Jákvætt skref Íslandsbanka gott fyrir heimilin - en bankinn hagnast!

Íslandsbanki hefur tekið afar jákvætt skref sem er gott fyrir heimilin í landinu með því gefa kost á að afborganir af myntlánum miðist við gengisvísitölu í upphafi árs 2008 og mismunurinn leggist aftan við lánið sem lengist því um einhvern tíma.

Þannig lækkar greiðslubyrði heimilanna á meðan þau berjast í gegnum þá efnahagslægð sem nú ríkir.

Á móti má segja að afborganir af myntlánum ríkisbankanna séu allt of háar þar sem afborganir undanfarinna mánaða hafa miðað við óeðlilega lágt gengi íslenski krónunnar á sama tíma og ekki er verið að greiða lánadrottnum bankanna lánin til baka þar sem gömlu bankarnir eru í greiðslustöðvun og fjármögnunarlánin - skuldir bankanna vegna íbúðalánanna - ennþá hjá þeim.

Ríkisbankarnir eru því að líkindum að hagnast verulega á afborgunum af myntlánum undanfarinna mánaða því litlar sem engar líkur eru á að ríkisbankarnir endurgreiði þeim sem fjármögnuðu myntlánin á sama lága gengi íslensku krónunnar og viðskiptavinir hafa verið að greiða.

Þannig mætti færa rök fyrir því að ríkisbankarnir ættu að skila heimilunum til baka mismuninum á þeim háu afborgunum sem þau hafa greitt þar sem krónan er skráð lág og gengisvítitalan er há - og þeim afborgunum sem bankarnir munu væntanlega greiða lánadrottnum sínum á sterkara gengi krónunnar og lægri gengisvísitölu.

Að óbreyttu munu bankarnir því hagnast verulega á lágu gengi krónunnar undanfarið - og Íslandsbanki tryggir sér klárlega hagnað á því að lengja í lánunum í stað þess að ganga að fjölskyldunum af fullri hörku.

Úrræði Íslandsbanka er reyndar ekki alveg óþekkt á Íslandi hvað gjaldeyrislán varðar. Ég veit ekki betur en SPRON hafi fært hluta afborgana af gjaldeyrislánum einstaklinga aftur fyrir lánstímann til að halda eðlilegri greiðslubyrði þegar krónan féll illilega árið 2001.

Þá hefur frysting og lenging lána lengi tíðkast hjá Íbúðalánasjóði.


mbl.is Ný lausn erlendra lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggið þitt er með þeim bestu, m.a. vegna þess að þú ert alltaf málefnalegur en ekki með upphrópanir, skítkast og sleggjudóma eins og því miður ber of mikið á í bloggheimum. Yfirburða þekking þín á húsnæðismálum á vonandi eftir að skila sér til að skynsamlega verði tekið á málum. Væri ekki hægt að útfæra tillögur framsóknar á einhvern annan hátt, það er engin ástæða til að vera að gefa þeim eftir, sem eiga auðvelt með að greiða skuldir sínar.  Það verður líka örugglega erfitt að bjarga öllum, fyrst og fremst þeim sem fóru langt fram úr greiðslugetu sinni þegar þeir fjárfestu, í von um að þetta myndi reddast einhvern veginn.  En það er sárt, ef þeir sem misst hafa vinnu sína missa líka húsin sín vegna þess að tekjur heimilisins minnka. Þeim þarf með öllum ráðum að hjálpa yfir erfiðasta hjallann.

HIH (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Kærar þakkir fyrir þetta.

Reyndar veit ég upp á mig skömmina í einu og einu tilfelli þar sem ég missi mig í smá upphrópanir

Hvað varðar 20% hugmyndir Framsóknar - þá hafa þær strax gert heilmikið gagn fyrir umræðuna. Þær hugmyndir þarf náttúrlega að útfæra nánar í kjölfarið þeirrar umræðu.

Taktu eftir að það hafa engir aðrir komið með heildstæðar tillögur - aðeins hnýtt í þessar tillögur Framsóknar.

Mér finns reyndar miður að umræðan hefur einungis verið um þessi 20% - ekki allar hinar efnahagstillögurnar.

Hallur Magnússon, 6.3.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband