Ábyrgðarhlutur hjá Steingrími J. að hafna niðurfærslu lána

Það er rangt hjá Steingrími J. að niðurfærslur lána myndi fara með stofnanir eins og Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Aðgerðaleysi stjórnvalda og greiðsluverkfall gæti hins vegar farið með Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðina og ríkisbankana.

Steingrímur J. ætti að fara í grunnkúrs í hagfræði til Lilju Mósesdóttur. Mætti taka Jóhönnu Sigurðardóttur með sér.


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Eins og talað frá mínu HJARTA - það er nefnilega ÁVALT "rökvilla í hugsun hjá Steinríki...." - honum er algjörlega firmunað að skilja samfélagið, hann kemur ALDREI með lausnir, og hann hefur sýnt það síðustu 20-30 árin að hann stígur ekki í vitið, en hann er frábær ræðumaður, en skelfilegur fjármálaráðherra - þetta er bara augljós staðreynd..!  Það er nefnilega hægt að gera ALLT - eina sem þarf er VILJINN - og maður geti hugsað í lausnum....!  Það er eitthvað sem VG & Samspillingin hafa ekki getið borið fram á þjóðarborðið - þetta er bara ekki boðlegt....

kv. Heilbrigð skynsemi - Haltu áfram að standa vaktina fyrir okkur..!

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Stjórnvöld neita niðurfærslu lána heimila. Heimilin neita uppfærslu lána sinna. Niðurstaðan er einföld, greiðsluverkfall.

Atvinnurekendur neita að uppfæra laun. Verkalýðurinn neitar að vinna á lágum launum. Niðurstaðan er einföld, verkfall.

Það þýðir ekkert að skamma mig, ég kaus xB !

Axel Pétur Axelsson, 4.5.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Þau vilja nefnilega frekar bíða meðan restin af þjóðinni fari líka í þann hóp sem var og er ekki hægt að bjarga

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það sé meiri ástæða til að þið, sem  haldið að hægt sé að framkvæma flata niðurfellingu skulda án þess að það kosti ríkissjóð verulegtar upphæðir þurfið að fara í hagfræðikúrsa. Staðreyndin er sú að slík aðgerð mun kosta ríkissjóð hundruði milljarða króna og lífeyrissjóðirnir munu einnig tapa stórum fjárhæðum og munu væntanlega þurfa að lækka greiðslur til greiðsluþega um 10-14% til að mæta því til viðbótar við þá skerðingu, sem þeir þurfa nú þegar að faramkvæma vegna taps á hlutabréfamakaði.

Það er ekki ábyrgðarhluti hjá Steingrími að hafna niðurfærslu skulda. Það væri glapræði og alvarlegur ábyrgðarhluti gagnbvart fólki í greiðsluerfiðleikum að gefa því falsvonir um að þetta sé raunhæfur möguleiki. Eins og staðan er þá ræður ríkissjóður ekki við þetta.

Ég hef skrifað um þetta á bloggsíðu minni og vísað víða í hana og enn hefur engin getað fært rök, sem halda vatni, fyrir því að þarna fari ég með rangt mál. Það má sjá þessar færslur mínar hér:

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862310/#comments

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/863214/#comments

http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862545/#comments

Það þýðir ekkert að skamma mig. Ég lét skynsemina ráða og kaus hvorki xB né xO.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2009 kl. 23:34

5 identicon

Bíðið við var ekki verið að kjósa um daginn?  Kjósendur veittu ríkisstjórnarflokkunum tveim meirihluta, þótt þeir tækju ekki þátt í yfirboðum í húsnæðismálum. Stefnan var og er skýr, það á að liðka fyrir fólki og styðja með aðgerðum eins og að frysta lán, lækka greiðslubyrðina með greiðslujöfnun, hækka vaxtabætur og greiðsluaðlögun. Það var alveg skýrt að ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki gefa afslátt af lánum yfir línuna. Svo einfalt og lýðræðislegt er það. Meirihluti fólks vill að liðkað sé fyrir skuldurum íbúðalána, en ekki gefið eftir af skuldunum.

Það mætti halda á  blogginu að kosningarnar hefðu farið á hinn veginn.

Vörður (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband