Samkomulag vegna IceSave fyrst fyrir Alþingi!

Ekki veit ég innihald mögulegs samkomulags bráðabirgðaríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við Breta og Hollendinga vegna IceSave reikninganna - en þjóðin á rétt á því að Alþingi fjalli um samkomulagsdrögin áður en þau veraða undirrituð - ekki á eftir.

Það er ljóst að samkomulag um IceSave mun hafa veruleg áhrif á fjárhagslega framtíð Íslendinga og það er gersamlega út í hött að ráðherrar bráðabirgðaríkisstjórnarinnar gangi frá slíku samkomulagi á leynifundum án þess að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi fái að fjalla um málið.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ef minni rekur rétt til þá var Landsbankinn einkavæddur 2003 fyrir 14,5 milljarða. Í gær sagðist Björgólfur Guðmundsson hafa tapað 80 milljörðum á því að bankinn fór í þrot, átti hann þó ekki nema lítinn hlut í bankanum. Er ekki eitthvað bogið við þetta?

Hvað samkomulag um Icesave varðar, sem virðist stefna í uppgjöf gagnvart Bretum, þá verður að líkindum farið með það sem tilkynningu um orðinn hlut til Alþingis.

Ég bíð eins og allir þeir sem ekki njóta sérsaumaðra eftirlaunakjara eftir tilkynningu forsætisráðherra kl. 16:00 í dag.

Sigurður Ingi Jónsson, 14.11.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það verða starfsmenn á plani sem kvitta fyrir gerðum hlut. Þetta er ólýðandi vinnubrögð hjá framkvæmdarvaldinu þau verða að skrifa undir með fyrirvara um samþykki Alþingis

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.11.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband