Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum!
31.5.2008 | 23:30
Alveg eru þetta ótrúlega miklir Framsóknarmenn þarna í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum. Það eru bara Framsóknarmenn sem fatta upp á svona flottum Salómónsdómi - skítugu börnin Evu, kjörmennirnir í Flórída og Michican fá að kjósa - en atkvæðið telur bara helming á við alla hina á flokksþinginu sem velur forsetaframbjóðanda Framsóknarflokksins í Bandaríkjunum. Það er refsingin fyrir óþekktina að fara ekki eftir fyrirmælum flokkstjórnarinnar!
Þetta verður náttúrlega til þess að framlengja baráttu þeirra Framsóknarmannsins Barak Obama og Hillary Rodham Clinton um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins og vonandi næsta forseta Bandaríkjanna!
Besta lausnin fyrir Bandaríkin og heiminn allan er að þau Hillary og Rodham Clinton komi sér saman um að taka slagin saman - og rúlla yfir Repúblikana í komandi forsetakosningum!
Sjá einnig: Yfirgangur, hroki og tvískinnungur! og Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!
Umdeildir fulltrúar fá hálft atkvæði hver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rak Sjálfstæðisflokkurinn rangan stjóra?
31.5.2008 | 20:27
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið rangan stjóra þegar þeir ráku Guðmund Þóroddsson fyrrum forstjóra Orkuveitunnar fyrir síendurtekin aflgöp Sjálfstæðisflokksins, en eins og menn muna þá var Guðmundur að vinna í umboði borgarstjóra Sjálfstæðiðisflokksins á sínum tíma gegn meintri stefnu meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna í Reykjavík!
Hugsanlega ættu þeir að reka einhvern annan stjóra til viðbótar til að ná aftur fylginu!
Til dæmis strætisvagnastjóra!
Nei, þeir voru víst búnir að því á dögunum. Sá var víst trúnaðarmaður hjá strætó!
Þeir hljóta að geta fundið einhvern annan stjóra!
En alls ekki borgarstjórann, sbr. fyrri pistil minn Ólafur Friðrik borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins?
Raunverulegur leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hlýtur að finna einhvern stjóra til að reka - það er ef raunverulegur leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksons finnst!
Hver er eiginlega raunverulegur leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins?
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirgangur, hroki og tvískinnungur!
30.5.2008 | 16:45
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna var samkvæm stefnu bandarískra stjórnvalda undanfarinna ára sem byggt hefur á yfirgangi, hroka og tvískinnungi með viðbrögðum sínum við löngu tímabæra þingsályktunartilögu Alþingis þar sem ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu er fordæmd og Bandaríkjamenn hvattir til að loka búðunum.
Þessi yfirgangs, hroka og tvískinnungsstefna Bandaríkjastjórnar hefur verið ógnun við lýðræði og mannréttindi víða um heim, á sama tíma og Bandaríkjamenn hreykja sér af lýðræði og mannréttindum. Ríkisstjórn þjóðar sem með réttu ÆTTI að vera raunverulegur málsvari lýðræðis og mannréttinda!
Það er vonandi fyrir heimsbyggðinna Bandaríkjamenn hristi af sér slyðruorðið og kjósi forseta og ríkisstjórn út í hafsauga. Má ég þá frekar sjá blökkumanninn Barak Obama eða konuna Hillary Rodham Clinton en blökkumanninn og konuna Condoleezza Rice við stjórnvölinn. Það er ógnvekjandi að hugsa til þess að ef John McCain nær kjöri sem forseti þá gæti Condoleezza Rice orðið varaforseti eða að minnsta kosti utanríkisráðherra!
Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Enn vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti!
30.5.2008 | 12:37
Enn er vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti! Þetta er með ólíkindum! Hvort ætli hafi verið óraunhæft - tilboð sem fyrir lá - eða kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar?
Hvar ætli Sundabrautin sé í ferlinu? Föst hjá Vegagerð sem þrjóskast við að fara bestu leiðina og að vilja borgarstjórnar Rerykjavíkur - það er gangnaleiðina? Eða á borði hins málglaða samgönguráðherra - sem þó þegir þunnu hljóði yfir Sundabraut - en gjammar um Vaðlaheiðagöng?
Spyr sá sem ekki veit!
En ég verð að hrósa Vegagerðinni fyrir Óseyrarbrúnna og fumlaus vinnubrögð hennar í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi. Þeim er ekki alls varnaðar - enda flottir verkfræðingar - þótt þeir setti í endalausar dellur - eins og 2+1 delluna og andstöðu við Sundagöng!
Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kíló af kartöflum á 1250 krónur í Hagkaup!
29.5.2008 | 23:21
Þeir í Hagkaup voru að reyna að plata inn á mig kartöflum á 1250 krónur kílóið! Mér fannst það aðeins of dýrt og skilaði kartöflubakkanum á kassanum. Varð að dröslast með kartöflurnar þangað því þær voru ekki merktar í hillunni.
Reyndar var um að ræða niðurbrytjaðar kartöflur í álbakka með einstaka bút af sætum kartöflum - svona 5% af heildinni - sem ætlaðar voru beint á grillið. Þeir kölluðu þetta líka kartöflusalat - en innihaldið var þó bara brytjaðar kartöflur - hefðbundnar og sætar - með smá jurtaolíu.
En mér er alveg sama - 1250 krónur kílóið!
Ætli doktor Gunni viti af þessu?
(Álbakkinn 400 gr. var á 499 kr)
Borgarráð beiti sér fyrir Bitruvirkjun!
29.5.2008 | 14:47
Borgarráð á að beita sér fyrir Bitruvirkjun sem stjórn Orkuveitu Rerykjavíkur blés af í vanhugsuðu taugaveiklunarkasti án þess að kryfja málið til mergjar í kjölfar álits Skipulagsstofnunar um umvherfisáhrif, en Skipulagsstofnun hefur lýst því yfir að stofnunin hafi ekki verið að leggjast gegn" eða hafna" byggingu Bitruvirkjunar!
Mynd mbl.is með fréttinni Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð er lýsandi fyrir málflutning andstæðinga Bitruvirkjunar, því þar sést ósnortin, falleg náttúra og myndatextinn: "Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun".
Með myndbirtingunni er gefið í skyn að um sé að ræða algerlega ósnortið svæði og vísað til hins víðfeðma Hengilssvæðis. Ég hefði kosið að myndin sýndi rafmagnsmöstrin og rafmagnslínurnar sem liggja nánast yfir þann stað sem Bitruvirkjunin átti að rísa!
Ef ekki er unnt að byggja vistvæna virkjun við Bitru - þá getum við alls ekki byggt virkjanir til umhverfisvænnar raforkuframleiðslu!
Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breiðari samstaða - betri lög!
29.5.2008 | 11:45
Það er skynsamlegt hjá ríkisstjórninni að fallast á frestun afgreiðslu frumvarps um stjúkratryggingar og nota sumarið til að vinna að endanlegum frágangi. Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið, heldur á það að fá þann tíma sem þarf til að fullvinna vandaða lagasetningu í stórmálum sem þessu.
Ég hef fulla trú á því að nokkuð breið samstaða muni nást um lagasetninguna ef vel er unnið í sumar og heilbrigðisráðherrann samþykkir sveigjanleika, því þótt ýmislegt orki tvímælis í frumvarpinu sem stjórnarandstaðan er ekki fullsátt við á þessari stundu, þá er margt til mikilla bóta.
Það er betra að afgreiða lög um svo veigamikil mál með breiðari pólitískri samstöðu heldur en að keyra stjórnarfrumvörp í gegnum þingi, nánast með ofbeldi. Það er einn lærdómurinn sem ríkisstjórn og Alþingi ætti að hafa lært af afdrifaríkum mistökum fyrri ríkisstjórna!
Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðara og sterkara Alþingi takk!
28.5.2008 | 09:37
Lokaorð greinar Þórlindar Kjartanssonar formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna í Fréttablaðinu er nánast eins og töluð úr mínu hjarta:
"Sterkt og sjálfstætt þing á að vera mótvægi við skriðþunga framkvæmdavaldsins. Það er ennfremur líklegt til þess að standa betur vörð umréttindi einstaklinga en stofnanir; enda er það svo að flest mál sem varða frelsi einstaklinga eru sett fram að frumkvæði óbreyttra þingmanna. Þessum málum, eins og öðrum þingmannamálum, er fórnað í þinghaldinu til þess að löggjöf frá ríkisstjórninni fái greiðari siglingu. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, nema ef þjóðkjörnir þingmenn sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórnarinnar en ekki sjálfstæður hluti ríkisvaldsins."
Reyndar á það ekki að vera mál þingmanna að sætta sig við að vera undirstofnun ríkisstjórna! Almenningur á rétt á því að þeir gegni hlutverki sínu sem ábyrgt löggjafarvald óháð framkvæmdavaldinu!
Það er óþolandi hvernig Alþingi er og hefur verið afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið - ríkisstjórnina - núverandi og þær sem áður haga setið.
Alþingi á að vera sterkt og sjálfstætt.
Þess vegna er það forgangsatriði að ráðherrar segi af sér þingmennsku meðan þeir gegna ráðherraembætti og kalli inn varamenn til setu. Þess vegna er það forgangsatriði að styrkja þingið og þingmenn í störfum sínum. Þess vegna á að heimila þinginu að setja á fót sértakar þingnefnir til að skoða einstök mál er upp kunna að koma - án aðkomu ríkisvaldsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins!
27.5.2008 | 20:54
Ég veit að ég er smá litaður, en svona bókmenntalega séð - er þetta ekki skemmtilegur texti hjá Guðna!:
Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan.
Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu.
Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi," .
Svona óháð allri pólitík - þá er þetta skemmtilega gert - er það ekki!
PS.
Einhverra hluta vegna datt mér í hug eftirfarandi gullkorn úr bókmenntasögunni þegar ég hafði lesið nokkrar athugasemdir við þetta blogg:
"Hvað er að heyra þetta barnið gott, sagði Björn á Leirum. Heldurðu að ég taki í mál að þú með þetta gula hár og svona rjóð í kinnum og einsog nýhnoðuð skaka á kroppinn farir að leggjast á torfusnepil útí kofa mín vegna? Nei þó við séum handfljótir að kaupa og selja hross, þá erum við ekki svona fljótir að senda af okkur stúlkurnar! Láttu mig leggja koddann þann arna til mín einsog jómfrúin sem leysti dýrið forðum tíð."
... og svo var gullpeníngur í gluggakistunni daginn eftir, munið þið!
"... Kvenmaður fær bara einn gullpening ... Síðan fær hún tómt silfur..."
Ríkisstjórn brostinna vona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hús enn hleruð á Borgarfirði eystra!
27.5.2008 | 07:59
Hús eru hleruð á Borgarfirði eystra á hverjum vetri - eftir því sem ég kemst næst! Mér brá mjög fyrst þegar ég bjó á Borgarfirði og heyrði að hús væru reglulega hleruð, en róaðist þegar ég heyrði skýringuna!
Það er nefnilega ekki um samskonar hlerun að ræða og fjallað er um í njósnafrétt Morgunblaðsins, heldur er um að ræða aðgerðin að setja hlera fyrir glugga húsa sem snúa í suðurátt. Það háttar nefnilega þannig á Borgarfirði eystra að það koma ótrúlegir hvellir í ofsaroki á veturna, byljir sem hafa hreinsað glugga úr suðurhlið húsa!
Reyndar var plexigler í suðurglugganum í eldhúsinu í skólastjórabústaðnum Þórshamri þar sem ég bjó þetta ár sem ég kenndi á Borgarfirði eystra! Mér var sögð saga um tilurð plexiglersins - hvort sem sú saga sé sönn eða ekki.
Það var þannig að nýr skólastjóri þrjóskaðist við að hlera gluggann. Þegar fyrsta alvöru rokið kom hætti honum að lítast á blikuna. Sem betur fer var uppkominn sonur hans í heimsókn. Þeir feðgar fóru því út með hlerann og hugðust setja hann fyrir gluggan, en þá vildi ekki betur til en vindhviða feykti hleranum - og syninum - úr höndum skóalstjórans og hefur hvorugúr sést síðan - hvorki hlerinn né sonurinn!
Væntanlega er sannleikskorn í sögunni - en líkur á því að einungis hlerinn hafi fokið á haf út - en sonurinn farið til síns heima í kjölfarið!
Eftir þetta var bara sett plexigler í gluggann!
En reyndar er næstum alltaf gott veður á Borgarfirði eystra - og gott að búa þar!
Upplýsingavefur um Borgarfjörð eystra!
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)