Verð ekki í framboði eins og ég stefndi að

Ég mun ekki vera í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrri næsti Alþingiskosningar. Uppstillinganefnd stillti Vigdísi Hauksdóttur upp í 1.sæti Reykjavík suður, en ég sóttist eftir því sæti. Í atkvæðagreiðslu um 1. sætið í Reykjavík suður fékk Vigdís 50,2% og skipar því það sæti fyrir Alþingiskosningar.
mbl.is Sigmundur í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki er mikið lýðræði í framsókn.. uppstillinganefnd !! halló ! það er 2009..

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó ég sé ekki Framsóknarmaður finnst mér þetta leiðinleg tíðindi. Við þurfum gott fólk í alla flokka burtséð frá því hvar við eru í pólitík.

Finnur Bárðarson, 7.3.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þannig fór það félagi. Þú barðist vasklega og vel og þó við séum ekki sammála um grundvallarmál þá taldi ég samt líklegt að þú yrðir þarna - allavega í 2. sæti. En kærar kveðjur til þín og sjáumst hressir. -b.

Bjarni Harðarson, 7.3.2009 kl. 17:49

4 identicon

Hallur, þetta eru leiðinleg tíðindi. Þú hefur reynslu sem hefði nýst landi og þjóð vel. Fannst þér lýðræðislega staðið að kosningunni? Af hverju finn ég fnyk af því að sumir oti sínum tota í krafti ja á ég að segja klíku?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:53

5 identicon

Ég er ánægð fyrir mína hönd og þeirra sem í höfuðborginni búa.Já eigingirni heitir það víst.Það eru góð verkin þín í velferðaráði og við þörfnumst góðs fólks í borgarstjórnarmálin.Ekki síst í velferðarmálin.En ég efa ekki að þú yrðir góður á þingi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það þykir mér miður Hallur.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það hefði nú allt í lagi hjá þér að bjóða þig fram í annað sæti og við hefðum kosið um það. Þú hefðir haft mikla möguleika. Ég sakna þín úr einhverjum af efstu sætunum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 18:27

8 identicon

Þetta er dapurleg niðurstaða fyrir þig Hallur og vænlegra hefði verið fyrir flokkinn að hafa þig í 1. sæti.  Það hefði verið fengur í því fyrir flokkinn.  Fyrir vikið er ólíklegra en áður að landvinningar verði hjá flokknum í Reykjavík sem ekki veitti þó af. 

ÞJ (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:12

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Við Steini bjóðum þér hér með fyrsta sætið í Álversflokknum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 19:52

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þið áttuð að hafa prófkjör, svona uppstilling gengur bara ekki upp.
Ekkert lýðræði fólkið í því. Fólk verður að fá eitthvað val.

Bestu kveðjur annars Hallur minn, komdu sterkur inn næst og þá kannski bara í Sjálfstæðisflokkinn

Kolbrún Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 21:42

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Kolbrún!

Sammála um prófkjörið!

Hallur Magnússon, 7.3.2009 kl. 22:31

12 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll Hallur,

þetta er mikill missir fyrir flokkinn og þjóðina.

Kær kveðja frá Árósum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 8.3.2009 kl. 00:40

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hallur, ég býð þig hér með formlega velkomin í Borgarahreyfinguna :)

Ekki veitir af aktívum þrýstihópi á Alþingi til þess að minna Framsókn sem og alla hina á að lýðræðisleg vinnubrögð eru grunnforsenda fyrir jafnræði, sanngirni og réttlæti.

Mér finnst vont að heyra af þér utan þings, þú ert að mínu mati albesti kandídat sem að Framsókn hefur haft fram að færa áratugum saman.

Baldvin Jónsson, 8.3.2009 kl. 05:06

14 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Leiðindartíðindi, þetta múv formannsins að hafa uppstillingu virkar afar ílla á mig. Finnst eins og gamla valdið sé enn að hræðast nýjungar og sé enn að ota sínum pota og verja vonlausa stöðu sína.

En gangi þér betur næst frændi,hefði viljað sjá þig þarna í topp2

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 8.3.2009 kl. 11:33

15 identicon

Gangi þér samt vel! Gengur betur næst! 

Gunnr (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband