Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar

Það væri góður leikur hjá ríkisstjórninni að gera hagfræðinginn Lilju Mósesdóttur viðskiptaráðherra í stað Gylfa Magnússonar. Lilja gerir sér greinilega betur grein fyrir stöðu mála á vinnumarkaði en Gylfi sem virðist í algerri afneitun um raunverulega stöðu mála.

Lilja vill niðurfærslu skulda vegna íbúðalána og Lilja vill ýta undir atvinnu með því að fjölga þeim fyrirtækjum sem hafi kost á að ráða fólk af atvinnuleysisskrá og fái atvinnuleysisbæturnar í meðgjöf til að byrja með.

Gylfi lætur hins vegar sem allt sé í himnalagi og heldur því fram að flestir geti staðið undir skuldbindingum sínum. Hann ætti að tala við einhverja meðal hinna 17 þúsunda sem nú gengur um atvinnulaus og ná ekki endum saman.

PS. Það sem er ennþá verra er að Gylfi - og reyndar Jóhanna líka - tuða sífellt um greiðsluaðlögun sem valkost - en greiðsluaðlögun er ekki enn orðin raunhæfur valkostur fyrir illa stödd heimili þar sem reglugerð með frumvarpinu hefur ekki verið endanlega útfærð.

Einkennandi fyrir ríkisstjórnina. Það er ekki enn búið að ganga frá reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds þótt lögin séu að verað 2 mánaða gömul!

 


mbl.is Fleiri fái að ráða í bótavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Hildur Jónsdóttir

Góð hugmynd að nýta mannauðinn, það er ekki gott fyrir fólk að vera lengi atvinnulaust, félagsleg virkni minnkar og erfitt að komast út úr þessu. Fullt til af verkefnum sem mætti ráðast í t.d. hreinsun og snyrting umhverfisins, það er verðugt verkefni ef við ætlum að lifa á ferðamennsku sem virðist helsta atvinnustefna verðandi ríkisstjórnar, þrífa svolítið fyrir verðandi ferðamenn. Svo skilst mér að það séu alltaf einhver störf sem ekki tekst að ráða í því Íslendingar eru vinnusnobbarar, komast upp með að hafna vinnu en vonandi lagar núverandi ástand það. Svo eru ýmis samfélagsleg vandamál sem alltaf vantar fólk í að sinna, væri ekki slá tvær flugur í einu höggi með því að atvinnulaust fólk skilaði ákv. vinnuframlagi.

Ásdís Hildur Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það væri sennilega best fyrir hroka hanns að hann væri rekinn og ég er reyndar búinn að senda honum uppsögn frá mér persónulega.

Vilhjálmur Árnason, 3.5.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: GunniS

já það yrði fínt ef atvinnuleisisbætur yrði í meðgjöf , og svo önnur laun á móti frá fyrirtækinu, enda efast ég um að þú yrðir hrifin af að þurfa að mæta í vinnu fyrir 115 til 120 þús útborgað á mánuði.  þetta eru samt lágmarkslaun sem efling býður upp á, og finnst mér að það mætti segja upp verkalýðshreifingunni eins og hún leggur sig fyrir að semja um svona kjör fyrir fólk. enda eru lágmarksrlaun lægst á íslandi af öllum norðurlöndunum.

GunniS, 3.5.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Eru menn búnir að velta þessu fyrir sér ??

Núna er verið að opna útboð hjá vegargerðin en eru 60 % af áætlun ef verktökum er síðan boðið að Ríkið borgi launinn þá geta menn haldið áfram að undirbjóða hvorn annan og borgað lámarklaun

Jón Rúnar Ipsen, 3.5.2009 kl. 18:18

5 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Held að það Þurfi meira en Lilju í viðskiptaráðuneytið til að koma í veg fyrir allsherjar uppþot vegna veruleikafyrringar S & VG við myndun Aðgerðaleysunnar.

Guðmundur Andri Skúlason, 3.5.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Sem er frábært þá mun ríkið bæði borga fólki sem misst hefur vinnuna og líka fyrirtækjum fyrir að ráða það aftur í vinnu engin smá sparnaður fyrir verktaka

Jón Rúnar Ipsen, 3.5.2009 kl. 18:27

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Er mikið sammála Halli hér - líst afar vel á Lilju Mósesdóttur - og hún er svo lúmskt ákveðin !

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.5.2009 kl. 18:28

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lilja þessi var nú rassskellt alveg rosalega áðan í fréttum Stöðvar 2. Þessi kona er bara vinstri glamrari og best á búsáhöldunum.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 19:35

9 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Er það að koma fram með hugmynd sem hefur verið í umræðunni í fleiri mánuði . Fyrir utan að ég sé ekki hver á að gæta þess að jafnræðis sé gætt

Jón Rúnar Ipsen, 3.5.2009 kl. 19:46

10 identicon

Flestir geta staðið undir skuldbindingum sínum.

Mér sýnist flestir sem hæst láta með skuldaafskriftir séu vel menntaðir í góðri vinnu og launum, en ekki hópur atvinnulausra úr láglaunastéttunum, og vera meira að hugsa um eiginfjárstöðu sína en greiðslugetu.

Áberandi í hópnum eru allskyns ráðgjafar, fasteignasalar og framsóknarmenn sem kannski hafa sjálfir gengið full hratt um gleðinnar dyr í gróðærinu og finnst nú sjálfsagt að skattgreiðendur axli ábyrgð á þeirra prívatskuldum.

Ömulegt er siðleysið í málflutningi þeirra sem predika "greiðsluverkfall" sem hagstæðan valkost fyrir fólk sem ræður við sínar skuldir, þrátt fyrir eiginfjárstöðu á núlli eða neðar og ætlast til að samborgar sínir beri skaðann.

Svo hamast liðið við að rakka niður útrásarlýðinn, en virðist nú aðhyllast svipaða hugmyndafræði.

magnus (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:10

11 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Hún er greinilega "mannlegri" en Gylfi.  Mér er hins vegar ómögulegt að gleyma orðum Gylfa áður en hann varð ráðherra, þá virtist hann nær raunveruleikanum.

Hann taldi nauðsynlegt að afskrifa verulegan hluta skulda heimila og fyrirtækja og það væri ekki eftir neinu að bíða með það.  Það gerði stöðu mála mun erfiðari fyrir þjóðina ef ekki væri tekið á því strax.  Nú hefur hann verið ráðherra í ca. 3 mánuði og lítið sem ekkert gert nema fulltryggt 600 milljarða sparnað, án hámarks á innistæðu (bók), sem er víst einsdæmi í veraldarsögunni.  Upphaflega var talað um ríkistryggingu að hámarki 3 milljónir á innistæðu (bók).  Hverjir eiga sparnaðinn, gætu það verið fyrrverandi og núverandi ráðamenn, fyrrverandi og núverandi bankastjórar og kvótakóngar, útrásarvíkingar og aðrir "toppmenn" í þjóðfélaginu.  Varla eru það fjölskyldurnar sem nú eru við það að verða og verða brátt gjaldþrota sem eiga sparnaðinn.  Hvaðan fær bankakerfið tekjur til að borga sparnaðinn þegar þúsundir af fjölskyldum sem verið er að blóðmjólka í dag fara í gjaldþrot.  Það var haft eftir Ögmundi J. að af þessum 600 milljörðum kæmu ekki nema 20% til með að borga fjármagnstekjuskatt uppá nokkra milljarða,  80% (sem ekki borga) ættu ekki það háar upphæðir á bókum.  Það væri fróðlegt að vita hvaða sparnað og hverra er í raun verið að verja.  Spillingin er sú sama í þjóðfélaginu, sama hvaða flokkum menn tilheyra    en í þessu tilfelli getur dæmið ekki gengið upp, það verður greinilega stutt í "allsherjar hrun" ef ekkert verður gert fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.

Páll A. Þorgeirsson, 3.5.2009 kl. 20:20

12 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Smá viðbót 

Mikið finnst mér  magnus (kl 20:10) lágkúrulegur, hann er kannski einn af þeim sem fékk sparnaðinn uppí topp.

Páll A. Þorgeirsson, 3.5.2009 kl. 20:28

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er rétt hjá þér Hallur. Lilja virðist vera meira í tengslum við raunveruleikann.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 20:28

14 identicon

Hvers vegna á að hjálpa mönnum núna sem eru að verða gjaldþrota, ég veit ekki betur en að menn hafi mátt hingað til fara á hausin á þess að nokkur hafi haft af því áhyggjur, nema skuldarinn, eða verða aðgerðirnar afturvirkar?

advocatus diaboli (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:35

15 identicon

Þetta er barnaleg rök Guðmundur.

 Ef menn halda að þeir fari í gegnum kreppu, eftir ímyndað góðæri, mikla neyslu og með ónýtan gjaldmiðil, án þess að finna fyrir því (pain) þá er það ekki þannig í raunveruleikanum.

Það er engin "þægileg"  og móðurleg lausn í boði og lýðskrum að halda því fram að með því að hafa annan Viðskiptaráðherra sem væri aumingjabetri þá væri hægt að "fixa" þessi óþægindi (skuldirnar).

Það er ekkert quick fix í boði, engar einfaldar patentlausnir líkt og þú ert að gefa í skyn.  Þó það sé bæði ósanngjarnt og sárgrætilegt að stærstur hluti almennings sé í þessarri stöðu þá lagast ástandið ekkert, ekki einu sinni þó að móðir þín væri gerð að Viðskiptaráðherra.  

Menn verða að tala af ábyrgð og festu.  Það að Gylfi neiti að stunda lýðskrum og segja hlutina eins og þeir eru en ekki það sem menn vilja heyra gerir hann afar hæfan í embættið því það er nóg komið að lygum og lýðskrumi.

Friðrik (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:19

16 identicon

Styð Lilju í embættið ... hefur skilning á kreppum og fólki!  Setjum hrokagikki í frí!

Beta (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:24

17 identicon

Það eru ótrúlega margir sem telja það bara nauðsynlegt og í góðu lagi að niðurfæra skuldir villt og galið. Eins og allir hafi hagað sér skynsamlega m.v. aðstæður sem voru og síðan hafi aðstæður breyst til hins verra sem engin gat séð fyrir.

Staðreyndin er hins vegar sú að mjög margir höguðu sér afar óskynsamlega og skuldsettu sig upp fyrir haus m.v. bestu aðstæður sem hugsast getur í þjóðfélaginu og reiknuðu ekki með að neitt gæti versnað. Margt fólk á bara einfaldlega alls ekki skilið að vera hjálpað.

Auk þess hefur fólk alltaf verið að lenda í greiðsluerfiðleikum þó mun meira sé um það núna. Það er ekki hægt að hjálpa öllum og á ekki að reyna að hjálpa öllum. Með því eru send röng skilaboð til fólks.

Almennar aðgerðir sem nú eru í gangi eru einna skynsamlegastar þ.e. meta hvert og eitt tilvik og bjóða upp á greiðsluaðlögun, hækkun vaxtabóta (tímabundið) o.fl.  

Almenn niðurfærsla skulda er ein brjálæðislegasta vitleysa sem komið hefur fram.  Hjálpar mörgum en þó sérstaklega meirihluta landsmanna sem þarf ekki á því að halda. Það er marg búið að sýna fram á að kostnaður sem lendir á skattþegum verður óheyrilegur.  Menn hafa ekki sýnt fram á að þetta jafnist út og kosti lítið, þær niðurstöður hafa verið meira í settar fram sem óskhyggja án þess að málin hafi verið skoðuð til enda.

Minna má á að síðast þegar að bankarnir skuldbreyttu lánum fólks í hálfgerðum fjöldaaðgerðum og markaðsátaki þ.e. þegar að þeir komu inn á markaðinn 2004 þá hurfu yfirdráttarlánin í smá tíma. Eftir nokkra mánuði voru þau komin aftur til viðbótar hærri skuldsetningu í gegnum langtímalán.

Með niðurfærslunni færu mjög margir þeirra sem sífellt eru í vandræðum og niðurfærslan á að bjarga í sama farið aftur. Hvað þá? - aftur niðurfærsla?

Annars merkilegt hvað ríkið á að vera með djúpa vasa þessa dagana. Það er eins og flestir landsmenn haldi ríkið getið gert allt. Tekið á sig skuldir heimila og fyrirtækja. Má samt helst ekki hækka skatta. Ekki hækka þjónustugjöld. Ekki skera niður í menntakerfinu. Ekki skera niður í heilbrigðiskerfinu o.s.frv. 

Hvað varðar Lilju Mósesdóttur þá væri hryllilegt að fá hana inn sem viðskiptaráðherra. Einfaldlega út af því að hún hefur komið með dýrust og verst útfærðu hugmyndirnar til lausnar efnahagsvandamálum þjóðarinnar.

Vinsamlegast vaknið. Það er kreppa og ákveðnir aðilar búnir að leiða þjóðina í efnahagshrun. Þetta verður aldrei annað en andskoti erfitt. Annars væri þetta varla kreppa eða hvað?

Kristján (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:25

18 Smámynd: Helga

Lilja þyrfti samt að athuga það að niðurfellingarþakið þarf að vera hærra en hámark íbúðarlánasjóðs... þ.e. 20% af 18 milljónum.  Slíkar tölur eru ekki að duga nema til landsbyggðarinnar.

Það er fáránlegt af Lilju að tala um að skuldahærri séu að "fá meira", þetta er ekki rétt uppsetning,  MEIRA VAR BROTIÐ Á ÞEIM SKULDAHÆRRI, enginn á höfuðborgarsvæðinu gat keypt meira en 2 herb íbúð sl ár og fjölskyldur hér þurftu því að demba sér í mun hærri skuldir.  Ef við tölum um fólk með erlend lán,  þá lánuðu bankarnir á VITLAUST SKRÁÐU GENGI, það er viðurkennd staðreynd sem  VERÐUR að leiðrétta!  Og Lilja ég segi LEIÐRÉTTA  ekki  gefa eða veita afslátt....   Fólk á höfuðborgarsvæðinu ÞURFTI að taka hærri lán en landsbyggðin og situr eftir með hærri lán líka  og tók  á sig  miklu hærri hækkun.  Hlutfallslega hækkun og þarf því lækkun líka að vera hlutfallsleg!

Helga , 3.5.2009 kl. 21:40

19 identicon

Viðhorfið í dag virðist vera eftirfarandi:

 Við krefjumst þess að allar skuldir verði færðar niður. Við krefjumst þess að samningar sem við skrifuðum undir verði gerðir ógildir þar sem við vissum ekki að við vorum að samþykkja ákveðna skilmála án fyrirvara og þyrftum að axla ábyrgð. Við heimtum einnig að ráðherrum verði skipt út og í embættin settir þingmenn sem segja okkur ekki sannleikann heldur tala blíðlega til okkar og segja að við eigum bágt og það sé öllum öðrum að kenna. Við viljum líka að við okkur sé sagt að öllu verði reddað því ríkið sem er svo vel stætt muni borga allt án þess að hækka skatta nema e.t.v. hjá einhverjum öðrum en okkur. Að sjálfsögðum verður ríkið að spara en þó þannig að engum verður sagt upp og engin þjónusta skert. Þjóð sem er á þessari bylgjulengd er ekki viðbjargandi. Þetta er ekki fyrsta kreppa landsins og ekki sú síðast. Það varð mun meira hrun í þjóðartekjum þegar að síldin hvarf eftir stríð. Það var óðaverðbólga á áttunda áratug síðustu aldar. Verðbólga fór í 100%. Það eru búnar að vera margar gengisfellingar undanfarna áratugi með veikingu kaupmáttar. Aðalmunurinn var sá að stór hluti þjóðarinnar var ekki svo vitlaus eða átti ekki kost á því að skuldsetja sig í botn m.v. að bestu aðstæður sem hugsast getur, væru eilífar. Eftir eitt mest góðæristímabil landsins (sem að vísu var ekki innistæða fyrir) þá er ekki borð fyrir báru því fólk er búið að steypa sér í of miklar skuldir. 

Að sjálfsögðu er nokkrir sem skuldsettu sig ekki í botn en hafa misst vinnuna og lenda í erfiðleikum af þeim sökum. Í mínum huga ætti að hjálpa því fólki en ekki öðrum. Úrræði sem boðið er upp á í dag er nóg. Ef þau duga ekki á það. Þeir sem halda vinnunni en eru í erfiðleikum með lánin, eru fyrst og fremst í sjálfskaparvíti, sem hefðu átt í ljósi efnahagssögu landsins, átt að fara mun varlegar í lántökum. Það er ekki alltaf hægt að láta aðra bera ábyrgð á sjálfum sér.

Kristján (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:49

20 Smámynd: Helga

Þú (Kristján) verður nú að athuga að flest þetta fólk var EKKI að skuldsetja sig í botn!  Það var að fara að ráðleggingum síns banka að undangengnu heljarinnar greiðslumati um greiðsluhæfni þess.  Var bent á sveiflur sl.  20 ára.  Sem sagt fólk sem í góri trú hélt sig vera að gera rétta hluri í skjóli þeirrar umgjarðar sem þjóðfélagið setti. 

Þú ert sennilega og vonandi svo heppinn  að hafa eignast þitt húsnæði fyrir  alla hækkunina á húsnæðismarkaði, því það er augljóst að þú getur ekki sett þig í spor fólks sem  var að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig á höfuðborgarsvæðinu sl. ár   og að tala um þetta fólk eins og það sé eitthvað óráðsíufólk    er fáránlegt.  Fólk þurfti að taka sín húsnæðislán tengt markaði og fór í greiðslumat til þess.  Þannig að það er ekki óráðsíufólkið.   Deila má svo um hlutabréfalánin, bílalánin og annað....  En styrrinn stendur ekki um það heldur um húsnæðislánin.

Helga , 3.5.2009 kl. 22:12

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

1) Það eru ekki allir óreiðumenn sem nú eru í vanda.

2) Það gengur ekki að hafa fjölmargar fjölskyldur í fátæktargildru.

3) Kristilegt hugarfar og almenn skynsemi eu farsælli en hagfræðikenningar.

4) Lilja Mósesdóttir er vinstri villingur og kann ekki sitt fag.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 22:19

22 identicon

Sé litið til hagsögu Íslands má öllum vera ljóst að 20% ársverðbólga er ekki einsdæmi. Há verðbólga stóð jafnvel lengur en núna, meira að segja eftir að verðtrygging var tekin upp. Því mátti alveg reikna með slíkri verðbólgu aftur og taka mið af því við skuldsetningu.

Hvað varðar erlend lán þá vegur upp gengishækkunina að vextir af þeim lánum eru afar lágir. Það eru fjölmargir búnir að njóta lágra vaxta af þessum ástæðum árum saman og geta núnað gírað greiðslubyrðina niður í það sem hún var með lengingu lánstíma þar til gengið lagast.

Ég endurtek að fólki sem er raunhæft að bjarga fólki standa fólki ýmsir kostir til boða. Bankar hafa ekkert hagræði af því að keyra fólk í þrot.  Sumum er ekki hægt að bjarga og á alls ekki að bjarga nema e.t.v. ef viðkomandi missir heilsuna eða vinnuna.

Hvað mig snertir þá gíraði ég mig niður í fasteignakaupum og tók mun minna lán en greiðslumat leyfði og keypti ódýrara en ella. En nú vilja sumir að ég borgi brúsan fyrir þá.

Í dag eru boði margir kostir sem eiga að hjálpa fólki. Ef þeir kostir duga ekki þá má spyrja sig hvort það bendi ekki einmitt til þess að viðkomandi hafi farið fram úr sjálfum sér í lántökum. A.m.k. er niðurfærsla eða almenn eftirgjöf skulda víðáttugalin leið sem er í anda krúttkynslóðarinnar.

Hættið að ætlast til þess að ríkið eða einhverjir aðrir með sína tómu vasa reddi öllu. Reynið að axla ábyrgð á sjálfum ykkur.

Kristján (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:44

23 identicon

Fólkið á ekkert að borga fyrir ránlán og svik og svindl.  Og fólkið á ekkert að taka á sig gengis-kol-fall og meðfylgjandi óðaverðbólgu.  Það var ekki verk fólksins að passa upp á gengið og verðbólguna.  Það var verk yfirvalda.  Líka hefur komið fram að hefðu lánin verið scandinavísk, hefðu lánastofnanir þurft að taka á sig gengisfallið og verðbólguna.  EKKI FÓLKIÐ.  Í venjulegum löndum passa yfirvöld upp á að bankar okri ekki og svindli á fólki.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:37

24 identicon

Af hverju er alltaf verið að segja að það sé ekki verið að gera neitt fyrir skuldara.  Það er verið að gera mun meira fyrir fólk núna en á 9. áratugnum þegar verðbólgan var mun hærri en nú er og mikið misgengi var á launum og lánavísitölum.  Greiðslujöfnun, lánafrystingar, hækkaðar vaxtabætur, lækkun dráttarvaxta, útborgun á séreign og ný lög um greiðsluaðlögun er það sem stjórnvöld eru búin að vera að gera til að létta undir.  

Ég verð að segja það að það jaðri við frekjutón hjá þeim hópi skuldara sem vilja að aðrir eigi að borga niður lánin þeirra.

Áttið ykkur á því að ríkið rambar á barmi gjaldþrots.  Slæmir hlutir hafa gerst og ýmsar ákvarðanir sem ekki verða teknar til baka, voru teknar eins eins og að ábyrgjast innstæður og 200 milljarða innspýting í  peningamarkaðssjóðina.  Það má endalaust deila um það hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ekki en þetta var gert og verður ekki breytt.  Það er því miður ekki hægt að bakka aftur í tímann eins og sumir virðast halda.

Það væri algert ábyrgðaleysi af stjórvöldum að vera með einhverja yfirlýsingar um niðurfærslu lána núna, þegar ekki er ennþá búið að gera upp lánaviðskiptin milli nýju og gömlu bankanna, Icesave ennþá í lausu lofti og svo mætti lengi telja.  Í fyrsta lagi gæti þetta valdið enn meiri skaðabótakröfum frá kröfuhöfum gömlu bankanna.  Í öðru lagi þá þarf að gera grein fyrir því hvernig á að greiða fyrir þetta, þetta er ekki ókeypis, meira að segja Lilja Mósesdóttir viðurkennir það.  Í þriðja lagi þá má alveg spyrja um sanngirni þess það hjálpa þeim sem lifðu hæst og fór lengst fram úr sér, en skv. rannsókn Seðlabankans um skuldastöðu einstaklinga eru flestir sem eru í alvarlegum greiðsluvandræðum í þeim hópi. 

Talandi um viðskiptaráðherraefnið Lilju Mósesdóttur þá gerði hún sig vanhæfa að mínu mati með hugmyndum um 30% skatt af fjármagnsflutningum úr landi.   Fyrir utan það að þetta brýtur í baga við EES samninginn um frjálsan flutning fjármagns, þá mun þetta endanlega fæla burt allan þann gjaldeyrir sem menn hefðu hugsanlega vilja koma með til landsins.

Vörður (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:40

25 identicon

"Góð hugmynd að nýta mannauðinn, það er ekki gott fyrir fólk að vera lengi atvinnulaust, félagsleg virkni minnkar og erfitt að komast út úr þessu".

Getur þú ekki Ásdís Hildur TALAÐ FYRIR SJÁLFA ÞIG?

Lisa (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:49

26 identicon

"Ég verð að segja það að það jaðri við frekjutón hjá þeim hópi skuldara sem vilja að aðrir eigi að borga niður lánin þeirrra".

Vörður,  fólk á bara ekki að borga fyrir svik og svindl.  Visa í það sem ég skrfaði að ofan.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:57

27 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Lilja Mósesdóttir væri alveg frábær til að stýra þessu landi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.5.2009 kl. 11:27

28 identicon

Ég fæ ekki séð hvað sé svona merkilegt við hana Lilju og sýnist hún vera þessi manngerð sem stundi köll af hliðarlínunni en þurfi ekki endilega að vita svo mikið um leikinn.  Gylfi er hinsvegar alveg þrautleiðinlegur í fjölmiðlum og upplýsingagjöf hans er yfirlætis og hrokafull. Við þurfum ekki svoleiðis.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:38

29 identicon

Það er engin "easy way out".  Það er bara lexia sem menn verða að læra.  Gylfi er greinilega búinn að læra hana en ekki Lilja. Hún er ennþá í hagfræðilegum draumaheimi.  Það verður ekkert afskrifað!  Það fær enginn uppgjöf skulda bara sisona.  Það er þá einhver annar sem borgar.  Og ég veit ekki afhverju þeir sem ekki skulda neitt og voru með báðar fætur á jörðinni ættu að vera að taka á sig bullið í hinum.  (þeir þurfa það hvort sem er og afhverju ættu hinir þá að sleppa án þess að taka neitt á sig)  AFHVERJU?  Á hausinn með liðið - það er svo hægt að tala um sakaruppgjöf þegar þangað er komið.  Steingrímur Joð hlýtur að hringja halda eitt "wake-up" ávarp innan tíðar.  Við erum bara algjörlega "fucked" og það er ekkert sem breytir því.  Við hlaupum ekkert frá skuldunum.

grétar (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband