Ísland komið í Evrópusambandið og með evru í árslok 2010?

Hið laskaða, hálftóma olíuskip Sjálfstæðisflokkurinn er að breyta um stefnu. Það tekur tíma fyrir svo svifaseint fyrirbæri - en skipperinn er búinn að gefa stýrimanninum skipun um að leggja á bakborða. Undanhald frá Davíð Oddssyni er hafið og verið að taka stefnuna á framtíðina í Evrópusambandinu.

Um helgina mun Framsóknarflokkurinn væntanlega gefa skýr skilaboð um að Ísland skuli ganga til viðræðna við Evrópusambandið - þótt endanleg stefna verði hugsanlega ekki samþykkt fyrr en á flokksþingi sem á að vera í mars.  ítreka fyrri tilmæli mín um að slíku flokksþingi verði flýtt.

Ef heldur fram sem horfir verður Ísland komið í Evrópusambandið og með evru í árslok 2010.


mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur gamli vinur,

Geir sagðist nú reyndar ekki hafa skipt um skoðun. Olíuskipið sem þú talar um stefnir enn út í niðdimma nóttina og rifa komin á botninn! Mín vegna geta þeir skipað nefndir og fundað eins lengi og þeim sýnist. Sjálfstæðisflokkurinn endar vonandi á varamannabekknum ásamt gömlu hækjunni sinni.

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

vil minna ESB og evru sinna á eitt mjög stórt atriði sem þeir virðast alveg horfa framhjá.

Það eru skilyrði sem þarf að uppfylla og það tekur tíma. 

Það þarf að breyta stjórnarskrá landsins og síðan þarf að ganga til viðræðna og síðan ganga í ESB. Síðan þarf að uppfylla skilyrði evru.

Þetta er ekki eitthvað hókus pókus eins og menn hafa verið að ljúga að almenninga undanfarinn misseri.

Að ganga í ESB og taka upp Evru er eins og að greiða yfirdráttarreikning með kreditkortinu. 

Fannar frá Rifi, 14.11.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: 365

Hallur, láttu þig dreyma um að þetta verði komið í gagnið árið 2010.  Ef viðræður fara fram á annað borð, gætu þær hafist í fyrsta lagi árið 2010.

365, 14.11.2008 kl. 15:20

4 identicon

Hókus Pókus liðið ætlar nú að sýna okkur að keysarinn sé í einhverjum fötum.

Íslendingar eru skynsemis fólk upp til hópa þannig treysti ég því að við munum ekki ganga í lið með þeim heittrúuðu og halda að nýju fötin keysarans séu til.

Það er og verður ekki til að þjappa þessari þjóð saman ef það á nú að notfæra sér ástandið til þess að reyna að þröngva þjóðinni inní ESB og kljúfa þannig þjóðina í tvennt. Við þurfum síst á því að halda núna.

Ég leyfi mér fullum hálsi að kalla þetta Evróputrúboð á Íslandi landráðahyski ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það brennur bál undir óæðri endanum á Geir og hann lætur eins og Sjálfstæðisflokkurinn fari nú í rólegheitum inn í eitthvað "lýðræðislegt" skoðunarferli á Evrópumálum. Það hlýtur að vera kaldhæðni þegar hann segir: "Við erum flokkur sem er fljótur að bregðast við!" Maðurinn er rúinn trausti, flokkurinn hans að klofna og með þessu er hann einfaldlega sjálfur að toga pinnann úr sprengjunni!

Sigurður Hrellir, 14.11.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón. alltaf tilbúinn að selja ömmu þína og annarra til þess að uppfylla fantasíum þínum og stórveldisdraumum um að Ísland gangi í ESB?

Fannar frá Rifi, 14.11.2008 kl. 16:28

7 identicon

     Hallur minn eg held að framsoknarflokkurinn eigi litið erindi um þessar mundir upp a dekk, nogum skaða hefur hann valdið þjoðinni asamt sjöllunum. Ef það ætla að koma nokkrir framsoknarmenn saman um helgina verður þa örugglega ekki vopnarleitarhlið þar, eða ætlið þið að lata duga skilti sem a stendur ENGIR HNIFAR LEYFÐIR I FUNDARSAL.

Hörður (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:07

8 identicon

Þetta heitir að kaupa sér tíma Hallur

Séra Jón (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:47

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg einhvernveginn bjóst við meira afgerandi frá Geir á fundinum.  Fannst einhvernveginn stemmingin og umgjörðin benda til að nú ætti að tilkynna stóru beyjuna.  Nei, þá var það sem fram kom mest bla bla að hætti hússins.

En samt, það má túlka þetta sem viss skilaboð eða að breyting hafi orðið bak við tjöldin og hjá mikilvægum batteríum flokksins.

En ef, þegar tíminn líður, þeir munu ákveða að ESB sé málið... þá eru líkur á að flokkurinn klofni.  Allavega kvarnist úr honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.11.2008 kl. 18:14

10 identicon

Ágætu kjósendur allra flokka; Væri ekki rétt að knýja fram kosningar í vor og setja það sem markmið að  við kjósum engan þingmann á þing sem setið hefur meira en eitt kjörtímabil á þingi og ætti þá að hreinsast út mest af fasta liðinu sem er hætt að vita að það er í vinnu hjá okkur þ.e.a.s hinum almenna borgara.

SGÞ (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband