Yfirgangur, hroki og tvískinnungur!

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna var samkvæm stefnu bandarískra stjórnvalda undanfarinna ára sem byggt hefur á yfirgangi, hroka og tvískinnungi með viðbrögðum sínum við löngu tímabæra þingsályktunartilögu Alþingis þar sem ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu er fordæmd og  Bandaríkjamenn hvattir til að loka búðunum.

Þessi yfirgangs, hroka og tvískinnungsstefna Bandaríkjastjórnar hefur verið ógnun við lýðræði og mannréttindi víða um heim, á sama tíma og Bandaríkjamenn hreykja sér af lýðræði og mannréttindum. Ríkisstjórn þjóðar sem með réttu ÆTTI að vera raunverulegur málsvari lýðræðis og mannréttinda!

Það er vonandi fyrir heimsbyggðinna Bandaríkjamenn hristi af sér slyðruorðið og kjósi forseta og ríkisstjórn út í hafsauga. Má ég þá frekar sjá blökkumanninn Barak Obama eða konuna Hillary Rodham Clinton en blökkumanninn og konuna Condoleezza Rice við stjórnvölinn.  Það er ógnvekjandi að hugsa til þess að ef John McCain nær kjöri sem forseti þá gæti Condoleezza Rice orðið varaforseti eða að minnsta kosti utanríkisráðherra!


mbl.is Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða skýrslu er hún að tala um ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það kom fram hjá Rice að það sé vilji hjá Bush að loka Guantanamo en spuriningin er sú hvað á að gera við allt það hættulega fólk sem þar er. Ég vona að okkar ágætu þingmenn lesi skýslu þingmannanefnarinnar um Guantanamo sem Rice sagðist ætla koma til þeirra. Þingmenn eru nú komnir í frí fram í Október og ættu því að hafa nægan tíma til þess að kynna sér innihald skýrslunnar.
Ég treysti Bandarísku þjóðinni til þess að velja reyndasta og hæfasta manninn og með Rice sem varaforseta ættum við ekki að sjá of miklar breytingar.

Óðinn Þórisson, 31.5.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fannst svolítið merkilegt að sjá hvernig hún snupraði Alþingi og Utanríkisráðherra við afhendinguna á mótmælunum, kallað þau nánast illa upplýsta vitleysinga sem væru að þvaðra einhverja vitleysu og fara með rangt mál.

Svo bugtaði liðið sig bara eins og barðir rakkar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.5.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Af hverju er alltaf verið að staglast á mannréttindum þegar ein þjóð vinnur gegn hryðjuverkum. Af hverju er ekki hamrað á hryðjuverkamönnum af mannréttindafrömuðum. Þetta er með eindæmum hve fólk í raun hjálpar þessum terróristum.  

Hér eru lýsingar af 10 verstu fangelsum í heiminum. Ef þið lesið þetta þá sjáið þið að ekki einu orði minnst á Gvantanamó. Þið sjáið af hverju. Þarna er líka sögð ástæða fyrir að sellurnar eru ekki lokaðar eins og á LitlaHrauni. Það er líka sagt í þessari grein/könnun að það eru í hundraðatali lítil fangelsi sem eru jafnvel verri en top ten. http://www.askmen.com/toys/top_10_100/141_top_10_list.html

Valdimar Samúelsson, 31.5.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband