Af hverju ekki afborgunarlaus endurbótalán lán til 3 ára?

Rýmkun reglna um viðgerðarlán Íbúðalánasjóðs er góðra gjalda verð. En af hverju var ekki gengið lengra og Íbúðalánasjóði veitt heimild til þess að veita lán til viðgerða og viðhalds eigin húsnæðis afborgunarlaus í 3 ár eins og ég hef margoft bent á í pistlum mínum?

Slík aðgerð hefði haft margfalt meiri og betri áhrif en þessar tiltölulega litlu breytingar á heimildum Íbúðalánasjóðs.

Er ástæðan kannske sú að ég, "aumur" Framsóknarmaðurinn, lagði það til?

Af hverju tekur ríkisstjórnin ekki heldur fast og markvisst á greiðsluvanda heimilana með því að gefa fólki kost á að sækja tímabundið um að einungis ákveðið hlutfall tekna þeirra renni til afborgana á íbúðalánum?

Er ástæðan kannske sú að ég, "aumur" Framsóknarmaðurinn, lagði það til?

Sjá nánar um tillögur mína á eftirfandi bloggum:

Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár

Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg!

Ég hef fengið mjög góðan hljómgrunn fyrir ofangreindum tillögum mínum, en afar takmarkaða gagnrýni, enda miða þær annras vegar að því að viðhalda atvinnu og hins vegar að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna.

Minni að lokum á að ég Sækist eftir sæti á Alþingi fyrir Framsókn í Reykjavík Smile


mbl.is Endurgreiðsla VSK hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Hallur: Þú hreyfir við mjög athyglisverðu máli. Ég skil vel hugsunina á bak við þetta og fyrir margra hluta sakir góð hugmynd. En öllum framkvæmdum fylgja einhverjir agnúar. Spurningin er, þola heimilin aukna lántöku þó svo hún sé hugsuð til góðra verka? Við vitum ekki hver framvindan verður næstu 3 árin og eru heimilin þá frekar í stakk búin til að greiða af þessum lánum? Getur ríkissjóður fjármagnað þessar framkvæmdir ef um einhverjar upphæðir yrði að ræða?

Að þú sért Framsóknarmaður er þinn „klaufaskapur.“    Hugmyndin góð, en mér finnst of mörgum spurningum ósvarað. 

Benedikt Bjarnason, 2.2.2009 kl. 15:45

2 identicon

Sæll.

Er sammála að þetta er mjög athyglisverð hugmynd.

Og tel þér það til tekkna að vera Framsóknamaður

Hannes (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband