Hverju skiptir greiðslujöfnunarvísitala í 25% stýrivöxtum?

Ég hélt ég væri kaldhæðinn þegar ég skrifaði Af hverju ekki 25% stýrivextir? í tilefni stýrivaxtahækkun Seplabankans í 18% um daginn. Nú sé ég að kaldhæðnin var ekkert grín - heldur er Seðlabankinn raunverulega til í að setja stýrirvexti í 25% ef marka má eftirfarandi frétt á www.dv.is :

"Í viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem DV hefur undir höndum, lýsir Seðlabankinn sig reiðubúinn til þess að hækka stýrivexti enn meira en í 18 prósent, svo sem gert hefur verið. Í nítjánda lið hennar segir orðrétt að "við erum reiðubúin til að hækka stýrivextina enn frekar, en erum meðvituð um að hækkun stýrivaxta nægir ekki ein og sér til að koma í veg fyrir fjármagnsútflæði undir núverandi kringumstæðum sem eru mjög sérstakar."

Hvaða máli skiptir gamla greiðslujöfnunarfyrirkomulagið sem tíðkaðist hér á árum áður og á að taka upp að nýju ef Seðlabankinn er reiðubúinn til slíkra stýrivaxta?


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaskapur Bubba Mortens?

Bubbi Mortens er einn flottasti tónlistarmaður þjóðarinnar. En hann er stundum uppvís að barnaskap. Hagar sér stundum eins og óþekkur krakki sem heldur að hann geti fengið allt sem hann bendir á í sælgætishillum stórmarkaðarins!

Áður fyrr var hann hinn týpíski uppreisnargjarni unglingur. Gagnrýndi allt og alla - sumt verðskuldað - annað óverðskuldað.  Síðan eignaðist hann fullt af peningum og ók flottum jeppum um náttúru Íslands. Gagnrýndi á sama tíma auðvaldið - sem fékk honum glæsijeppana - og dittinn og dattinn. En vann á sama tíma með þeim sem áttu peningana.

Svo lenti Bubbi í bankagjaldþrotinu og hlutabréfafallinu  - eins og tugþúsundir Íslendinga - þar með taldir væntanlega einhverjir auðmenn sem höfðu verið í liði með Bubba - á meðan hann gagnrýndi þá svona hæfileika með kassagítarinn og á Þorláksmessutónleikum - og græddi formúgu á flutningnum.

Já, þegar Bubbi missti peningana sína fékk hann þá góðu hugmynd að halda samstöðutónleika með þeim sem illa fóru í efnahagshruninu. Svo vel vill reyndar til að þessir Samstöðutónleikar koma í kjölfar útgáfu á hljómdisk Bubba - sem væntanlega mun skila Bubba góðum tekjum - enda frábær tónlistamaður - og haldnir á svipuðum tíma og Bubbi hefi í eðlilegu efnahagsástandi haldið útgáfutónleika.

Gott framtak!

Bubbi fékk með sér flottar hljómsveitir - sem væntanlega gefur framtak sitt - eins og allir aðrir sem koma að þessum Samstöðuhljómleikum.

Bubbi bað Reykjavíkurborg um húsnæði - og fékk Laugardalshöllina frítt! Rausnarlegt framlag sem er rúmlega milljón króna virði.

En það var ekki nóg!

Bubbi vildi til viðbótar 2 1/2 milljón króna meðgjöf með Samtöðu- og útgáfutónleikum sínum.

Því var hafnað - enda Reykjavíkurborg á fullu að verja grunnþjónustu við borgarbúa - leikskólana, velferðarþjónustuna og það sem við þurfum í grunninn. Eðlielga var ekki unnt að veita 2 1/2 milljón í lúxus eins og Samstöðu- og útgáfutónleika Bubba.

Enda hvar ætti aðs kera niður í staðinn!  Í tómstundakortum barnanna í borginni - kortum sem gefur örnum kost á að stunda tónlistarnám og íþróttastarf?  Rekstur á smáhýsum fyrir utangarðsmenn? Ferðaþjónustu fatlaðra? Fjárhagsaðstoð til illa staddra fjölskyldna?

Við þessu bregst Bubbi eins og óþekkur krakki í stórmarkaði sem ekki fær nammið sitt. Gerir hróp að þeim sem bar honum tíðindin.

Æ,æ...

 


Ísland komið í Evrópusambandið og með evru í árslok 2010?

Hið laskaða, hálftóma olíuskip Sjálfstæðisflokkurinn er að breyta um stefnu. Það tekur tíma fyrir svo svifaseint fyrirbæri - en skipperinn er búinn að gefa stýrimanninum skipun um að leggja á bakborða. Undanhald frá Davíð Oddssyni er hafið og verið að taka stefnuna á framtíðina í Evrópusambandinu.

Um helgina mun Framsóknarflokkurinn væntanlega gefa skýr skilaboð um að Ísland skuli ganga til viðræðna við Evrópusambandið - þótt endanleg stefna verði hugsanlega ekki samþykkt fyrr en á flokksþingi sem á að vera í mars.  ítreka fyrri tilmæli mín um að slíku flokksþingi verði flýtt.

Ef heldur fram sem horfir verður Ísland komið í Evrópusambandið og með evru í árslok 2010.


mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulag vegna IceSave fyrst fyrir Alþingi!

Ekki veit ég innihald mögulegs samkomulags bráðabirgðaríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við Breta og Hollendinga vegna IceSave reikninganna - en þjóðin á rétt á því að Alþingi fjalli um samkomulagsdrögin áður en þau veraða undirrituð - ekki á eftir.

Það er ljóst að samkomulag um IceSave mun hafa veruleg áhrif á fjárhagslega framtíð Íslendinga og það er gersamlega út í hött að ráðherrar bráðabirgðaríkisstjórnarinnar gangi frá slíku samkomulagi á leynifundum án þess að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi fái að fjalla um málið.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverið hennar Valgerðar ljósið í kreppunni!

Álverið hennar Valgerðar Sverrisdóttur - sem mestan heiður á í að koma upp álveri á Reyðarfirði - eru nú ljósið í kreppunni. Þaðan fáum við nú miklar gjaldeyristekjur - og á meðan við upplifum mestu fjöldauppsagnir í sögunni - þá bæta álverin við nýjum, dýrmætum störfum.


mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband