu. Sigmundur Davíð er eitt ömurlegasta dæmi um lýðskrumara sem ég hef séð í íslenskum stjórnmálum í langan tíma.

Mistök ríkisstjórnarinnar var að leyfa Steingrími J að skipa Svavar Gestsson sem leiðtoga samninganefndarinnar því hann hefur nákvæmlega ekkert traust og engan trúverðugleika. Þau mistök verða ekki lagfærð úr þessu og VG verður refsað fyrir þau í næstu kosningum.

Það versta við ríkisstjórnina er ekki Icesave samningurinn. Það er sú staðreynd að ég held að þessi ríkisstjórn verði gjörsamlega ófær um að skera niður í opinbera geiranum. Það er einstaka ráðherra sem tekur verkefnið alvarlega en til dæmis bendir ákaflega lítið til þess að Ögmundur eigi eftir að gera eitthvað af viti í þeim málum í því ráðuneytinu þar sem niðurskurðurinn er mest aðkallandi.

Framsóknarmenn hafa unnið ómælt tjón á Íslandi síðustu 20 árin. Það er spurning hvort þeir eru tilbúnir að gefa þjóðinni grið í þetta skiptið og halda sig til hlés.

Dude (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:53

29 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ísland er í raun gjaldþrota eða allavega að verða ófært um að greiða af skuldum sínum. Er ekki betra að við horfumst í augu við þann vanda sem fyrst og viðurkennum það? Er betra að halda áfram að ljúga að okkur sjálfum, taka fleiri lán, skuldsetja okkur og veðsetja allar eignir landsins?

Aukinn lántaka mun ekki leysa vanda okkar. Við verðum að standa vörð um þær eignir og þau verðmæti í þessu landi sem geta hjálpað okkur til þess að halda lífi í landsmönnum. Að gefa þessar eignir til Breta og Hollendinga vegna þess að þá getum við tekið fleiri lán til þess að fjármagna lífstíl sem við höfum ekki  efni á er einfaldlega sama eðlis og að pissa í skóinn sér til hitar. 

Fannar frá Rifi, 8.7.2009 kl. 10:14

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála síðast ræðumanni. Verðum að gera okkur grein fyrir vandanum og hafna því að gera börnin okkar að Ísþrælum.

Nú verður þjóðhollt fólk að  standa saman.

Sigurður Þórðarson, 8.7.2009 kl. 11:16

31 identicon

Manni fallast hendur og fyllist örvæntingu að því að lesa athugasemdirnar hér. Ef þetta er almennt hugarfar fólks, þá er best að fara pakka saman og koma sér héðan brott.

Ef við höfnum þessu Icesave rugli, þá erum við að segja að okkur sé ekki treystandi og samningar við okkur séu einskis virði. Þjóð sem á allt sitt undir utanríkisverslun væri að segja viðskiptaðilum sínum að við sjáum ekkert að því að svíkja og pretta ef það hentar þeim. Þá er vitnað í einhverjar heimasoðnar lagaflækjur til að friða eigin samvisku.

Þegar það að semja um þær skuldbindingar sem þjóðin hefur gengis við eru orðnar ógöngur. Sérstaklega þegar vandamálið sprettur frá stefnu framsóknarmanna um að gera Ísland að alþjóðafjármálamiðstöð. Bankarnir voru heilagar kýr sem voru tilboðnar sem slíkar, en sjaldan launar kálfur ofeldinu. Hlutur framsóknar er mikill, nýja fólkið ykkar gekk ekki í flokkinn í ár og hefur því veitt stefnunni stuðning sinn. 

Endurreisn atvinnulífsins mun felast í aukinni framleiðslu á vörum til útflutnings. Lykilatriðið er því lækkun viðskiptakostnaðar og þar skiptir traust miklu máli. Við aukum ekki traust á Íslandi með höfnun Icesave. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:19

32 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Magnús, samningar eru ekki gildir fyrr en þeir hafa verið undirritaðir. Milliríkjasamningar þurfa að fá staðfestinug löggjafarþings. Það er s.s. enginn samningur til staðar til að staðar við eða rjúfa. Taktu þessu rólega.

Það verður heldur enginn trúverðugri á því að samþykkja nauðasamninga. Vichy-stjórnin í Frakklandi hefur ekki fengið neitt sérlega góðan dóm í mannkynssögunni. Sú stjórn sem keyrir Æsseif-samkomulagið í gegn á Íslandi mun einnig verða dæmd af sögunni.

Emil Örn Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 12:50

33 identicon

Vichy hafði val á milli byssukjaftana og samninganna, frakkar keyptu sér tíma. Hver er svo DeGaulle í þessari samlíkingu þinni, það hlýtur að vera annar jafn sjálfumglaður einstaklingur.

Það er okkar val að borga ekki, en hvað felst í þessu vali? Við kvittuðum upp á samninga um frjálsa för fjármagns, en við áttum að hafa tryggingasjóði að baki þessara innistæðna. Það vorum við ekki með. Að taka við peningum í banka og skila þeim svo ekki aftur er ekkert annað en svik og prettir.

Að íhaldsmenn skuli vilja kvitta upp á svik og pretti í nafni Íslands það er mesta blóðskömmin að mínu mati. Hvernig getur þú síðan sagt að börn þín eigi að vera ábyrg og eyða ekki um efni fram og ávalt standa skil á skuldum sínum?

Þetta mál snýst um heiðarleika og orðheldni heillar þjóðar. Ef alþingi kvittar upp á að það sé í lagi að standa ekki við gerða samninga þá er orðstýr Íslands orðin að engu - Deyr fé deyja frændur.....

Við fáum sjö mögur ár til að safna í sarpinn fyrir þessum byrðum. En ég vill frekar bera byrðarnar í hljóði til að þurfa ekki að lúta höfði af skömm.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 15:21

34 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það vekur mér furðu og reiði, að maður eins og Magnús Bjarnason skulu leyfa sér að bjóða upp á slíkan þvætting. Magnús segir um sjálfan sig:

Ég er fæddur og uppalin á Ísafirði. Lauk stúdentsprófi frá FB, BS í viðskiptafræði frá HÍ og mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá GBS (Gautaborg).

Magnús hefur greinilega ekkert kynnt sér málið, sem hann er að fjalla um. Hann veit ekki, að samkvæmt Tilskipun 94/19/EB um innlána-trygginga-kerfi bera aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins enga ábyrgð á trygginga-greiðslunum, svo framarlega sem þau hafa komið kerfinu á fót samkvæmt tilskipuninni.

Magnús ætti jafnframt að vita, að minnisnótur (MoU) hafa venjulega enga lagalega þýðingu og ef þeim er hafnað þá er í versta falli verið að ómerkja þá sem kvittuðu undir. Við erum ekki að "svíkja og pretta" með því að standa við gerða samninga.

Maður með þína menntun ætti líka að kannast við það ákvæði alþjóðasáttmála sem nefnist "rebus sic stantibus". Þetta ákvæði ógildir óvæntar hremmingar eins og Icesave. Þjóðréttarlega eru engar forsendur til að legga svona skulda-klafa á þjóðina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.7.2009 kl. 15:36

35 identicon

Sæll Loftur

Það sem þú berð á borð hér eru lögfræðilegar hundakúnstir og útursnúningar. Það er engin reisn eða stollt yfir svona málflutningi, sértaklega fyrir mann sem meðlimur í samtökum um vestræna samvinnu. Sem er svo furðulostin og reiður yfir því að e-h óttist um stöðu í Íslands í vestrænu samstarfi. 

Nei, ég veit ekkert um "rebus sic stantibus" eða e-h lögræðilegar leiðir til að standa ekki við gerða samninga. Að þú skulir þekkja slíkar leiðir þá sýnir það að þinn hugur til vestrænnar samvinnu er ekki heill. 

Að DO og AM skulu hafa kvittað undir Memorandum of Understanding, (er þetta ekki frekar yfirlýsing um sameiginlegan skilningi ,minnisnótur eru memo eða minuets). Þá sýnir það að staða Íslands í vestrænu samstarfi sé í hættu. Því aðrar vestrænar þjóðir túlka þessar lögfræðileguæfingar sem "svik og pretti".

Ísland á að standa hnarreyst í samfélagi þjóðanna. Ef það krefst þess að við þurfum að bera þungar byrðar þá það. Það eru ekki beisnir menn sem væla um léttari byrðar á meðan stolltir menn óska eftir sterkari bökum.

Við munum þurfa að framleiða okkur úr þessum vanda, sama hvernig fer. Til þess þurfum við hafa aðgang að erlendum mörkuðum og traust! Ef það e-h sem svíarnir kenndu mér er verðgildi trausts.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:40

36 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Magnús, mikil er speki þín: Lögfræðin skiptir engu máli.

Emil Örn Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 19:35

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Magnús, ég skil að þú áttar þig villu þinni og ferð þess vegna undan í flæmingi. Ég verð að hryggja þig með að samstarf (Vestrænt eða annað) sem byggist á kúgun eins aðilans af hinum er ekki mikils virði. Ef Vestrænar vinaþjóðir telja það viðeigandi að þverbrjóta lög á minnsta aðildarríkinu, þá vaknar stór spurning um hugtakið vinátta.

Að því er ég bezt veit, hefur ekki verið farið yfir lögfræðileg atriði málsins, með "vinum og bandamönnum". Það eru fjármálaráðuneyti og líklega seðlabankar nokkura landa sem komið hafa að málinu. Ef þeir telja sig hafa haldbær lagarök, skulu þeir sækja mál sitt fyrir dómþingi Íslendska ríkisins. Ég treysti mér einn til að verja málið og fara með sigur. Að auki skal ég gera þetta ríkinu að kostnaðarlausu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.7.2009 kl. 20:12

38 identicon

Rakst á áhugaverða grein um bankahrunið:

http://mises.org/story/3499#

H (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 10:57

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi Magnús Þór Bjarnason viðskiptafræðingur mælir í sífellu með málstað fjandmanna þjóðar okkar. Nú er komið að honum að gera iðrun og yfirbót, eftir að komið er í ljós, að ekki aðeins lét ríkisstjórnin og samninganefndin snuða sig um 50–100 milljarða, auk þess að leggja á okkur óheyrilegar vaxtagreiðslur, heldur eru nú komin fram áður falin lögfræðiálit erlendis frá fyrir því, að okkur beri alls ekki að borga þessar Icesave-skuldir Landsbankans. Magnús Þór hyggur að "heiðarleiki og orðheldni heillar þjóðar" (Íslendinga) sé hér í húfi, sem og orðstír hennar, en ég fæ ekki betur séð en hans eigin orðstír sé nú í húfi, vegna óverðskuldaðra árása á þá, sem verja þjóðina gegn ómaklegri árás, og að hann eigi að snúa við blaðinu í málflutningi sínum, því að einungis ruddar meðal þjóða munu ætlast til þess af Íslendingum að borga það sem þeir eiga ekki að borga. Við einfaldlega kynnum okkar málstað og neitum að borga. Verði Bretar með læti, höfum við ennþá hærra um rangindi þeirra, en auglýsum það um leið, að vel geta þeir reynt að sækja meintan "rétt" sinn. Varnarþing íslenzka ríkisins er fyrir íslenzkum dómstólum.

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 17:43

40 identicon

Churchill sagði um bandaríkjamenn að það væri hægt að treysta á þá að taka rétta ákvörðun - eftir að þeir hafa prófað allar aðrar leiðir. Mig grunar að það sama eigi við um íslendinga. 

Icesave Landsbankans var ekkert annað en ponzi brella. Því miður þá var þessi svikamylla unnin með fullri vitneskju og leyfi íslenskra stjórnvalda. Þessi stjórnvöld voru réttkjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Þegar skuldatryggingarálagið byrjar að rjúka upp þá áttu bankarnir að byrja að selja eignir, en í stað þess þá er lagt í að safna innlánum. Þetta hefði átt að vekja grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Í stað þess þverskallast stjórnvöld við og taka upp afneitunarstefnu um að allt sé í lagi. Hrunadansinn var stigin til hins hinsta. 

Ég get ekki fyrir mitt leiti séð neitt af kröfu breta og hollendinga - komið fram við okkar þegna alveg eins og þið komið fram við ykkar þegna. Við fengum leyfi og var treyst til þess að stunda fjármálaviðskipti í öðrum löndum skv. EES samningnum. Það sem þessar lögfræðiæfingar eru að segja er að öðrum evrópuþjóðum var andskotans nær að treysta okkur.

Við erum eyland sem ekki er sjálfbært, við þurfum á utanríkisverslun að halda og að samskipti okkar við okkar viðskiptaþjóðir sé sem best. Að álíta viðskiptaþjóðir sem fjandmenn er að mínu mati óábyrg afstaða, við vinnum ekkert með svona "hlustaðu á mig ófétið þitt" viðhorf. Ísland vinnur ekkert með því að reka einangrunarstefnu - það er leiðin til fátæktar.

Ps. Kæri Hallur biðst velvirðingar á því að nota vetfang þinn til umræðna við aðra aðila. kv.Magnús

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:27

41 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Magnús Þór Bjarnason heldur áfram að hampa málstað fjaldmanna okkar. Það er honum til ævarandi skammar. Hann skilur ekki banka-viðskipti fremur en tryggingamál. Hann hefur aldrei heyrt talað um efnahags-kreppu fyrr en slíkt skeði á Íslandi. Rétt lög og réttlæti nefnir hann "lögfræði-æfingar".

Ég er þeirrar skoðunar, að Magnús sé að verja persónulega hagsmuni. Hann er tilbúinn að fórna hagsmunum þjóðarinnar svo að hann sjálfur fái haldið eigin ávinningi. Þetta er ámælisverður aumingjaskapur og fágæt undirgefni við erlendt vald.

Það er ekki bara eðlilegt að við stöndum á rétti okkar, heldur er það skylda. Það er ekki bara skylda gagnvart óbornum Íslendingum heldur einnig gagnvart öllum heiðarlegum Jarðarbúum. Með því að beygja okkur í duftið fyrir ofbeldisfullum nýlenduveldum, værum við að gefa fordæmi sem notað yrði gegn öðrum smáum þjóðum og minnihluta-hópum. Með samþykkt Icesave-samningsins værum við að viðurkenna, að við ættum ekki skilið að vera áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.7.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband