HM?!!! - Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?

Ögmundur kæri vin! Var það ekki Gulli ómögulegi sem lagði þetta til?

Úthrópaðir þú ekki Guðlaug Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra fyrir að vilja sameina heilbrigðisstofnanir?

Ég var sammála Gulla í því að stækka heilbrigðisstofnannasvæðin - enda skynsamlegt - og fékk það óþvegið!  Ekki fyrir að færa góð og gild rök fyrir sameiningunni - heldur vegna þess að það var talið "pólitískt rangt" að hæla pólitískum andstæðing mínum.

Ég mun hins vegar halda áfram að hæla pólitískum andstæðingum fyrir það sem gott og skynsamlegt er - en áskil mér rétt til að skamma þá sem við stjórnvölin eru þegar þess er þörf eins og ég hef alltaf gert. Líka mína flokksmenn hvort sem þeir eru við stjórnvölinn eða ekki.

Vona að ég geri oftar klappað fyrir þér frekar en að skamma þig - veit að þú hefur alla burði til að standa þig vel!

Sjá td. fyrra blogg mitt: Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði

Vænti mikils af þér - en vona að þú hækkir frekar laun Jóhönnu en að lækka laun forstjóra Ríkisspítala. Núverandi 1400 þúsund króna laun eru síst of há fyrir að reka það erfiða fyrirtæki - enda  verða vísasti vegur í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins ef þið ætlið að miða hámarkslaun lækna við 943 þúsund. Ef það verður stefnan - þá mun VG og Jóhanna verða leiðandi í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Veit að það er ekki sá minnisvarði sem þið viljið láta standa eftir ykkur eftir áratuga baráttu fyrir hagsmunum þeim sem  minnst mega sín í samfélaginu!

 


mbl.is Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Það að sameina stofnanir var ekki vandamálið, heldur að Guðlaugur ætlaði að gera allt án samráðs við þær stofnanir sem átti að sameina... Allt í einu var Guðlaugur ásamt ráðgjafa búin að ákveða hvernig átti að breyta öllu og engin vissi neitt og engin hafði neitt um það að segja. Veit ekki betur en Ögmundur hafi verið að funda stíft með starfsfólki þessara stofnana sem hann ætlar að sameina.

Björn Halldór Björnsson, 12.5.2009 kl. 23:15

2 identicon

Mér finnst Björn Halldór lítið vit hafa á hlutunum og ætti ekki að vera að tjá sig um þessi mál. Veit það fyrir víst að samráð og undirbuningur að sameiningu stofnana á Norðurlandi stóð lengi.  Almennt sáu menn hagræði í þeirri sameiningu þótt einhverjir yfirmenn myndu missa sporslur úr sínum vösum. 

Það er gott sem vel er gert og það er sama hvaða flokksgæðingur gerir góða hluti. Það á að þakka fyrir það en ekki reyna að níða niður og brigsla mönnum um mislögð verk og  reyna svo að upphefja sig á kostnað annarra.

Magnús (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Magnús það er hægt að undirbúa aðgerðir lengi, en séu fáir hafðir með í ákvörðunartöku þá kalla ég það seint samráð. Þú gefur næstum til kynna að þessir "yfirmenn" og skoðanir þeirra og lausnir skipti engu máli.

Það má vel vera að það hafi verið gott samráð á norðurlandi, en var það t.d. á St. Jósefsspítala? http://www.ogmundur.is/annad/nr/4350/ en vissulega var óþarft þetta skítkast Ögmundar.

Björn Halldór Björnsson, 13.5.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn gerir allt rétt og enginn allt rangt. Ögmundur talar við fólkið og fer mannlegu leiðina. Guðlaugur held ég að hafi virkilega viljað gera góða hluti en samskiptin beint við hlutaðeigandi fólk var ábótavant. það er kallað samskiptahæfileiki eða samkiptagreind, sem er mjög mikilvægur þáttur. Einn sér eins og einn en tveir sjá eins og þrír. þetta skilur Ögmundur. Vorkenni mörgum sjálfstæðismönnum að kunna það ekki eða þeir gera það alla vega ekki að hafa fólkið með í ráðum. St.Jósefsspítali er alveg sérstök stofnun sem sker sig úr og ber af öllum sjúkrastofnunum sem ég hef komið á. Í mínum augum er hún næstum heilög eins og blessaðar nunnurnar sem eru hjartað í þeirri stofnun. það mun aldrei neinum takast að hróbla við þeim heilagleika án vandræða. Ég er nú ekki meiri víkingur en það að sumt er bara heilagt, og samt er ég trúleysingi! það er ekki til neinn flokkur fyrir svona sérvitringa eins og mig sem fer bara eftir minni eigin sannfæringu í öllum málum.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband