Ólafi Ragnari ber skylda til að stöðva IceSave

Ólafur Ragnar Grímsson sýndi á sínum tíma mikinn styrk þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þar var mál sem Ólafur taldi með réttu að þjóðin ætti að ákveða hvort ætti rétt á sér.

Vafinn sem ríkir um IceSave og mögulegt valdaframsal er þess eðlis að Ólafur Ragnar getur ekki látið löggjöf vegna þessa yfir sig og þjóðina ganga. Fjölmiðlafrumvarpið er smámál miðað við mögulegar afleiðingar IceSave.

Forsetanum ber skylda til að stöðva málið og koma IceSave í dóm þjóðarinnar. Til þess er hann - öryggisventill á vafasamar ákvarðanir stjórnvalda.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Ólafur Ragnar Grímsson sýndi á sínum tíma mikinn styrk þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin" - nei, sýndi hann ekki bara þar með að það er hægt að hafa forseta í vasanum ef maður er nógu ríkur fjölmiðlaeigandi?

Forsetinn mun aldrei, aldrei neita að skrifa undir Icesave-fumvarpið ef það verður að lögum. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér. Vonandi.

Ingvar Valgeirsson, 29.6.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ingvar er sammála þér frá a-ö...Að hann skyldi ekki samþykkja fj.m.lögin..var bara skömm..

Halldór Jóhannsson, 29.6.2009 kl. 23:23

3 identicon

Afsakaðu Hallur

En ég tel að forseti vorar beri þá skyldu að virða ákvörðun þessara lýðræðislega kosnu ríkisstjórnar.Þessi ákvörðun Ólafar með fjölmiðlalögin var ekki byggt á neinni yfirvegaðri rökhugsun, fremur en þráhyggju þessarar prímadonnu að næla sér í vinsældir og að upphefja valdastöðu sína. Almenningur veit ekki alltaf betur, auk þess er þetta bara eflaust hávær minnihluti.

Ég er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér eða að þessi samningur sé eitthvað frábært fyrirkomulag, ég er einungis að segja að þú verður að útskýra eitthvað betur út hvað þessi vafi byggir. Ef alþingi okkar samþykkir samninginn, sé ég enga ástæðu fyrir því að einhver smábörn sem vilja ekki horfast á við raunveruleikan eða okkar ábyrgð á þessu sjálfskaparvíti, eigi að geta fengið forseta okkar til að sniðganga ákvörðun ríkisstjórnar okkar.

Sveinn Guðbjörgsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:33

4 identicon

Við þurfum ekki á forsetanum að halda í þessu efni.

Liljurnar í VG og Ögmundur munu sjá til þessa að þetta verði fellt. 

Þau halda að svo verði bara næsta mál á dagskrá og átta sig ekkert á því  að Steingrímur hefur lagt sjálfan sig undir og mun segja af sér ráðherradómi og formennsku í VG.  Jafnvel hætta á þingi.

Ábyrgðin liggu svo hjá þessum þremur að mynda meirihlutastjórn með Sjálfstæðisflokknum, Framóskn og Borgaraflokknum.

Þá fáum við væntalega nýjan Icesave samning sem er betri en þessi.

Eða hvað?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:58

5 identicon

Forsetinn fór gegn þjóðinni þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin, hann hefði betur skrifað undir þá hefðum við kannski haft fjörða vald sem gagn er af í dag.

Og af öllum málum, þá velur hann að skrifa ekki undir lög sem vernda almenning þó á lögunum hafi kannski verið smávægilegir gallar.

 Ef ekki trú á því að forsetinn standi með þjóðinni í þessu, það hefur hann aldrei gert því skildi hann byrja núna ?

Jón (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 01:50

6 identicon

frá dögum fjölmiðlafrumvarps:

 

Við auðvaldið hér áður, títt

var ódæll, heldur betur.

Ljúfur nú sem lambið blítt

úr lófa þess hann étur.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 02:41

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Sammála þér Hallur.

Sjálfstæðismenn virðast ekki átta sig á eftirfarandi:

Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti Icesave. Ólafur Ragnar Grímsson starfar sem forseti lýðveldisins í umboði mikils meirihluta landsmanna.

Sigurður Þórðarson, 30.6.2009 kl. 09:20

8 identicon

Þinginu ber skylda til að fella Icesave!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er rétt hjá þér; Fjölmiðlafrumvarpið er smámál miðað við mögulegar afleiðingar IceSave.

Allt annað í þessarri færslu eru skrítnar fullyrðingar. Einsog þessi;

Vafinn sem ríkir um IceSave og mögulegt valdaframsal er þess eðlis að Ólafur Ragnar getur ekki látið löggjöf vegna þessa yfir sig og þjóðina ganga.

Er ríkisábyrgð vegna lántökusamnings nú allt í einu orðin valdaframsal?

Þú er þá líklega að vísa í hið svokallaða "afsal griðhelgi fullveldis" sem er nokkurskonar sjálfskuldarábyrgð ríkissins. þar sem ríkið (eins og svo margir skuldarar) veitir lánveitanda heimild til þess að ganga að þeim eignum sinum sem ekki eru NAUÐSYNLEGAR rekstri og fullveldi þess, jafnt innanlands sem utan, ef ekki er staðið við greiðslu. (þessvegna hefðum við þurft að koma auðlindaákvæðinu inní stjórnarskrá á síðasta þingi til að taka af allann vafa um þau mál)

Það er ekki það sama og að afsala sér "sovereign" völdum og þ.e. fullveldi á einhvern álíka hátt og að ganga i ESB til dæmis.

Það er mikilvægt að fólk sé ekki að rugla umræðuna svona. það er nógu erfitt að komast til botns í þessu með réttar upplýsingar

Sævar Finnbogason, 30.6.2009 kl. 16:26

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Sæavr!

Valdaframsalið felst í veðunum sem við eum að stja undir. Eignir ríkisins.

Hallur Magnússon, 1.7.2009 kl. 20:04

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Hallur
Ég er einmitt að gera atugasemd við það hvernig þú notarhugtakið valdaaframsal. Mér finnst þessi notkun ekki standandast miðað við þann skilning sem lagður er í hugtakið og ég velti því fyrir mér hvers vegna þú notar það á þennan hátt.

Við erum vissulega að leggja eignir að veði fyrir skuldinni, eins og títt er um lánasamninga. Um það er ekki deilt. (lengur allavega) Þetta þekkir fólk sem tekið hefur lán bara úr sínu eigin lífi. Það er hinsvegar hæpið að að tala um það að allir sem hafi tekið til að mynda húsnæðislán séu þá ekki sjálfráðir eða ekki "fullvalda" í sínum ákvörðunum. Sá sem tekur slíkt lán er "fullvalda" þ.e. hefur fult vald yfir sér og sínum ráðstöfunum að öðru leiti en því sem hann hefur gengist undir með að taka lánið sem um ræðir.

Við þetta er því að bæta að þegar ekki er traust er venjulega ekki um það að ræða að lán fáist nema gegn góðum veðum. 

Sævar Finnbogason, 1.7.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband