Jóhanna á skammarlega lágum launum sem forsætisráðherra.

Stefna ríkisstjórnarinnar um að engin "ríkislaun" skuli vera hærri en sem nemur launum forsætisráðherra getur verið góðra gjalda verð. Lausnin felst hins vegar ekki í að lækka til muna núverandi laun ríkisforstjóra - laun sem eru vissulega góð - en fjarri því að vera ofurlaun.

Lausnin er að sjálfögðu að hækka laun forsætisráðherra um 30% - 50%. Samhliða hækka laun annarra ráðherra sem og þingmanna.

Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt að ríkisforstjórar séu með ágæti laun þá eru þau laun yfirleitt mun lægri en sambærileg laun í þeim fyrirtækjum sem enn ganga þokkalega, í bankakerfinu og í skilanefndum bankanna.

Ef við lækkum launin þá fáum við ekki eins hæfa stjórnendur ríkisfyrirtækja - einmitt þegar við þurfum á hæfum stjórnendum að halda.

Forsætisráðherra er með lægri laun en efri millistjórnendur í ríkisbönkunum og í þeim fyrirtækjum sem enn ganga.

Þingmenn eru með mun lægri laun en millistjórnendur í þeim fyrirtækjum sem enn ganga. Fengju skárri laun sem mikilvægir sérfræðingar víðs vegar í atvinnulífinu.

Þótt Jóhanna Sigurðardóttir geti haft það ágætt á laununum sínum - ein og nægjusöm komin á eftirlaunaaldur - þá væri hún ekki ofsæl af þeim launum í þeirri erfiða starfi sem hún gegnir ef hún væri til dæmis fjögurra barna einstæð móðir. En kannske viljum við ekki hafa fjögurra barna einstæða móður sem forsætisráðherra. Eða barnafólk yfirleitt.

Ofurlaun eiga ekki rétt á sér. En það er langt í frá að ríkisforstjórar séu á ofurlaunum. Meira að segja hæstlaunuðustu ríkisstarfsmennirnir - bankastjórar ríkisbankanna - eru ekki á ofurlaunum þótt kjör þeirra séu afar góð.

Við megum ekki alveg ganga af göflunum popúlismanum í kreppunni.  Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur ríkisfyrirtækja.


mbl.is Margir með betri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér Hallur.  Hækkum laun elítunnar og þeirra sem voru á góðum launum við að koma Íslandi á hausinn. 

Mætum því með skatta hækkunum og niðurskurði.  Einhvern veginn verðum við að koma bönkunum á lappirnar og halda okar vel menntaða fólki í landinu eftir að því fjölgaði svo um munaði á ríkisjötunni.

Skattgreiðandi.

Skattgreiðandi (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:08

2 identicon

Hefurðu lesið yfir það sem þú skrifaðir.

Hækka laun sem eru fyrir kr 970.000.- um 30% - 50%

Reyndu aðeins að stíga til jarðar.

Almenningur í landinu fær ekki einusinni hækkun upp á 5%

Jón B. (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:42

3 identicon

Sammála þér Hallur.

Hækkum laun þeirra sem eiga að stjórna og fáum þannig hæfasta hópinn til þess. Þetta er ástæðan fyrir því að við sitjum uppi með vonlausa ríkisstjórn.

Forsætisráðherrann okkar talar ekki einu sinni ensku !

Hvort er betra að borga hæfum einstakling 1.5 milljón á mánuði eða vanhæfum 1.0 milljón ?

Vilmundur Árnason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hallur:

Í grunninn er ég sammála þér, allavega varðandi laun forsætisráðherra og ráðherra almennt og svo auðvitað þingmanna. Auðvitað verðum við einnig að borga forstöðumönnum stærstu ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja mannsæmandi laun og því sem næst sambærileg og á markaði. Hvaða laun er verið að borga slíku fólki á markaði núna, hafa þau ekki lækkað líka? Hins vegar er þetta ekki tíminn í slíkar æfingar.

Varðandi lýðskrumið, þá hefur Samfylkingin stundað þetta árum saman og notið góðs af. Íslendingar elska lýðskrum og síðustu kosningar sýndu það mjög vel. Núna eru VG byrjaðir í því sama, en Ögmundur Jónasson byrjaði með því að afsala sér ráðherralaunum.

Lýðskrumið á aðeins eftir að verða ýktara. Bráðum selja þau öll ráðherrabílana og taka strætó eða hjóla í vinnuna, fljúga á almennu farrými - Jóhanna reynir kannski að vinna fyrir farinu með því að vera flugfreyja - og síðan gista á farfuglaheimilum í útlöndum og borga upp í farið með því að vaska upp. Engir verða dagpeningarnir, en þau hafa mér sér kost: Ora fiskibollur, Ora baunir, Ora kjötbollur, niðursoðnar kartöflur úr Þykkvabænum og hita sér þetta upp á prímus.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 09:01

5 identicon

voðalega getur fólk verið óeðlilega heimskt! hækka launin til að við fáum hæfara fólk? þessir bankastjórar og forstjórar sem voru með 20-60 milljónir á mánuði voru þeir hæfir? nei! urðu þeir eða verða aðrir í sambærilegum atvinnurekstri hæfari vegna launanna? nei! hvernig geta háar launakröfur gefið okkar hæfara fólk þegar vandamálið okkar varð til vegna svona hugsanaháttar!!!! er ekki akúrat það sem við þurfum núna hæft fólk sem er tilbúið að vinna á eðlilegum launum? og hvernig í ósköpunum færðu út að 4 barna einstæð móðir gæti ekki lifað vel á 930þús?? þarf hvert barn þá 150þús og hún rétt skrimtir á 300þús fyrir sjálfa sig??? hvað helduru eiginlega að séu margar einstæðar 4 barna mæður í dag með undir 300þús? eru þær kannski ekki til í þínum heimi? þetta er nákvæmlega vandamálið! ríkistjórnin er ekki að bregðast við vanda heimilanna af því hún er ekki að finna fyrir vanda heimilanna með 930þús á mánuði, plús ökutækis og bílstjóra!

við þurfum að lækka launin svo við fáum fólk sem er ekki að hugsa launin heldur velferð íslands. Ef fólk er svo virkilega hæft að það geti bjargað íslandi úr vandanum en neitar að gera það fyrir minna en 2 milljónir á mánuði þá er það ekki rétta fólkið.

almáttugur (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:15

6 Smámynd: Einar B  Bragason

Viltu bara ekki senda henni hluta af þínum og gleðja kerluna ? hehe

Einar B Bragason , 12.5.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef þú hugsar á þessum nótum Hallur í þínum rekstri. þá verður ekki langt þangað til hann verður kominn á hausinn.Til þess að hægt sé að greiða laun þurfa að vera til peninigar.Stjórnendur og ráðherrar í mörgum ríkjum menn,sem skara fram úr við stjórnun eru margir hverjir auðmenn og launin eru þeim ekki stórt atriði.Þeir þingmenn og ráðherrar sem gefa sig í það að bjarga landinu eru ekki endilega þeir sem heimta hæstu launin.Það er eins með stjórnendur ríkisfyrirtækja.

Sigurgeir Jónsson, 12.5.2009 kl. 11:45

8 Smámynd: ThoR-E

Er ekki í lagi kunningi? Þessi færsla hlýtur að vera grín.

Viltu fara að hækka laun fólks, sem er með næstum milljón á mánuði.

Hvernig væri að hækka bætur öryrkja? og ellilífeyrisþega?

Guði sé lof að þú ert ekki í stöðu til þess að hafa áhrif á laun. Þá værum við í slæmum málum.

ThoR-E, 12.5.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband