Vanhæfur samgönguráðherra með vitlausa vegagerð

Ekki ætla ég að gera lítið úr Vaðlaheiðagöngum - vegagerð í kjördæmi samgönguráðherrans. Samgöngumiðstöð í Reykjavík er eflaust ágæt - en afar umdeild - enda menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu hennar frekar en flugvallarins.

En það er vanhæfur samgönguráðherra sem setur nauðsynlega tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar við Reykjavík aftar en Vaðlaheiðagöng - og Sundabraut aftur fyrir samgöngumiðstöð.

Samgönguráðherrann er best geymdur á Siglufirði.


mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Á Siglufirði býr ágætisfólk og þar er gott að vera, hvort sem maður er ráðherra eða eitthvað annað. En hvar væri best að geyma þig Hallur?

Björn Birgisson, 29.6.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er sammála Birni að á Siglufirði býr gott fólk. Forgangsröðun ráðherrans er samt arfavitlaus - einnig út frá byggðasjónarmiði. Geta menn aldrei hætt að vera kjördæmaráðherrar?

Guðmundur St Ragnarsson, 29.6.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Dilbert

Ekki meðan landinu er skipt í kjördæmi. Þeir hugsa fyrst um endurkjör. Og svo kemur skynsemin, í besta falli.

Dilbert, 29.6.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sé ekki betur en Möller hafi sett sjálfan sig fremst í forgangsröðina. Burt með þessa kjördæmaskiptingu.

Finnur Bárðarson, 29.6.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Morten Lange

Eftir 10 eða 20 ár sjá menn að allar þessar framkvæmdir voru / væru vitlausar. Þá er vitundin um sjálbærri þróun væntanlega kominn á hærra plan.

Að aðskilja akstursstefnur á milli Selfoss og HVeragerði væri kannski ágætt, samt. Mögulega jafnvel 2+1 með góðum vegaöxlum.

Morten Lange, 29.6.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Kannski bara hægt að fara Þrengsli og Óseyrarbrú á austurleið, en  venjulegu leiðina  til vesturs?

Ráðherrann er alla vega ekki á réttri leið. 

Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2009 kl. 21:38

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Björn!

Það er einmitt það sem samgönguráðherrann - kyrrð og ró meðal góðs fólks á Siglufirði - samgangurinn við Vegagerðina í Reykjavík hefur greinilega ekki haft góð áhrif á kallinn

Hallur Magnússon, 29.6.2009 kl. 22:12

8 Smámynd: Björn Birgisson

Bull, Hallur minn!

Björn Birgisson, 29.6.2009 kl. 22:45

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei Björn - ekki bull!

Samgönguráðherrann er gersamlega úti að aka í samgöngumálunum - og þarf á kyrrð og ró í Fjallabyggð að halda til að ná áttum!

Hallur Magnússon, 29.6.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hann Kristján er bara flottur karl. Vinnur sína vinnu samviskusamlega. Hættu þessu bulli, Hallur minn. Einbeittu þér heldur að framlágum Framsóknarmönnum. Nóg er af þeim um þessar mundir. Láttu almennilegt fólk í friði!

Björn Birgisson, 29.6.2009 kl. 23:14

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Meðan við höfum ekki efni á neinum af þessum hlutum er þetta tóm steypa.

Héðinn Björnsson, 30.6.2009 kl. 04:10

12 Smámynd: Dexter Morgan

Kristján er eiginhagsmunapotari. Tryggir sér kosningu á kosnað skattborgaranna. Hugsið ykkur hvað við gætum gert fyrir þessa 10-12 MILLJARÐA sem ruglið í gegn um Héðinsfjörð, kend við göng, kosta okkur. Þessa vitlausustu vegaframkvæmd allra tíma hefði átt að slá af og hætta við fyrir löngu, og það hefði verið gert ef Kristján hefði ekki verið þar sem hann er. Það eitt sýnir og sannar hvað þetta er mikill eiginhagsmunaseggur.

Dexter Morgan, 30.6.2009 kl. 10:28

13 identicon

Mikið er ég sammála þér Hallur, samgöngubættur úr úr höfuðborgini verða að hafa forgang það er til hagsbóta fyrir alla landsmenn.

Ásgeir Ingvi Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband