Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skynsamlegt hjá Geir!

Það er afar skynsamlegt hjá Geir Haarde forsætisráðherra að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, enda hætta á því að arður almennings af slíkum skattalækkunum færi fyrir lítið í verðbólgubálinu ef af þeim yrði við núverandi aðstæður.  Þá er betra að bíða - svo skattalækkanir verði almenningi til góða.

Þetta er í takt við blogg mitt Matarskattslækkun mistök?

Hins vegar geta þeir sem eru á lægstu laununum - og ummönnunarstéttirnar - ekki beðið eftir lífsnauðsynlegum kjarabótum. Það verður hins vegar vandi að finna lausn á því vandamáli án þess að hreyfa við verðbólgu - en þá lausn verður samt að finna!!!

Mín tillaga er að í stað þess að hækka skattleysismörk - sem auka kaupmátta allra - líka hinna hæst launuðu - þá verði skilgreind ákveðin lágmarksframfærsla.  Þeir sem ekki ná tekjum til að standa undir slíkri framfærslu fái greiddar lágtekjubætur svo lágmarksframfærslumarki verði náð.


mbl.is Skattalækkun frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir íbúðalána rétt yfir meðallagi!

Mikið er rætt um afar háa vexti íbúðalána um þessar mundir, en staðreyndin er sú að vextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs eru rétt yfir meðallagi tímabilsins 1993-2007. Þá ber að hafa í huga að vextir banka og sparisjóða hafa ekki enn náð því háa vaxtastigi sem var á slíkum lánum bankanna fyrir ágústmánuð 2004. Það er heldur ekki lengra síðan en í águst 2002 sem raunvextir húsbréfalána voru hærri en núverandi útlánavextir Íbúðalánasjóðs.

Reyndar eru núverandi vextir Íbúðalánasjóðs heilum 4% lægri en hæstu raunvextir húsbréfalána sem náðu 9,5% á tímabili árið 1991.

Staðreyndin er sú að vextir húsbréfalána voru iðulega á bilinu 5,5%-6,05% eins og sjá má á meðfylgjandi töflu sem byggir á upplýsingum frá Seðlabankanum um ávöxtunarkröfu húsbréfa og útlánavexti Íbúðalánasjóðs tímabilið 1993-2007.´

Ástæða þess að almenningur áttar sig ekki á þessu er eðli húsbréfakerfisins sem lagt var af sumarið 2004.  Húsbréfin báru fasta vexti, en raunverulegir vextir komu fram í afföllum - eða yfirverði - á hverjum tíma fyrir sig. Afföllin voru ekkert annað en fyrirframvaxtagreiðsla á mismuni fastra vaxta húsbréfanna - lengst af 5,1% - og raunvöxtum sem birtust í ávöxtunarkröfunni - sem oft var á bilinu 5,5% - 6,05% - og var reyndar 7,6% í upphafi þess tímabils sem meðfylgjandi tafla sýnir.

 vaxtaþróun


Fyndinn - en óheppilegur misskilningur Markaðarins

Það er fyndinn en fyrir mig óheppilegur misskilngur Markaðarins - fylgiblaðs Fréttablaðsins - sem birtist á baksíðu þess annars ágæta blaðs í dag.

Í "frétt" blaðsins segir að ég hafi sagt upp störfum vegna þess að ég muni á næstunni verða snupraður fyrir frægan tölvupóst sem ég sendi fyrir löngu síðan af misgáningi á allan tölvupóstlistann minn hjá Íbúðalánasjóði, með útúrsnúningi úr auglýsingum Kaupþings, sem þá höfðu gengið um í netheimum um skeið.

Þetta er fjarri lagi!  Guðmundur Bjarnason snupraði mig samdægurs fyrir þessi mistök - sem eftir á að hyggja voru dálítið kímin. Það stendur ekki til að gera það aftur svo ég viti -  enda farið að styttast í að ég verði yfirhöfuð snupraður sem opinber starfsmaður þar sem ég á bara mánuð eftir sem slíkur!

Raunveruleg ástæða þess að ég hætti hjá Íbúðalánasjóði er einföld. Ég er búinn að vinna þar í rúm 8 ár og taka þátt í mörgum spennandi verkefnum. Mér fannst bara komið nóg og réttur tími til að skipta um vettvang. Flóknara er það ekki.

Á þessum 8 árum hef ég öðlast mikla og víðtæka reynslu sem bættist við reynslubankann sem var töluverður fyrir.  Ég hef tekið þátt í miklum breytingum á starfsemi Íbúðalánasjóðs og í starfi þar átt samskipti og samstarf við fjölmarga öfluga aðila - innan lands og utan. 

Á síðasta ári var ég lánaður í sérverkefni í 6 mánuði til norska Húsbankans. Það var frábær tími og frábær reynsla. Í kjölfar þess fékk færeyska Almanna- og heilsumálaráðið mig til ráðgjafar vegna endurskipulagningar húsnæðismála í Færeyjum. Það var mjög spennandi og gefandi verkefni.

Það er ekki hvað síst á grunni jákvæðrar reynslu við vinnslu þessara nýlegu verkefna sem ég ákvað að stofna um mig fyrirtæki og reyna fyrir mér á vettvangi sjálfstæðrar ráðgjafar og sérfræðivinnu, þótt ég sé að sjálfsögðu einnig á útkíkkinu eftir nýju spennandi starfi ef það býðst!

Vegna þess að hin fyndni, en óheppilegi misskilningur Markaðarins, gæti orðið til þess að einhverjar efasemdir vöknuðu um getu mína og hæfni á þeim vettvangi sem ég hyggst nú halda inn á, fyrst um sinn í það minnsta, birti ég texta annarsvegar umsögn Hans Pauli Strøm, félags- og heilbrigðismálaráðherra Færeyja og hins vegar meðmælabréf frá Ronnie Thomassen verkefnisstjóra fyrrgreindra breytinga hjá Almanna- og heilsumálaráðinu vegna verkefna minna í Færeyjum: 

 Udtalelse vedrørende Hallur Magnússon

Hallur Magnússon har i 2007 ydet konsulenthjælp i forbindelse med arbejdet med den aktuelle færøske boligreform, som er det mest omfattende boligpolitiske initiative på Færøerne i de seneste 40 år.

I sin rådgivning har Hallur Magnússon koncetreret sig om den økonomiske aspekter af boligreformen. Han har udført er høj kvalificeret fagligt og professionelt arbejde, som har været af væsentlig betydning for den endelige udformning af boligreformen.

                                        Hans Pauli Strøm   Social- og sundhedsminister

Udtalelse vedrørende Hallur Magnússon 

I foråret og sommeren 2007 har Hallur Magnússon som konsulent været tilknyttet arbejdet med den færøske boligreform. Boligreformen bestod af en ny lejelovgivning, en ny lov om andelsboliger, samt en finansiel reform som omfattede en række ændringer af de eksisterende tre boligfonde.

 

Hallur Magnússon har primært rådgivet i forbindelse med boligreformens finansielle del, og i forbindelse med udarbejdelsen af visse dele af andelsboliglovgivningen. Samarbejdet med Hallur har været forbilledligt, og han har i sit arbejde vist gode evner til at påvise og analysere de centrale problemstillinger på de områder han har rådgivet. De løsningsforslag Hallur har foreslået har ligeledes været af sådan en kvalitativ karakter, at de direkte kunne anvendes til at foretage de nødvendige justeringer og ændringer af lovkomplekset. Min vurdering som projektleder er således den, at det havde krævet væsentligt flere ressourcer at opnå de samme resultater i lovgivningsarbejdet, hvis Hallur Magnússon ikke havde været tilknyttet projektet.

 

Helhedsvurderingen af Hallurs rådgivning i forbindelse med den færøske boligreform er, at denne har været af høj faglig og professionel kvaltet. Jeg kan på denne baggrund give Hallur Magnússon mine bedste anbefalinger.

                                                                 Ronnie Thomassen   projektleder

 

 


Gagnaveitan áfram almenningsveita

Það er fagnaðarefni að Gagnaveita Reykjavíkur, þetta verðmæta dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, verði áfram almenningsveita. Það er æskilegt að til staðar sé trygg gagnaveita sem sjái fyrirtækjum og heimilum örugga ljósleiðaratengingu á hóflegu verði.

Tilvist veitunnar tryggir samkeppni - í stað fákeppni - og þar af leiðir lægra og stöðugra verð til neytenda en ella.

Hafa ber í huga að um er að ræða veitu sem tryggir söluaðilum stafrænnar þjónustu, stórum og smáum, aðgang að heimilum almennings. Það tryggir samkeppni að hafa almenningsgagnaveitu sem valkost í stað þess að mögulega þurfa einungis að reiða sig á stóra, sterka einkaaðila í fákeppni sem nýta fákeppnisaðstöðu sína til að hygla dreifingu efnis eigin fyrirtækja á kostnað annarra.


mbl.is Hætt við að selja Gagnaveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með Talsmanni neytenda!

Ég tek undir vandaða og málefnalega gagnrýni Talsmanns neytenda á ákvæði í frumvarpi til laga um fyrningu kröfuréttinda. Í frumvarpinu er lagt til að lengja nýjan fyrningarfrest í kjölfar aðfarargerðar úr 4 árum í 10 ár. Talsmaður neytenda leggst eðlilega gegn þessu ákvæði þó hann mæli með þessu tímabæra frumvarpi að öðru leiti.

Sannleikurinn er nefnilega sá að erfiðleika fjölskyldna þeirra sem lenda í gjaldþroti eru nægir - þótt ekki verði farið að framlengja upp í 10 ár fyrningarfest í kjölfarið aðfararaðgerðar.

Minni enn og aftur á nauðsyn þess að styrkja embætti Talsmanns neytenda. Það er mikilvægt baráttumál neytenda.

Svo er nú það!


Verðtryggingin betri 1990 - 2004

Í umræðunni að undanförnu hafa "fjármálasérfræðingar" af öllum tegundum og gerðum haldið því á lofti að myntlán og óverðtryggð lán væru betri en verðtryggð lán í íslenskum krónum. Þetta er rétt hjá þeim - ef við horfum á handvalin tímamörk sem hentar röksemdafærslu þeirra.

Eftir að hafa snuprað hinn duglega og málefnalega Talsmann neytenda á vefsíðu minni vegna afstöðu hans til verðtryggingar - þá hef ég fengið nokkra ábendingar um röksemdafærslur sem styðja mitt mál.

Ein ábendingin var að Guðmundur Ólafsson, hinn skemmtilegi hagfræðingur, sem ætíð stendur af sér tízkustrauma, enda öflugur á velli, hafi sýnt fram á að ef aðrir mælipunktar eru valdir, td. tímablið 1999-2004, þá hefði verðtryggingin verið betri!

Þetta má sjá á færslu Guðmundar sem ég vil kalla: Lobbi um verðtryggingu!

Það hefur hins vegar ekki verið í tízku að halda slíku fram! 

Afstaðan gegn verðtryggingu hefur nánast verið eins og trúboð - en ástæða til að halda öllum kostum og göllum til haga.

Svo er nú það!


Sjómannadagsráð og langafi minn Sigurjón á Garðari

Í dag eru liðin 70 ár frá því langafi minn Sigurjón Einarsson skipstjóri, oftast kenndur við togaran Garðar frá Hafnarfirði, stofnaði Sjómannadagsráð ásamt Henry Hálfdánarsyni og fleirum.

Langafi minn átti eftir að starfa að framgangi Sjómannadagsráðs allt sitt líf. Fljótt eftir stofnun Sjómannadagsráðs hóf það fjársöfnum til byggingar dvalar- og elliheimilis fyrir aldraða sjómenn. Sigurjón langafi minn hélt í land árið 1957 til þess að taka við sem fyrsti forstjóri Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þá voru 20 ár liðin frá stofnun Sjómannadagsráðs.

Á Hrafnistu ríkti Sigurjón sem forstjóri í 8 ár og við hlið hans langamma mín Rannveig Vigfúsdóttir.

Tuttugu árum síðar, 1977, höguðu örlögin því þannig að Rannveig langamma mín og fyrrum hússtýra á Hrafnistu í Reykjavík, varð sú fyrsta sem flutti á nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði, heimabæ þeirra hjóna.

Nú á þessum merkisdegi er mér ljúft og skylt að minnast þessara öndvegishjóna. Þótt ég muni glöggt eftir langafa mínum, Sigurjóni á Garðari, þá var ég ekki nema tæpra 7 ára þegar hann varð bráðkvaddur stuttu eftir að hann hafði haldið ræðu fyrir minni sjómannskonunnar í hófi þann 3. janúar 1969.

Aftur á móti átti ég margar góðar stundir með langömmu minni, Rannveigu, bæði heima á Austurgötu 40 og á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir að hún fluttist þangað.

Fyrir þessar stundir er ég þakklátur.

Mig langar af tilefni dagsins annars vegar að birta lýsingu langafa míns að aðdraganda stofnunar Sjómannadagsráðs og hins vegar vitna til ræðu hans við vígslu Hrafnistu:'

“Ekki veit ég, hvað tveir menn ræddu fyrst sín á milli um stofnun Sjómannadags, en það ætla ég, að skriður hafi fyrst komizt á það mál fyrir alvöru, þegar við Henry Hálfdánarsson bundumst samtökum um að ryðja því braut. Varð það að samkomulagi með okkur, að málið skyldi borið fram við sjómenn með þeim hætti, að Henty kallaði í loftskeyta- eða talstöðina á bv Hannesi ráðherra, sem hann var loftskeytamaður á, og tilkynnti sjómönnum, sem til hans gátu heyrt, að hann hefði mál fyrir þá að leggja og væru þeir hvattir til að hlusta vel. Mitt hlutverk var svo að taka strax til máls og mæla með stofnun dagsins. Undirtektir urðu þegar í stað svo góðar, að áfram var haldið og dagurinn stofnaður í bróðerni...”

(Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari. Endurminningar Sigurjóns Einarssonar skipsstjóra (Reykjavík 1969), bls. 241.)

 “...Þegar ég tek nú við lykli Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem tákni þeirrar vörzlu sem mér er þar með falin, þá kemur mér í hug að þessi lykill er á fleiri vegu táknrænn, því að hann gengur að byggingu, sem er gerð úr gulli, gulli okkar innri manns, gulli samstarfs og bræðralags, þeirra kennda, sem mannkynið er því miður of fátækt af, en endist þó bezt til fegurra og betra lífs.   Mótuð í fast efni er hér mannúð og drenglund og um leið verðugur og gagnlegur minnisvarði sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði...”. 

(Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 251)


Talsmaður neytenda á villigötum!

Talsmaður neytenda er á villigötum í umræðunni um íslensku verðtrygginguna.  Það kemur ekki á óvart þar sem neikvæðir fordómar hans gagnvart vertryggingu hafa lengi legið fyrir. Þetta er synd því að í flestum öðrum málum hefur afstaða hans og vinnubrögð verið til mikillar fyrirmyndar.

Ef við viljum halda íslensku krónunni - þá er verðtryggingin nauðsynleg - og neytendavæn.

Talsmaður neytenda misskilur greinilega skýrslu Richards Porters hagfræðings og annarra höfunda skýrslu sem unnin var fyrir Bresk-íslenska verslunarráðið, ef marka má ummæli talsmannsins í Morgunblaðinu í dag.

Talsmaðurinn segir: "Það er ánægjulegt að aðrir skuli sjá verðtrygginguna sömu augum og ég en ég hef verið að skoða hana gagnrýnisaugum út frá hagsmunum neytenda."

Hérna gætir misskilnings sjá talsmanninum. Porter sér ekki verðtrygginguna sömu augum Verðtryggingin felur nefnilega í sér vernd fyrir neytandann í langtímafjárfestingum.  Sannleikurinn er nefnilega sá að raunvextir langtímalána í verðtryggðum krónum munu ætíð vera lægri en raunvextir óverðtryggðra langtímalána í íslenskum krónum.  Óvertryggð lán til langs tíma yrðu aldrei á föstum vöxtum - heldur fljótandi - sem taka mið af vaxtastig á markaði hverju sinni.

Eðli algengustu íbúðalána Íslendinga - verðtryggð annuitetslán á föstum vöxtum til langs tíma í íslenskum krónum -  er sveiflujöfnun.  Þannig jafnast áhrif mikilla sveiflna í vöxtum og verðbólgu út  og koma ekki af fullum krafti fram í stóraukinni greiðslubyrði.  Heimilin fara því ekki á hausinn vegna snögglega stóraukinnar greiðslubyrði vegna tímabundinnar hækkunar vaxta - líkt og gerst hefur í húsnæðislánakreppunni í Bandaríkjunum Þar sem heimilin hafa ekki bolmagn til að takast á við hækkun fljótandi vaxta á lánum sínum.

Þetta er kjarni einmitt kjarninn í gagnrýni skýrslunnar.  Neytendavænt eðli vertryggðra langtímalána í íslenskum krónum með föstum vöxtum gerir það að verkum að hækkun óvertryggðra skammtímavaxta hefur ekki snögg og hastarleg áhrif á verðtryggð langtímalán sem þegar hafa verið tekin, auk þess sem áhrif slíkra vaxtahækkanna eru lengi að koma fram í ávöxtunarkröfu nýrra langtímalána.

Í skýrslu Porters er bent á að Seðlabankinn hafi átt í erfiðleikum með að ná tökum á verðbólgunni og nefna þeir sem einn orsakavald verðtryggingu, sem sé notuð með mun víðtækari hætti hér á landi en annars staðar. Í skýrslunni leggja þeir til að Seðlabankinn endurskoði aðferðafræði sína, en ákvarðanir hans hafi á stundum ráðist af gengi krónunnar og að bankinn hafi haft tilhneigingu til að nota gengi krónunnar til að reyna að ná verðbólgumarkmiðum sínum.

Ástæðan er ofangreind. Sveiflujöfnunin verður til þess að heimilin lenda ekki á kaldan klaka nánast á einni nóttu vegna gróflegarar hækkunar skammtímavaxta. Vegna verðtryggðra annuitetslána hafa heimilin svigrúm til að hafa í sig og á í við slíkar aðstæður.

Hér hafa skýrsluhöfundar rétt fyrir sér. Núverandi aðferðafræði Seðlabankans dugir ekki ein og sér - enda þarf að nota aðrar aðferðir við stjórn efnahagsmála þar sem stærsti hluti lána heimilanna eru verðtryggð. Seðlabankinn gerði afdrifarík mistök á sínum tíma þegar hann lækkaði bindiskyldu bankanna á versta tíma sem varð til þess að bankarnir gátu dælt nýjum hundruðum milljarðar króna inn í efnahagslífið - og sprengt það í loft upp. Við þann vanda glímir Seðlabankinni í dag - og hefur - líklega vegna þess að hann vill ekki viðurkenna mistök sín - hafnað því að auka bindiskylduna að nýju sem er hin rétta aðferð í baráttuna við verðbólgu í verðtryggðu hagkerfi.

Að lokum - þótt ég snupri Talsmann neytenda vegna rótgróinna neikvæða fordóma á garð verðtryggingar - þá vil ég benda á góða vefsíðu hans og undirstrika að hann hefur unnið ótrúlega gott starf - þótt honum sé búinn afar þröngur stakkur - meðal annars vegna skorts á mannafla.

Sjá einnig eldri pistil minn: Flottur Talsmaður neytenda

 

 

 


Matarskattslækkun mistök?

Það var athyglisvert að hlusta á Valgerði Sverrisdóttur halda því fram að lækkun matarskatts síðastliðið vor hafi verið efnahagsleg mistök. Með þessu tekur Valgerður ábyrgð á hluta þess vanda sem ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir í efnahagsmálum.

Það er hins vegar einnig athyglisvert að núverandi ríkisstjórn ætlar að halda áfram skattalækkunum með þeim efnahagslegu áhrifum sem slíkt kann að hafa.

Vonandi mun ríkisstjórnin hinkra með þær skattalækkanir þar til efnahagsástand leyfir - og þörf er á að ýta undir efnahafslífið.  Það er skynsamlegt - eins og það var skynsamleg áætlun hjá fyrri ríkisstjórn að bíða með hækkun íbúðalána í 90% af hóflegri íbúð þar til áætlaður slaki yrði á efnahagslífinu í lok árs 2006 og á árinu 2007 í kjölfar framkvæmda við álversbyggingu á Grundartanga og framkvæmdir á Austurlandi.

Sú skynsamlega áætlun varð reyndar að engu þegar bankarnir komu hömlulausir inn á húsnæðislánamarkaðinn á versta tíma - í miðri uppsveiflu haustið 2004 - og settu allt á hvolf með því að dæla inn fleiri hundruð milljarða inn í hagkerfið á stuttum tíma.

Sem betur fer er það einungis ríkið sem getur lækkað skatta - þannig að annar aðili getur ekki sett strik í reikninginn eins og bankarnir gerðu á sínum tíma.

Nú er framhaldið því einungis í höndum ríkisstjórnarinnar. Vonandi spilar hún vel úr spilunum - svo fyrirhugaðar skattalækkanir brenni ekki upp í verðbólgubálinu  og almenningur sitji uppi í verri stöðu en áður. Við viljum ekki sömu kreppuna og á árunum 1991-1995.

Svo er nú það!


Félagsleg lán Íbúðalánasjóðs til þúsunda fjölskyldna

Í tengslum við umræðuna á Alþingi hefur komið fram sá misskilningur að Íbúðalánasjóður hafi ekki veitt félagsleg lán gegnum tíðina. Það er ekki rétt. Sjóðurinn hefur lánað verulegar fjárhæðir í félagsleg lán til þúsunda fjölskyldna. Meira um það á slóðinni:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/370174/ 


mbl.is Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband