Dagur B. næsti formaður Samfylkingarinnar

Dagur B. verður væntanlega næsti formaður Samfylkingarinnar. Það hefur verið rætt um það lengi að Ingibjörg Sólrún myndi ekki segja af sér formennsku fyrr en það væri tryggt að Dagur B. tæki við. Nú hefur Ingibjörg Sólrún gefið út að hún ætli að halda áfram sem formaður flokksins - en ekki forsætisráðherraefni.

Væntanlega mátu þau stöðuna þannig að Dagur B. myndi ekki hafa formannsembættið í beinni kosningu eins og staðan er nú.

Það kemur því ekki á óvart að Dagur B. skuli nú koma fram og lýsa yfir framboði til varaformanns Samfylkingarinnar. Ef hann nær því mun Ingibjörg Sólrún geta staðið upp við gott tækifæri og láta Dag B. Samfylkinguna eftir.

Vandamál Dags B. verður hugsanlega að hann er oddviti Samfylkingar í Reykjavík - en verðr ekki á þingi - nema hann bjóði sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar. En það gæti reyndar eins orðið að Dagur B. taki við sem ráðherra þegar Ingibjörg hættir - ef Samfylking verður í ríkisstjórn. Það er fordæmi fyrir því.

Árni Páll Árnason hinn snaggaralegi þingmaður Samfylkingarinnar berst nú á tveimur vígstöðvum. Annars vegar gegn vinsælum bæjarstjóra í Hafnafirði sem er með öflugan flokk Hafnarfjarðarkrata á bak við sig um 1. sæti framboðslista - og nú við Dag B. leiðtoga Samfylkingar í Reykjavík.

Ef Árni Páll hefir 1. sætið í Suðvesturkjördæmi - þá gæti hann orðið ógnun við Dag B. og Ingibjörgu Sólrúnu! Árni Páll er alveg maður í það - það hefur hann sýnt á Alþingi og víðar.


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju kílir hann ekki bara á formanninn, mér hefði hugnast það.

Finnur Bárðarson, 1.3.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Dag og Árna í þetta, mér er eiginlega sama hvor yrði formaður, báðir góðir! Jón getur svo farið í flokk með Davíð, hann hefur áður lyft honum upp og flökrar vafalaust ekki við að gera það aftur.

Ingimundur Bergmann, 1.3.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Liberal

"Fagleg vinnubrögð".... HAHAHAHAHAHahahahahahah. Það er nákvæmlega ekkert faglegt við vinnubrögð Samfylkingarinnar. Ekkert.

Liberal, 1.3.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bíddu var Dagur blaðurskjóða ekki borgarstjóri í 100 daga tjarnarkvartettnum sem tókst ekki einu sinni að gera málefnasamning.

Óðinn Þórisson, 1.3.2009 kl. 18:29

5 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Dagur, Duglausi Hundardagarkonungur gott mál ,,,, bl. bla, bla segir hann,, bla,bla.

Hekla Sól Ásdóttir, 1.3.2009 kl. 18:51

6 identicon

Hefur engin virkilega fattað plottið hennar Ingibjargar Sólrúnar?  Hún notar Jóhönnu sem lepp.  Hún vill vera formaður svo að hún geti ákveðið eftir að Dagur hefur náð varaformans titlinnum, að hann verði næsti formaður Samfylkingarinnar.  Dagur er erfðarprinsinn hennar enn og aftur eins og þegar hún valdi hann í Reykjavík.  Ingibjörg veit sínu viti, hún veit hvað best er fyrir Samfylkinguna.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:32

7 identicon

Ég var nú ekki búin að setja þetta svona niður fyrir mér og ef satt skal segja þá eru þetta báðir hinir mestu öðlings drengir þó að ég hallist frekar að Degi þá myndi ég alveg sætta mig við Árna

Guðmundur Ingólfsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband