Frysting höfuðstólsgreiðslna ekki nóg!

Það er gaman að heyra hinn virta fræðimann Gylfa Magnússon dósent taka undir málflutning minn um að það þurfi tímabundið að draga úr afborgunum fólks af verðtryggðum lánum. Hins vegar dugir ekki að frysta einungis höfuðstólsgreiðslur hjá þeim sem tekið hafa lán undanfarin ár vegna þess að verðtryggð húsnæðislán eru annuitetsllán.

Gylfi hlýtur því að vera að ræða um almenn verðtryggð lán með jöfnum afborgunum sem virka öðruvísi.

Verðtryggðu húsnæðislánin eru annuitetslán einsog áður sagði - sem þýðir að ef engin væri verðbólgan þá myndi afborgun af lánunum vera sú sama allan lánstímann. Vaxtagreiðslan af láninu dreifist á allan lánstímanna. Þess vegna er hlutfall vaxtagreiðslna mjög hátt fyrstu árin, en hlutfall greiðslu af höfuðstól frekar lágt. Höfuðstóllinn lækkar því lítið fyrri part lánstímans en hratt síðari hluta lánstímans.

Vegna þessa þá munar tiltölulega litlu í greiðslubyrðinni þótt höfuðstóll sé frystur fyrri hluta lánstímans - aðalgreiðslubyrðin þá felst í vöxtum. Hins vegar munar mikið um slíka fystingu á síðari hluta lánstímans þegar meginhluti afborganna fer í að greiða niður höfuðstólinn.

Lausnin er sú að geta bæði fryst greiðslur af vöxtum, höfuðstól og verðbótum. Greiðslubyrðin taki mið af greiðslugetu hvers og eins fyrir sig - en það sem út af stendur verði fryst til dæmis í 3 ár. Þá verði tekin afstaða til þess hvernig farið verði með þann hluta lánsins sem hefur verið frystur.

Fyrir flesta er líklegt að unnt sé að standa undir greiðslum í kjölfar kreppunar, fyrir aðra er þörf að lengja í láninu til þess að lækka greiðslubyrðina og væntanlega verður einhver hópur sem getur ekki staðið undir láninu. Þá þarf sértækar aðgerðir til að leysa úr vanda þess hóps.

Ég hef bent á tvær leiðir til þess að ákvarða fjárhæð afborganna og þar af leiðir hversu mikið verði fryst.

Einfaldasta leiðin er að ákvarða að ákveðið fast hlutfall af brúttólaunum fari til greiðslu íbúðalána ef fólk sækir um að frysta hluta afborgana sinna.

Flóknari leið - en að mörgu leiti æskileg leið - er að fólk fari gegnum greiðslumat og í kjölfar þess ákvarðað hvaða fjárhæð fjölskyldan getur greitt í afborganir af íbúðalánum og afgangurinn frystur í til dæmis þrjú ár.  Kosturinn við þessa leið er sú að við greiðsluamt er farið í gegnum öll fjármál fjölskydunar og unnt að ganga frá yfirlitum og greiðsluáætlunum til að standa undir öðrum skuldbindingum og útgjöldum fjölskyldunnar.  Fjölskyldan fær þá mikilvægt stöðumat á eigin fjárhagslega stöðu.

 


mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Það er hvergi skrifað að verðtrygging er bara manns drepandi  aðferð til að mjólka sem mest af fólki beint í vasa glæpona.

Andrés.si, 6.12.2008 kl. 20:18

2 identicon

Það eru ekki allir með fulla vasa fjár og geta borgað meira en á að gera Herra Fullur. En Hallur þetta er mjög svo rökrétt hjá þér

Guðrún (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll Hallur.

Ég held að þú sért ekki af svona "vondu fólki". Og sért ekki slæmur heldur þrátt fyrir að vera viðskiptamenntaður og ræður fyrra háskólapróf þar nokkru að ég hygg. Mér fannst unga hagfræði lektorin í Kastljósinu og hinn líka, þar sem umræðuefnið var að maður hefði ákveðið að hætta að borga af fasteignaláni sínu, að eina ráðið til almennings vera: "Þið verðið bara að borða kökur ef ekki er til brauð".

Einnig varð ég gáttaður á blaðamannafundi foringja ríkisstjórnarinnar þar sem kynntur var "pakki til fyrirtækjanna". Á meðan þau töluðu hugsaði ég; "hvaða pakka skyldi almenningur fá?".  

Og viti menn!! hann var þá komin fram.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.12.2008 kl. 20:58

4 identicon

Sæll Hallur

Hnaut aðeins um tvennt í textanum:

1) "Verðtryggðu húsnæðislánin eru annuitetslán einsog áður sagði - sem þýðir að ef engin væri verðbólgan þá myndi afborgun af lánunum vera sú sama allan lánstímann."

Hér þegar þú notar orðið afborgun ert þú væntanlega að tala um greiðsluna sem er afborgun plús vextir. Í lánum með jöfnunum afborgunum er afborgunin alltaf sú sama.

2) "Vaxtagreiðslan af láninu dreifist á allan lánstímanna." (hér ertu að tala um annuitetslán)

Þetta er ekki rétt, vextirnir sem höfustólinn hefur safnað á mánuði er borgaður hvern mánuð. Þetta sést bara t.d. á því að ef þú bærir saman fyrstu vaxtagreiðslu á annuitetsláni og láni með jöfnum afborgun þá yrði það sama upphæðin. En í næstu greiðslum á eftir er vaxtahlutinn hærri í annuitetslánum en í lánum með jöfnum afborgunum, því maður hefur borgað minna af höfuðstólnum og hærri höfustóll ber hærri vexti.

Langaði bara að koma með þessar vinsamlegu ábendingar (er ekki að verja verðtrygginu eða taka afstöðu til tillagna þinna) 

Baldur (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Baldur!

Það er rétt að orðalagið getur verið ruglandi. 

Það er rétt þegar ég talaði um afborgun í annuitetslánum eða jafngreiðsluláni - þá er ég að tala um heildargreiðslu afborgunar - það er vextir + höfuðstólsgreiðsla. Í þeim dreifist vaxtagreiðslan - eða leigan á láninu - yfir allan tímann - þannig að afborgunin  (vextir + höfuðstólsgreiðsla) er nákvæmlega sú sama út allan lánstímann - ef engin er verðbóglan.

Hins vegar er um að ræða lán sem kallast "jafnar afborganir" sem eru ekki jafnar afborganir í huga okkar flestra - heldur jafnar afborganir af höfuðstól!

Þetta veistu náttúrlega - eins og sést á athugasemdinni þinni!

Það er líka rétt að vaxtaþátturinn er sá sami í upphafi!

Mesti mismunurinn liggur alltaf í verðbótaþættinum og hvernig hann kemur misjafnlega inn í jafngreiðslulán og lán með jöfnum afborgunum höfuðstóls!

Var greinilega ekki alveg skýr í því í textanum. En kjarni málsins er ljós - það dugir ekki að frysta einungis höfuðstól - heldur taka mið af greiðslugetu hverju sinni!

Hallur Magnússon, 6.12.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristján!

Þegar ég tala um "vont fók" þá er ég að vísa í ævisögu séra Ártna sem Þórbergur Þórðarson ritaði - en þar eru Hnappdælingar vont fólk!

Hallur Magnússon, 6.12.2008 kl. 22:23

7 identicon

Góð hugmynd hjá Búsetamanninum  á mbl .is að festa  lánskjaravísitöluna og þá eins og hún var í ágústbyrjun s.l.

INGIMUNDUR ANDRÉSSON (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristinn!

Takk!

Er það ekki spurningin um að mæla fyrir því sem þarf að gera - frekar en að fatta upp á því!

Þetta hefur verið innbyggt hjá Íbúðalánasjóði um áraraðir!

En ég hef ekki séð neinn koma með mínar útfærslur á því hvernig það ætti að gerast í núverandi ástandi - sem ég hef reyndar talað um í fleiri vikur! Bið þig um að taka ekki úr samehngi það sem ég segi :)

Ég gæti þá freistast til þess að gera slíkt hið sama :)

Hallur Magnússon, 7.12.2008 kl. 00:57

9 identicon

Af hverju er engin að koma með raunhæfar lausnir eins og að leyfa fólki að leysa út viðbótarlífeyrissparnaðinn til að greiða niður höfuðstólinn

albert (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Ingvar

Væri ekki hægt að yrja með að afmena vexti á verðbæturnar. Þurfa lánastofnanir að vera bæði með belti og axlarbönd gagnvart íslenskum heimilum en geta síðan tugi mlljarða með víkjandi lánum í fyritæki glæpamanna.

Ingvar.

Ingvar, 7.12.2008 kl. 13:01

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Ingvar.

Vandamálið er - allavega í tilfelli Íbúðalánasjóðs - að á bak við útlánin eru fjármögnunarbréf sem bera bæði vísitölu og vexti. Það verður aðstanda skil á þeim greiðslum. Ef ekki er staðið við vaxtagreiðslur - þá ést upp eigið fé Íbúðalánasjóðs og hann fera á hausinn. Þá kemur reikningurinn í hausin á okkur gegnum skattana - því það er ríkið sem þarf að greiða ef ÍLS gerir það ekki.

Albert!

Þessi hugmynd hefur verið reifuð - og mér finnst hún að mörgu leiti áhugaverð!

Hallur Magnússon, 7.12.2008 kl. 14:14

12 Smámynd: Ingvar

En er það ekki almeningur sem eru að lána ÍBS það er að segja Lífeyrissjóðirnir? Hefur fólkið í landinu ekkert lengur að segja hér, eru eintómar mafúr sem ráða öllu hér og hin almenni launagreiðandi orðin að þræl fyrir lífstíð.

Ég tel að rétt að við hætum að greiða í lífeyrissjóð og stöfnum okkar eigin lífeyrissjóð. Ég tl skynsamlegast að gera það í Sparisjóðnum á Laugum í Þingeyjarsýslu því að þar ræður ekki spillingin ríkijum.

Ingvar

Ingvar, 7.12.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband