Samsvarandi öllum útlánum Íbúðalánasjóðs

Stærstu eigendur Kaupþings létu bankann lána sjálfum sér 500 milljarða. Þegar fjárhæðirnar eru orðnar þetta háar þá missum við oft tilfinninguna fyrir þeim. En til þess að setja þessi ofurlán í samhengi þá er þessi fjárhæð svipuð og öll útlán Íbúðalánasjóðs til íbúðarhúsnæðis.

Þetta er náttúrlega ekki í lagi.

Stenst þetta lög og reglur?

Talandi umlög og reglur - þá er það óþolandi að síðasta ríkisstjórn hafi ekki sett strax sérstakan saksóknara í bankahrunsmálið. Þá hefði verið unnt að frysta eignir auðmanna sem hefðu legið undir grun um að hafa brotið lög strax í nóvember - desember.

Nú eru líkur á að fennt sé í slóðina - en við vonum að hinn yfirvegaði saksóknari sem loks var settur til að skoða bankahrunið og möguleg lögbrot því tengdu - nái að rekja þessa slóð og afla gagan til að sækja þá sem brotið hafa lög til saka.

Undirstrika að með þessu er ég ekki að segja að þeir sem fjallað er um í þessari frétt Moggans hafi brotið lög - ég veit bara ekkert um það - það er saksóknarans að finna út úr því.

En að lána sjálfum sér 500 milljarða  ... það er dálítið bratt!

 


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Mennirnir borga væntanlega lánin. Það geri ég.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.... og afhverju situr engin bak við lás og slá ennþá ?  Afhverju er enginn kominn í yfirheyrslur ennþá ?

austurvöllur kl 15 í dag og mótmælum þessum aumingjaskapþ

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 09:14

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er svipuð upphæð og fjórar Kárahnjúkavirkjanir með öllu, eða tvær Kárahnjúkavirkjanir ásamt tveim stórum álverum eins og í Reyðarfirði.

Ágúst H Bjarnason, 7.3.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ísland gætu unnið milljarð.
Einfaldlega með því að endurheimta féð frá öllum bankaræningjunum.
Það þarf að hefjast handa strax.

Júlíus Valsson, 7.3.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Löggan er upptekin af mótorhjólastrákum í leðurjökkum og hefur engan tíma fyrir svona smotterí.

Finnur Bárðarson, 7.3.2009 kl. 11:38

6 identicon

Hæ Hallur. Gott að þú vekur þetta mál upp. Eigum við ekki líka að fara yfir hver seldi bankann og hverjum hann var seldur ???  Ég held að það sé nauðsynlegt að byrja á byrjunni og taka upp umræðuna og rannsóknina á helmingaskiptareglu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Meðan það er ekki gert eiga þessir flokkar erfitt uppdráttar þó svo að þeir , í sinni sjálfskoðun, telji sig eiga inni að fá annan séns.

thi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:07

7 identicon

Rétt hjá thi - raunverulega ábyrgðin liggur hjá þeim sem létu það viðgangast að einkabankar og einkaaðilar gerðu þjóðina ábyrga fyrir öllu ruglinu.  Þannig að það kemur ekki á óvart þó það "fenni í slóðina".

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er merkilegt að enn eru hér menn sem benda á einhvern annan.  Framsóknarmenn eru ekki að skjóta sér undan ábyrgð með því að gagnrýni seinagang við skipan saksóknara og rannsóknarnefndar heldur að fara fram á að allt komi upp á borðið.  Líka hlutur Framsóknarmanna.  Ég held að menn ættu frekar að fagna því þegar einhver gagnrýnir seinaganginn en að reyna alltaf að komast hjá efnislegri umræðu.  Hversvegna hræðast menn að ræða kjarna málsins?   Hversvegna skipaði íhaldið og Samfylking ekki rannsóknarnefndina strax?   Hvað er verið að fela ?

G. Valdimar Valdemarsson, 7.3.2009 kl. 12:41

9 Smámynd: Hallur Magnússon

thi!

Það á að sjálfsögðu að rannsaka málin allt aftur til einkavæðingar bankana. Það er eina leiðin til að hrekja sífelldrar rangfærslur um Framsóknarflokkin.

Hallur Magnússon, 7.3.2009 kl. 14:01

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er eina leiðin til að hrekja sífelldrar rangfærslur um Framsóknarflokkin.

Hvernig geturu verið svona viss um sakleysi Framsóknar Hallur ?  eða ertu að taka þátt í moldviðrinu sem ætlað er að byrgja almenningi rétta sýn á hverjir raunverulega eru ábyrgir á íslandi svo það fenni pottþétt í slóðina fyrir kosningar ?

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 16:06

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég er ekki að fullyrða eitt eða neitt um sakleysi eins eða neins - en veit að stór hluti ásakana sem í gangi eru eiga sér ekki stoð. Veit ekki um allt þó,

Minni líka á að ítrekaðar úttektir Ríkisendurskoðunar sýna að ekki var óeðlilega staðið að sölu Búnaðarbankans.

Hallur Magnússon, 7.3.2009 kl. 17:36

12 identicon

Að framan sögðu þá finnst mér persónunulega að það ætti að byrja ransóknina á byrjun fiskveiðistjórnunarlagana, því þar byrjar ruglið. Við sjáum hvernig einkavinir fá kvóta, og að því að sumum finnst stjórnmálamennirnir að útdeila sjálfum sér. Í gegnum tíðina þá spíralast þetta upp á fárra hendur, kvótakóngarnir ýmsist selja kvóta og fara út í annars konar brask, eða að útgerðin sjálf er látin taka þátt í útrásarvitleysunni. Einnig verða kvótakóngarnir svo gírugir að þeir fara að kaupa útgerðir erlendis, taka lán í erlendum bönkum með VEÐI í íslenska  kvótanum, og er því komin erlend eingaraaðild að íslenska kvótanum. Sagan segir að Kringlan sé að stórum hluta  byggð á féi eftir sölu á kvóta, sel það ekki dýrara en ég keypti það. Því líst mér vel á hugmyndir Frjálslyndra að ríkið taki kvótann og skuldir  einnig og get því ráðstafað þessu upp á nýtt, en þar er allt annað mál. Svo að lokum , spillingarstimpill Framsóknar er svo víða hér í þjóðfélaginu að það er virkilega erfitt fyrir hann að afneita öllu og halda að tíminn sjái um að eyða sporunum. Það getur vel verið að fleiri flokkar séu jafn spilltir en þeir hafa þá haft vit á því að hylja sporin en því miður á það ekki við Framsókn samanber síðasta dæmið, barnið ofan í brjóstsykurskrukkunni í beinni úsendingu og segir að allir aðrir geri þetta líka, Óskar Bergsson.

thi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband