Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Norskir Framsóknarmenn Íslendingum hliðhollir
12.8.2009 | 12:36
Norskir Framsóknarmenn eru okkur Íslendingum hliðhollir. Miðflokksmaðurinn Per Olaf Lundteigen hefur fylgst með málum á Íslandi frá hruninu - og hefur alla tíð lagt áherslu á að Norðmenn aðstoði Íslendinga eftir föngum.
Áhersla Lundteigen á aukinni samvinnu við Íslendinga í atvinnumálum er athyglisverð.
Vill að Norðmenn láni Íslandi meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni?
12.8.2009 | 11:52
Hafnaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Rússaláni í kjölfar hrunsins? Það væri athyglisvert að fá svör við því - og röksemdir af hverju það var gert.
Það breytir reyndar ekki núverandi stöðu - sem þarf að leysa hið fyrsta svo við getum farið að einbeita okkur á endurreisnarbrautinni.
Endurreisnarbraut sem við verðum að fara með kraft og bjartsýni á framtíðina að leiðarljósi hvernig sem IceSave málum lyktar - og láta ekki mistök fortíðar trufla okkur á þeirri braut.
Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn fyrst nú að fatta áhrif verðtryggingar langtímalána?
12.8.2009 | 10:35
"Líklegt er að útbreidd verðtrygging dragi nokkuð úr virkni peningastefnunnar, vegna þess að hún stuðlar að því að lán séu veitt til mjög langs tíma og á föstum raunvöxtum."
Halló!
Er Seðlabankinn að fatta þetta fyrst núna? Það hefur alltaf verið kristalklárt að hávaxtastefna Seðlabanka gengur ekki upp vegna þess að stærsti hluti langtímaskulda Íslendinga er í verðtryggðum lánum.
Þetta er ástæðan fyrir því að hávaxtastefna Seðlabankans hefur aldrei virkað!
Þetta er ástæðan fyrir því að það átti að hækka bindiskylduna og herða á lausafjárreglum árið 2004 þegar bankaævintýrið hófst með illa ígrundaðri innrás bankanna á fasteignalánamarkaðinn - innrás sem er núna búin að koma okkur um koll samhliða brjálaðri útrás bankanna.
Ef Seðlabankinn hefði fattað þessa einföldu staðreynd á sínum tíma - þá gæti staðan verið önnur en hún er í dag.
Þetta er ástæðan fyrir því að "ráðfgjöf" Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gegnum tíðina hefur ekki gengið upp. AGS virðist aldrei hafa fattað íslensku verðtrygginguna. Það þurfti að kenna þeim þau grundvalalratriði á hverju einasta árlega fundi sem fulltrúar AGS áttu með Íbúðalánasjóði.
En það er jákvætt að þeir í Seðlabankanum eru búnir að fatta eðli verðtryggingar á langtímalánum.
Verðtryggingin dregur úr virkni peningastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jákvæð breyting félagsmálaráðherra á lánareglum Íbúðalánasjóðs
11.8.2009 | 06:35
Það er afar jákvæð breytingin sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur gert á lánareglum Íbúðalánasjóðs með reglugerðarbreytingu þar sem lágmarksfjárhæð endurbótalána sjóðsins er lækkuð. Þessi breyting skiptir miklu máli fyrir minnstu íbúða í fjölbýlishúsum og eigendur íbúðarhúsnæðis sem hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun smærri framkvæmda.
Lágmarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa vegna endurbóta er nú 400 þúsund krónur í stað 570 þúsund króna áður. Það þýðir að endurbætur þurfa einungis að kosta 500 þúsund krónur í stað rúmlega 700 þúsund króna fyrir breytingu.
Næsta breyting sem Árni Páll ætti að gera er að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs sem nú er einungis 20 milljónir og að auki að veita Íbúðalánasjóði heimild til þess að veita endurbótalán sem yrðu afborgunarlaus fyrstu 3 árin.
Um það hef ég ítrekað bloggað - til dæmis í pistlinum Hærra hámarkslán og endurbótalán afborgunarlaus fyrstu 3 árin!
En aftur að lækkun lágmarksfjárhæðarinnar.
Breyting þessi er einkum til hagsbóta fyrir eigendur minnstu íbúða í fjölbýlishúsum og eigendur íbúðarhúsnæðis sem hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun smærri framkvæmda. Breytingin ætti því að ýta undir framkvæmdir - sem er jákvætt og atvinnuskapandi!
Mörg dæmi eru fyrir því að ekki hefur verið farið í nauðsynlegar framkvæmdir á fjölbýlishúsum þar sem hlutur minnstu íbúðanna í framkvæmdum hefur verið undir þeirri fjárhæð sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til - og eigendur íbúðanna því ekki haft efni á að taka þátt í framkvæmdum. Breytingin ætti því að ýta undir viðhaldsframvæmdir á fjölbýlishúsum með tilheyrandi aukinni vinnu fyrir iðnaðarmenn.
En hvað telst til endurbóta?
Í frétt á vefsíðu Íbúðalánasjóðs www.ils.is segir:
"Til endurbóta á húsnæði telst til dæmis endurnýjun á raflögnum eða vatnslögnum, þakviðgerðir, málningarvinna, endurnýjun eldhúsinnréttinga og margt fleira. Framkvæmdir við lóð, svo sem hellulagning eða smíði sólpalla, eru einnig lánshæfar. Allar viðbætur við íbúð, hvort sem þær eru keyptar eða byggðar, eru lánshæfar ef þær hafa hlotið samþykki byggingaryfirvalda og ef þær eru skráðar með íbúðinni í fasteignaskrá og veðmálabókum."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Angóla nýr kappvöllur Kínverja og Bandaríkjamanna?
10.8.2009 | 21:26
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Angóla í ferð sinni. Það vakti athygli að Clinton var afar varkár í orðavali þegar hún hvatti Angólamenn að boða til frjálsra forsetakosninga hið fyrsta og hversu mildilega hún gagnrýndi stjórnvöld í Angóla fyrir það sem miður hefur farið í landinu.
Það skyldi þó ekki vera að miklar fjárfestingar Kínverja í Angóla og stóraukin áhrif þeirra í landinu spili þarna inn í?
Það skyldi þó ekki vera að Angóla sé nýr kappvöllur Kínverja og Bandaríkjamanna í baráttunni um áhrif í Afríku - en Kínverjar hafa eins og kunnugt er beint mjög sjónum að Afríku að undanförnu og lagst í miklar fjárfestingar í álfunni.
Það má ekki gleyma því að Angóla er auðug af olíu sem er náttúrlega afar mikilvæg bæði fyrir Bandaríkjamenn og Kínverja!
Ég spái því að Angóla eigi eftir að verða mun meira í alþjóðarfréttum á næstu misserum - ekki hvað síst vegna hagsmunabaráttu Bandaríkjanna og Kína!
Hillary Clinton sýndi klærnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áframhaldandi orkuöflun nauðsynleg til endurreisnar efnahagslífsins
10.8.2009 | 12:33
Áframhaldandi orkuöflun er nauðsynleg til en durreisnar efnahagslífsins. Gagnver eru orkufrek. En ef af verður þá verður uppsetning gagnavera á Íslandi afar mikilvæg fyrir endurreisn efnahagslífsins. Við þurfum fjölbreytni í uppbyggingunni.
Jákvætt að fá jákvæða frétt!
Hættum að velta okkur um of úr fortíðinni og horfum til framtíðar. Við ætlum og við munum endurreisa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf - hvernig sem IceSave og uppgjör við fortíðina fer. Það er framtíðin sem skiptir okkur máli - og það skiptir máli að ganga til móts við hana með jákvæðni að leiðarljósi þótt staðan sé dökk í dag.
Samningur um gagnaver tilbúinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er helkuldi og frost í helju!
9.8.2009 | 16:56
Við skulum muna að það er helkuldi og frost í hinu norræna víti! En það er ágætt að Þráinn hyggst halda áfram í Borgarahreyfingunni. Það væri synd að samtökin leysist strax upp og þingmenn flokksins dreifist í aðra flokka. En höfum það samt í huga að það er helkuldi og frost í hinni norrænu helju!
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslensk orkufyrirtæki aldrei mikilvægari?
8.8.2009 | 18:50
Íslensku orkufyrirtækin eru klárlega lykilfyrirtæki í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi. Það skyldi þí aldrei vera að útrás íslensku orkufyrirtækjanna eigi eftir að gefa okkur dýrmætar gjaldeyristekjur?
Enex Kína í sæng með Sinopec | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hámarkshraðann í 100 jafnvel 110 á Reykjanesbrautinni!
7.8.2009 | 09:46
Ekki ætla ég að mæla ofsaakstri bót. Hitt er að hámarkshraði á tvöfaldri Reykjanesbrautinn er allt of lágur. Reykjanesbrautin er byggð sem hraðbraut. Að sjálfsögðu á að hækka hámarkashraðann á tvöfaldri Reykjanesbrautinn í að minnsta kosti 100 - jafnvel í 110!
Ekki gleyma ákvæðum umferðalaga um að haga skuli akstri eftir aðstæðum. Það þýðir að við erfið umferðaskilyrði þá eiga bílstjórar ekki að aka á hámarskhraða.
Meira að segja í Noregi væru búið að hækka hámarkshraða á tvöfaldri Reykjanesbraut í 110.
Á móti mætti sumstaðar lækka hámarkshraða - eins og til dæmis á Réttarholtsveginun í Reykjavík þar sem hámarkshraði ætti að vera 30 - enda gatan í miðri íbúðabyggð og skilur að skólahverfi. Þar bruna fullhlaðnir flutningabílar oft á tíðum á hraða sem er langt yfir 50 km hámarkshraðanum þar.
Sé aldrei löggu að mæla á Réttarholtsvegi - en sé þær mjög gjarnan á götum sem þola vel góðan aksturshraða. Eins og td. Reykjanesbraut.
Hraðakstur á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Stöðuleikasáttmálinn mikilvægt plagg
6.8.2009 | 14:46
Stöðugleikasáttmáli aðilja vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar er mikilvægt plagg til þess að byggja á í endurreisn efnahagslífsins.
Hins vegar verða stjórnvöld að standa við sína hlið sáttmálans til jafns við aðilja vinnumarkaðarins.
Annars verður það rétt sem formaður Verkalýðsfélags Akraness heldur fram - að stöðugleikasáttmálinn sé marklaust plagg.
Það skiptir miklu að sáttmálinn verði ekki rofinn.
Sáttmálinn marklaust plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |