Íslensk orkufyrirtæki aldrei mikilvægari?

Íslensku orkufyrirtækin eru klárlega lykilfyrirtæki í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi. Það skyldi þí aldrei vera að útrás íslensku orkufyrirtækjanna eigi eftir að gefa okkur dýrmætar gjaldeyristekjur?


mbl.is Enex Kína í sæng með Sinopec
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverskan gjaldmiðil má ekki nota utan Kína. Það eru einföld kínversk lög. Kínverska fyrirtækið á 51% í sameiginlegu fyrirtæki og getur hent út ´íslenska orkufyrirtækinu´ hvenær sem er.

Mér sýnist á öllu að sumir vilji hausta hagnað á fyrirbæri sem mjög varhugavert að færa í bókhaldið.

Er það ekki eins konar misnotkun? 

nicejerk (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

nicejerk:

Það gæti meira en verið að þú hafir rétt fyrir þér í þessu, að hluta.

Hinn hlutinn er viðskiptalegs eðlis og gæti komið þessu fyrirtæki á kortið í stærsta neyslusamfélagi heims. Það er ekkert lítið til langframa.

Ég reikna með að hlutur félagsins sé að mestu fólginn í útseldri vinnu og þess háttar en ekki beinum peningum, það er yfirleitt þannig í verkefnum sem þessum.

Þ.a.l. þá á félagið að fá sinn hlut í samræmi við framlag, í kínversku Juan, reikna ég með. Í augnablikinu er það mun sterkara en evran, þannig...

Sindri Karl Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 21:10

3 identicon

Óttalegt bull er þetta í þér. 

Er svo ekki félagið Enex Kína skráð á Tortula eyjum og hefur ekkert með Ísland að gera?

Þú "reiknar með" og reiknar. Þú fellur og fellur. Hvaða viðskiptaeðli ertu að tala um? Ertu að vitna í Enex Kína? Enex Kína er orðinn þræll Sinopec! Ertu að stæra að því? Er einhver trygging fyrir því að Enex minnihlutinn muni nokkurn tímann fá greitt! Kynntu þér málin áður en þú lofsamar hjörðina.

Mér þykir þú taka hlutum sem sjálfgefnum, sem er alls ekki réttur póll.

Skortur á reynslu berar sig hérna að mínu mati. En það er bara ég. 

nicejerk (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband