Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands

Stjórnlagaþing kosið beint af þjóðinni er einn af hornsteinum Nýja Íslands og því eðlilegt að Björg Thorarensen prófessor í lögum hafi frekar hug á að undirbúa stjórnarskrárbreytingar og skipulag stjórnlagaþings en að verða dómsmálaráðherra í skammlífri ríkisstjórn.

Mér líst afar vel að fá Björgu að því verki, enda öflugur fræðimaður. Ég tel reyndar mikilvægt að það verði skipuð þriggja til fimm manna nefnd öflugra lögfræðinga og leikmanna til að vinna að undirbúningi stjórnlagaþingsins. Þar ætti Gísli Tryggvason lögfræðingur og Talsmaður neytenda að vera að mínu mati, en Gísli hefur um nokkurt skeið verið öflugur talsmaður  þess að sett verði á fót stjórnlagaþing og hefur hann skoðað ítarlega æskilega uppbyggingu og framkvæmd stjórnlagaþingsins. Enda má segja að stjórnlagaþing þjóðarinnar sé eitt stærsta neytendamál almennings.

Ég hef sjálfur barist fyrir stjórnlagaþingi sem kosið yrði beint af þjóðinni og var því afar ánægður þegar flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti ályktun um stofnun slíks þings og að þingflokkur Framsóknarflokksins skyldi setja stjórnlagaþing sem eitt skilyrði þess að flokkurinn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli.

Framsóknarflokkurinn hefur kynnt fullunnið frumvarp að lögum um stjórnlagaþing og ríkisstjórnin hefur undirbúning stjórnlagaþings á stefnuskrá sinni. Það er vel!

Sjá einnig pistil minn: Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar


mbl.is Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband