Orkuveitan bjargvættur í efnahagslægðinni

Orkuveita Reykjavíkur sem nú er undir dyggri stjórn Framsóknarmannsins Guðlaugs Gylfa Sverrissonar og félaga hans í samhentri stjórn fyrirtækisins er bjargvættur í efnahagslægðinni.

Ég er ekki viss um almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að Þróunarbanki Evrópu hafi ákveðið að afgreiða 6,5 milljarða lán til arðbærra, grænna virkjunarframkvæmda á Hellisheiði.

Þessi lánveiting er ekki einungis mikilvæg fyrir atvinnulífið og í baráttunni gegn atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, heldur getur þetta orðið til þess að erlend fjármálafyrirtæki fari aftur að veita lánsfé til verkefna á Íslandi.

Það er athyglisvert að lánakjör þessa láns Þróunarbanka Evrópu er með lægstu mögulegu vöxtum vegna þess að um er að ræða orkuframkvæmdir sem miða að nýtingu grænnar orku samkvæmt skilgreiningu Þróunarbankans.

Guðlaugur Gylfi getur nú með góðri samvisku rifjað upp slagorð Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni 1995 þegar  fjöldaatvinnuleysi ríkti í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks - Vinna er velferð!

Það var einmitt Framsóknarflokkurinn sem sneri þeirri óheillaþróun við þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 1995 - og sköpuðu 12 þúsund störf eins og flokkurinn lofaði. Það eru einmitt rúmlega 12 þúsund manns atvinnulausir um þessar mundir - og því brýnt að Framsókn taki aftur við stjórnartaumunum!


mbl.is Lánalína OR opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Hallur,

það er greinilegt að slagorðin eru skynseminni yfirsterkari í þessari yfirborðskenndu yfirferð þinni um ágæti þíns fólks. Af kynnum mínum af fjölmörgu framsóknarfólki, man ég ekki eftir öðru eins sjálfshóli. Að segja að tiltekið stjórnmálaafl hafi skapað 12 þúsund störf er tilgerðarleg lýsing á tilverunni. Vonandi verður þetta ekki einkenni þinnar eigin baráttu fyrir pólitískum vegtyllum?

Hvort þessi lánalína verði til þess að opna fyrir fjárstreymi til landsins veit vart nokkur maður en gott er til þess að vita að arðbærustu framkvæmdir í landinu geti sótt fé á erlendar strendur - á hitt ber þó að líta að þessir aurar eru eyrnamerktir "grænni" framkvæmd; en "frjálst" streymi fjármagns spyr sjaldan að slíkum vegtyllum.

Ólafur Als, 3.2.2009 kl. 11:23

2 identicon

Alveg er þetta dæmigert að eigna Framsóknarflokknum heiður af svona.

Þá vil ég að Framsókn taki ábyrgð á kvótabraskinu, einkavæðingu banka og hruni Íslands á síðustu mánuðum líka.

Ef Framsókn vill heiður af verkum skal hann taka ábyrgð á því sem miður hefur farið líka....og VIÐURKENNA það.

Ekki bara í aðra áttina Hallur!

Vissulega eru þetta frábærar fréttir en þetta hefur ekkert með Framsóknarflokkinn að gera.

Kv. Hlynur

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Elskurnar mínar!

Auðvitað notaði ég tækifærið til að draga fram þátt Framsóknarflokksins fyrst og fremst - en ekki annar sem einnig komu að málinu. Ef við gerum það ekki sjálf - þá virðist enginn gera það. Viðurkenni að þetta er afar einhliða - en þetta er nú samt satt - þótt fleiri hafi komið að málum með Frmasókn.

Hins vegar er alveg ljóst að eftir að Guðlaugur tók við stjórnarformennsku - þá hafa vinnubrögð í stjórn OR gjörbreytt - hópurinn samheldnari og arangurinn betri.

Ekki gleyma að ég dró fram ALLA stjornarmenn OR.

Hallur Magnússon, 3.2.2009 kl. 12:13

4 identicon

En viltu þá ekki gangast við afglöpum Framsóknar í fyrri tíð, fyrst þú hefur svona gífurlega þörf á að undirstrika verk Framsóknar:-)??

hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband