Barnaskapur Bubba Mortens?

Bubbi Mortens er einn flottasti tónlistarmaður þjóðarinnar. En hann er stundum uppvís að barnaskap. Hagar sér stundum eins og óþekkur krakki sem heldur að hann geti fengið allt sem hann bendir á í sælgætishillum stórmarkaðarins!

Áður fyrr var hann hinn týpíski uppreisnargjarni unglingur. Gagnrýndi allt og alla - sumt verðskuldað - annað óverðskuldað.  Síðan eignaðist hann fullt af peningum og ók flottum jeppum um náttúru Íslands. Gagnrýndi á sama tíma auðvaldið - sem fékk honum glæsijeppana - og dittinn og dattinn. En vann á sama tíma með þeim sem áttu peningana.

Svo lenti Bubbi í bankagjaldþrotinu og hlutabréfafallinu  - eins og tugþúsundir Íslendinga - þar með taldir væntanlega einhverjir auðmenn sem höfðu verið í liði með Bubba - á meðan hann gagnrýndi þá svona hæfileika með kassagítarinn og á Þorláksmessutónleikum - og græddi formúgu á flutningnum.

Já, þegar Bubbi missti peningana sína fékk hann þá góðu hugmynd að halda samstöðutónleika með þeim sem illa fóru í efnahagshruninu. Svo vel vill reyndar til að þessir Samstöðutónleikar koma í kjölfar útgáfu á hljómdisk Bubba - sem væntanlega mun skila Bubba góðum tekjum - enda frábær tónlistamaður - og haldnir á svipuðum tíma og Bubbi hefi í eðlilegu efnahagsástandi haldið útgáfutónleika.

Gott framtak!

Bubbi fékk með sér flottar hljómsveitir - sem væntanlega gefur framtak sitt - eins og allir aðrir sem koma að þessum Samstöðuhljómleikum.

Bubbi bað Reykjavíkurborg um húsnæði - og fékk Laugardalshöllina frítt! Rausnarlegt framlag sem er rúmlega milljón króna virði.

En það var ekki nóg!

Bubbi vildi til viðbótar 2 1/2 milljón króna meðgjöf með Samtöðu- og útgáfutónleikum sínum.

Því var hafnað - enda Reykjavíkurborg á fullu að verja grunnþjónustu við borgarbúa - leikskólana, velferðarþjónustuna og það sem við þurfum í grunninn. Eðlielga var ekki unnt að veita 2 1/2 milljón í lúxus eins og Samstöðu- og útgáfutónleika Bubba.

Enda hvar ætti aðs kera niður í staðinn!  Í tómstundakortum barnanna í borginni - kortum sem gefur örnum kost á að stunda tónlistarnám og íþróttastarf?  Rekstur á smáhýsum fyrir utangarðsmenn? Ferðaþjónustu fatlaðra? Fjárhagsaðstoð til illa staddra fjölskyldna?

Við þessu bregst Bubbi eins og óþekkur krakki í stórmarkaði sem ekki fær nammið sitt. Gerir hróp að þeim sem bar honum tíðindin.

Æ,æ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Afsakaðu - en ég hafði ekki séð færsluna þína!

Já, meðal annars þetta!

Reyndar telur Bubbi upp stuðning borgarinnar við framtakið:  Laugardalshöll frítt, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn - frítt, Orkuveitan leggur til verkefnisins - allt frá borginni. Stuðningur borgarinnar hleypur á milljónum króna. En borgin vildi ekki bæta við 2 1/2 milljón til Bubba í ástandinu eins og það er.

Sé að Bubbi er ekki að fatta hver staða borgarinanr hefur breyst frá því í sumar!!!!

Og þeir sem þekkja Bubba vita að umsóknin um 2 1/2 milljón í peningum var ekki einungis send borgarráði með einu bréfi - það var meiri kraftur settur í það en það - víðs vegar um borgarkerfið.

Ég tek ofan fyrir Óskari Bergssyni og Svandísi Svavarsdóttur - sem Bubbi nefnir sérstaklega sem andstæðingar þess að taka 2 1/2 milljón frá nauðsynlegum velverðarverkefnum borgarinnar og færa honum til þess að - í besta falli styrkja góð málefni sem þegar fá fjárstyrk frá borginni. Þá er betra að borgin styrki slík verkefni - eins og Mæðrastyrksnefnd - beint!

Hallur Magnússon, 14.11.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég get tekið undir það að Óskar - og reyndar ég líka - hefðum kannske ekki átt að nota orðið útgáfutónleikar - þótt í upphafi málsins hafi menn talað um að Bubbi hefði ætlað að breyta útgáfutónleikum sínum í Samstöðutónleika. Það kann að vera að það hafi ekki komið beint frá Bubba - heldur einungis í umræðunni þegar undirbúningur hófst að Samstöðutónleikunum. En ég get fullvissað þig um að það var hvorki Óskar né Svandís sem byrjaði að tala um útgáfutónleika - það hafði verið á kreiki áður en erindið kom til þeirra - þe. að Bubbi ætlaði að breyta útgáfutónleikum sínum í fría Samtöðutónleika. Kannske hafi einhverjir öfundarmenn Bubba - sem er frábær músíkant - farið að ræða um málið á þessum nótum. Veit ekki.

En það breytir því ekki að þótt Bubbi sé frábær músikant - þá finnst mér gagnrýni  hans oft á tíðum hol. En játa að ég hefði ekki haft orð á því ef ekki hefði komið upp þessi - ja, hvað á ég að kalla það - ósmekklegu og órökstuddu ummæli Bubba um Óskar sem stjórnmálamann - þegar Óskar var fyrst og fremst að gera það sem hann á að vera að gera í þessu umhverfi - forgangsraða útgjöldum í þágu grunnþjónustu við fjölskyldurnar í borginni. Get sagt að við í velferðaráði getum gert ýmislegt gott fyrir 2 1/2 milljón í mikilvægum velferðarmálum!

Hallur Magnússon, 14.11.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Eyjólfur.

Kærar þakkir fyrir afar gott og málefnalegt innlegg.  Ég er sammála því að stjórnmálamenn þurfi - og eigi - að sýna ákveðna auðmýkt. Hroki kemur alltaf aftur í hnakkan á mönnum. Veit að á það til að vera hrokafullur. En ég reyni að vega það upp með auðmýkt fyrir þeim verkefnum sem mér hefur verið falið í mínu pólitískar starfi sem varaformaður velferðarráðs.´

Það kann að vera að Óskar hafi sýnt af sér hroka með því að svara Bubba eins oghann gerði - með því að nota orðfærðið "útgáfutónleikar". Minni hins vegar á að það hugtak um þessa tónleika er ekki frá honum komið upphaflega. Hélt reyndar sjálfur að Bubbi hefði sagt í fjölmiðlum eitthvað á þá leið að hann ætlaði að halda Samstöðutónleika í stað útgáfutónleika. Mig misminnir greinilega - en þannig hefur reydnar verið talað um þess tónleika nánast frá upphafi - en greinilega að ósekju.

En ég er ekki sammála þér að Bubbi Mortens sé almenningur. Hef grun um að pólitísk áhrif hans séu jafnvel meiri en einstakra borgarfulltrúa. Orð hans séu að minnstakosti jafn sterk pólitískt eins og orð Óskars Bergssonar - sem hefur unnið ótrúlega gott starf að undanförnu - og Svandísar Svavarsdóttur - sem einnig hefur unnið mjög gott starf að undanförnu - sem ábyrgir borgarfulltrúar sem bera hag borgarbúa fyrst og fremst fyrir brjósti.

Bubbi ætti aðeins að pæla í því að hans orð - eins og orð borgarfulltrúa - eru tekin alvarlegar en orð okkar almennings. Ætti þess vegna stundum að hugsa betur hvað hann segir - hann er ekki lengur reiður ungur maður í frábærum Utangarðsmönnum - né óábyrgur flakari á Höfn - heldur "rolemodel" fyrir meðal annars börnin okkar!

Vona að Samstöðutónleikarnir gangi vel - en ég hefði verið til í að greiða hóflegan aðgangseyri fyrir mig, konuna mína og mín 4 börn fyrir að sjá þessa merku tónleika - og um leið borga aðgangseyri fyrir jafn marga sem ekki hafa ráð á að greiða fyrir aðganginn - ef tryggt væri að aðgangseyririnn rynni óskiptur til td. Mæðrastyrksnefndar - eða annara sem eru að vinna gott starf á erfiðum tímum.

Hallur Magnússon, 14.11.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Æ, æ, Hallur.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Æ,æ hvað?

Ekki voru peningarnir ætlaðir til þess að borga hágæða hljóðmanni eins og þér?

Hallur Magnússon, 15.11.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hallur,

Ég held að Óskar sé á einhverri bylgjulengd sem flestir eru hættir að nota. Ég er enginn aðdáandi Bubba en Óskar hefði betur sleppt því að tortryggja þessa tónleika. Sjálfur fæ ég sjaldan borgað fyrir neitt sem tengist tónleikahaldi.

Sigurður Hrellir, 15.11.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband