Hámarkshraðann í 100 jafnvel 110 á Reykjanesbrautinni!

Ekki ætla ég að mæla ofsaakstri bót. Hitt er að hámarkshraði á tvöfaldri Reykjanesbrautinn er allt of lágur. Reykjanesbrautin er byggð sem hraðbraut. Að sjálfsögðu á að hækka hámarkashraðann á tvöfaldri Reykjanesbrautinn í að minnsta kosti 100 - jafnvel í 110!

Ekki gleyma ákvæðum umferðalaga um að haga skuli akstri eftir aðstæðum. Það þýðir að við erfið umferðaskilyrði þá eiga bílstjórar ekki að aka á hámarskhraða.

Meira að segja í Noregi væru búið að hækka hámarkshraða á tvöfaldri Reykjanesbraut í 110.

Á móti mætti sumstaðar lækka hámarkshraða - eins og til dæmis á Réttarholtsveginun í Reykjavík þar sem hámarkshraði ætti að vera 30 - enda gatan í miðri íbúðabyggð og skilur að skólahverfi. Þar bruna fullhlaðnir flutningabílar oft á tíðum á hraða sem er langt yfir 50 km hámarkshraðanum þar.

Sé aldrei löggu að mæla á Réttarholtsvegi - en sé þær mjög gjarnan á götum sem þola vel góðan aksturshraða. Eins og td. Reykjanesbraut.


mbl.is Hraðakstur á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er sammála þér í þessu Hallur, en hámarkshraði í noregi er 100 kmh og bara á einum stað að ég held.. milli oslo og Gardermoen. Annarstaðar gildir 90, 80 og 70

annars er hér blogg um svipaðan hlut í noregi sem birt var í dag. 

http://sveinbakke.vgb.no/2009/08/05/sette-ned-fartsgrense-hvorfor-misvisende-statistikk-kanskje/

Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei Óskar.

Hámarkshraðinn er 110 í Noregi á hraðbrautinni frá Drammen og suður - þe. þann hluta sem er hraðbraut.

Algengur hámarkshraði er hins vegar víðast 90 - utan þéttbýlis - og á nokkrum stöðum 100.

Hallur Magnússon, 7.8.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ok það er nýtt fyrir mér, sá vegakafli var bara tvíbreiður síðast þegar ég ók hann fyrir um 8 árum síðan. Nema þú sért að meina á milli Drammen og Oslo

Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: HR

Vegalengd er 48 km.

Tími miðað við 90 km/klst. = 32 min

Tími miðað við 100 km/klst = 29 mín

3 mín sparnaður á 100 km/klst heldur en 90 km/klst.

Hvet fólk til að aka á löglegum hraða !

Allar skýrslur sýna að með auknum hraða aukast slysin.

Ökum varlega !

HR, 8.8.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Allar skýrslur sýna að með auknum hraða aukast slysin.

Þetta er ekki rétt hjá þér.. aukin hraði á veg sem er ekki ætlaður fyrir meira en 70-90 kmh eykur slysahættu td ef ekið er á 100-110 kmh.. vegur sem er gerður sem hraðbraut (110 +) eykur ekki slysahættu fyrr en fólk er farið á keyra mun hraðar en vegurinn er gerður fyrir, 130 +.. 

En ég er sammál því að hraðinn drepur ;)

Óskar Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 10:23

6 Smámynd: Gissur Jónsson

Sæll Hallur

Svarar þú þessu ekki sjálfur með því að vitna í flutningabíla á Réttarholtsveginum.

Í dag er hámarkshraði á Reykjanesbraut 90 km/klst en þar bruna allar tegundir af bílum á 100-110 km hraða á klst. Enda gera menn ráð fyrir ákveðnum vikmörkum í hraðamælingum lögreglunnar. Þannig að ef hámarkshraði yrði aukinn í 100 km/klst eða 110 km/klst myndi raunverulegur hraði bíla verða 120-130 km/klst. Undanskil þar flutningabíla og hópferðabíla sem flestir eru með útslátt við 90 eða 100 km/klst.

Og já, því meiri sem hraðinn er þeim mun meiri hætta er á alvarlegum meiðslum verði slys.

Bestu kveðjur, Gissur

Gissur Jónsson, 8.8.2009 kl. 19:50

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gissur ég vitna í norska bloggið hér að ofan.... þar er einmitt farið í þetta sem þú segir.

Óskar Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 19:55

8 Smámynd: Hannes

Ef það væri hraðinn sem drepur þá ætti Autpbahn í þýskalandi að vera hættulegasti vegur í heimi en það er hann ekki heldur einn af þeim öruggustu af því að hann er gerður fyrir hraðann sem er á honum.

Hannes, 8.8.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband