Ríkisstjórnin taki 100 milljarða lán hjá lífeyrissjóðum í atvinnusköpun

Það er brýnt að verðandi ríkisstjórn samþykki haldbæra aðgerðaráætlun í efnhagsmálum til að vinna fram að kosningum, en veifi ekki lausbeislaðri kosningastefnuskrá.  Einn þáttur þessarara áætlunar ætti að vera sú að Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!

Þessar tillögur mínar komu reyndar til vinnslu á flokksþingi Framsóknarflokksins og urðu einn grunnurinn að ályktun Framsóknarflokksins um stofnun sérstaks tímabundins Endurreisnarsjóðs:

Í samvinnu við lífeyrissjóði landsins verði settur á fót sérstakur tímabundinn Endurreisnarsjóður. Sjóður þessi fái heimild til lántöku, með ríkisábyrgð, hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Fjármagni þessu verði beint til skynsamlegra og atvinnuskapandi verkefna, og m.a. verði sjóðnum heimilt að endurlána til sveitarfélaga vegna viðhalds- og uppbyggingarverkefna.

Þá ætti einnig að beita Íbúðalánasjóði þannig Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár en slíkt getur skipt máli í ástandi sem þessu.

Sjá einnig:

Ríkið taki 100 milljarða í framkvæmdalán hjá lífeyrissjóðunum á 3,5% vöxtum!

Ríkisstjórnin að bregðast í nauðsynlegri atvinnusköpun?

Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár


mbl.is Atvinnulausum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur!

Það er eitt sem ég set spurningu við. Finnst þér í lagi að setja lífeyrissjóðum skilyrði um að þau láni ríkinu. Eru lífeyrissjóðirnir almannafé í þínum augum.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Guðmundur Bogason

Hef einmitt verið að velta svipuðu máli fyrir mér, er ekki betra að tala lán hjá lífeyrissjóðunum og borga þeim vexti en að taka lán í útlöndum og láta þar með vaxtagreiðslur fara úr landi.  Peningarnir myndu þá rúlla hér innanlands til uppbyggingar seinna meir.

Guðmundur Bogason, 30.1.2009 kl. 14:52

3 identicon

Þetta er rétt hjá þér. Mun meira vit í því að taka lán í atvinnusköpun, en að taka lán til að láta Vinnumálastofnun hafa í atvinnleysistryggingarsjóðinn. Það verður að koma hjólum atvinnulífsins af stað aftur.

Soffía (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil fá alla mína peninga út úr lífeyrisjóðum hér á landi !!!

pronto ! 

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband