Jákvæð breyting félagsmálaráðherra á lánareglum Íbúðalánasjóðs

Það er afar jákvæð breytingin sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur gert á lánareglum Íbúðalánasjóðs með reglugerðarbreytingu þar sem lágmarksfjárhæð endurbótalána sjóðsins er lækkuð. Þessi breyting skiptir miklu máli fyrir minnstu íbúða í fjölbýlishúsum og eigendur íbúðarhúsnæðis sem hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun smærri framkvæmda.

Lágmarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa vegna endurbóta er nú 400 þúsund krónur í stað 570 þúsund króna áður. Það þýðir að endurbætur þurfa einungis að kosta 500 þúsund krónur í stað rúmlega 700 þúsund króna fyrir breytingu.

Næsta breyting sem Árni Páll ætti að gera er að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs sem nú er einungis 20 milljónir og að auki að veita Íbúðalánasjóði heimild til þess að veita endurbótalán sem yrðu afborgunarlaus fyrstu 3 árin.

Um það hef ég ítrekað bloggað - til dæmis í pistlinum Hærra hámarkslán og endurbótalán afborgunarlaus fyrstu 3 árin!

En aftur að lækkun lágmarksfjárhæðarinnar.

Breyting þessi er einkum til hagsbóta fyrir eigendur minnstu íbúða í fjölbýlishúsum og eigendur íbúðarhúsnæðis sem hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun smærri framkvæmda. Breytingin ætti því að ýta undir framkvæmdir - sem er jákvætt og atvinnuskapandi!

Mörg dæmi eru fyrir því að ekki hefur verið farið í nauðsynlegar framkvæmdir á fjölbýlishúsum þar sem hlutur minnstu íbúðanna í framkvæmdum hefur verið undir þeirri fjárhæð sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til - og eigendur íbúðanna því ekki haft efni á að taka þátt í framkvæmdum. Breytingin ætti því að ýta undir viðhaldsframvæmdir á fjölbýlishúsum með tilheyrandi aukinni vinnu fyrir iðnaðarmenn.

En hvað telst til endurbóta?

Í frétt á vefsíðu Íbúðalánasjóðs www.ils.is segir:

"Til endurbóta á húsnæði telst til dæmis endurnýjun á raflögnum eða vatnslögnum, þakviðgerðir, málningarvinna, endurnýjun eldhúsinnréttinga og margt fleira. Framkvæmdir við lóð, svo sem hellulagning eða smíði sólpalla, eru einnig lánshæfar. Allar viðbætur við íbúð, hvort sem þær eru keyptar eða byggðar, eru lánshæfar ef þær hafa hlotið samþykki byggingaryfirvalda og ef þær eru skráðar með íbúðinni í fasteignaskrá og veðmálabókum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband