Skynsamlegt hjá Geir!

Það er afar skynsamlegt hjá Geir Haarde forsætisráðherra að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar, enda hætta á því að arður almennings af slíkum skattalækkunum færi fyrir lítið í verðbólgubálinu ef af þeim yrði við núverandi aðstæður.  Þá er betra að bíða - svo skattalækkanir verði almenningi til góða.

Þetta er í takt við blogg mitt Matarskattslækkun mistök?

Hins vegar geta þeir sem eru á lægstu laununum - og ummönnunarstéttirnar - ekki beðið eftir lífsnauðsynlegum kjarabótum. Það verður hins vegar vandi að finna lausn á því vandamáli án þess að hreyfa við verðbólgu - en þá lausn verður samt að finna!!!

Mín tillaga er að í stað þess að hækka skattleysismörk - sem auka kaupmátta allra - líka hinna hæst launuðu - þá verði skilgreind ákveðin lágmarksframfærsla.  Þeir sem ekki ná tekjum til að standa undir slíkri framfærslu fái greiddar lágtekjubætur svo lágmarksframfærslumarki verði náð.


mbl.is Skattalækkun frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Helv... hart að lágmarkslaun skuli vera undir lágmarksframfærslumörkum, sem þau vissulega eru. Best væri að fara með tekjuskattinn í 10% á alla línuna, Ríkissjóður myndi ekki tapa á því, heldur þvert á móti. Svo á ekki að vera til e-ð sem kallast „lágtekjubætur“ í okkar þjóðfélagi, sem státar sig af því, að vera best og mest á öllum sviðum (samkv. endalausum könnunum)...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.11.2007 kl. 17:14

2 identicon

Já, nú er rétti tíminn til skattahækkanna, hækka launaskatta, virðisaukaskatturinn er nú mátulegur, nema þessi visnu 7 og 14% þrep, þarf að uppfæra þau.  Það má hugsa sér nýjann nefskatt til að byggja upp víkingasveitina og landhelgisgæsluna, og svo ætti að láta vaxtaákvarðanir seðlabannkans ná yfir verðtryggðu lánin líka.

Þá loksins skilur lýðurinn hvað það þýðir að vera þrælar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:49

3 identicon

Í fyrsta lagi er aldrei "réttur tími" fyrir hækkun/lækkun ég man svo langt aftur...í öðru lagi er það ekki Geir (Kim Il Sung?) sem ákveður þetta einhliða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, það er þetta með rétta tímann!

Árni Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 00:51

5 identicon

Það er nú mun skynsamlegra að hækka skattleysismörkin en að lækka skattprósentuna. Það er ótækt að elli- og örorkulífeyrisþegar greiði skatt af 120 þúsund króna tekjum á mánuði og fái hann svo til baka sem lífeyrisgreiðslur frá Ríkinu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Steini!"

Vandamálið við hækkun skattleysismarka er að slík aðgerð gengur gegnum allan launastigan - hinir hæst launuðu fá sömu kjarabætur og þeir lægst launuðu. Slíkt getur í núverandi efnahagsástandi kynt undir verðbólgu - og þeir lægst launuðu vedrfði verr settir á eftir vegna verðbólgu.

Með því að greiða beint til hinna lægst launuðu - þá eru áhrif á efnahagslífið hverfandi - en áhrif á efnahag hinna verst settu jákvæð.

Hallur Magnússon, 1.12.2007 kl. 16:25

7 Smámynd: Magnús Jónsson

hvers vegna eiga einhverjir að sleppa við að greiða kostnað við að reka þjóðfélagið, verða þeir ekki veikir eins og við hin og þurfa á hjúkrun að halda?, ganga börn þeirra ekki í skóla samfélagsins?, þegar þau verða gömul er ekki séð fyrir þeim ? hversvegna eiga einhverjir að sleppa við það að greiða skatta ég skil það ekki, og ef eitthver getur útskírt það fyrir mér það skal hinn sami segja mér hvers vegna eitthver sem aldrei greiddi neitt á eitthvað inni hjá mér. 

Magnús Jónsson, 1.12.2007 kl. 22:52

8 identicon

Já ég er sammála 'Asgeir um að hafa einn flata skattprósentu yfir línunna 7-10%afnema allar undanþágur og þá þarf að afnema persónuafslátt,afnema vaxtabætur .Þá væri hægt að hafa 7% flatan skatt yfir alla línunna  sem mynd þýða að sá sem hærri laun myndi hafa myndi borga tiltölulega meira en sá sem lægri laun hefði.En miðað við þær skatttekjur sem ríkið hefur mætti hugsa dæmið um að fella niður tekjuskatt .

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband