Samfylking og VG "gleymdu" aðgerðaráætluninni!

Það vekur ugg að Samfylking og VG hafi talið sig geta hafið ríkisstjórnarsamstarf með opin tékk og enga aðgerðaráætlun í efnahags- og atvinnumálum.

Það var afar skýrt af hálfu Framsóknarflokksins að  forsenda þess að flokkurinn myndi verja ríkisstjórn VG og Samfylkingar falli væri að fyrir lægi skýr áætlun um það hvernig ríkisstjórnin hyggðist koma til móts við skuldsett heimili í landinu og bæta rekstrarskilyrði íslensks atvinnulífs.

Samfylking og VG höfðu ekki unnið slíka áætlun og treystu því greinilega að Framsóknarmenn myndu ekki standa í fæturna.

Sem betur fer hafa Framsóknarmenn notað tímann til að undirbúa sjálfir slíka aðgerðaráætlun sem vonandi verður grunnur að farsælu starfi minnihlutastjórnarinnar næstu vikurnar.

Það virðist ljóst - bæði af reynslu síðustu ríkisstjórnar - og nú þegar Samfylking og VG gátu ekki gengið frá trúverðurgri aðgerðaráætlun - að aðkoma Framsóknarflokksins er forsenda þess að unnt sé að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar.


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ykkur tókst nú svo svakalega vel að styðja við íhaldið í últrafrjálshyggjunni að við erum á hausnum, já greinilega þarf Framsókn að koma að málum. Ja hérna, þér tækist nú aldeilis upp með að snúa biblíunni upp á skrattann.

Barði þingflokkurinn Sigmund rýjuna til að semja um sængina við Þorgerði Katrínu?

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:23

2 identicon

Nú er manni sagt að valdabarátta innan framsóknarflokksins valdi töfinni  !

Nýji framsóknaformaðurinn , með ,,enga fortíð", virðist hafa talað umboðslaus um þessi mál, og síðan er það auðvitað þannig að hann hefur ekkert vægi á þingi núna ! Það eru ákveðin öfl innan framsóknaflokksins sem ætla ekki að láta þennan nýja formann, með ,,enga fortíð", segja sér fyrir verkum !

Já, framsóknarflokkurinn er kominn á fullt að plotta með sjálfstæðisflokknum !

JR (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar.

Það er ómerkilegt af þér að halda því fram að Framsókn sé að koma með ný skilyrði.  Þau voru skýr frá upphafi - en VG og Samfylking létu þau eins og vind um eyru þjóta - og unnu enga aðgerðaráætlun um efnahagsmál og viðreisn heimila of fyrirtækja. Svo einfalt er málið.

Hallur Magnússon, 30.1.2009 kl. 20:02

4 identicon

Hver þarf eiginlega politíska andstæðinga sem á "stuðningsmenn" eins og Hall og framsóknarflokkinn? Ég bara spyr...

heiða (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Kristján Logason

Ætli það sé ekki nær að segja að framsóknaflokkurinn hafi enn gleymt trúverðugleikanum heima ef þeir hafa þá ekki týnt honum enn og aftur

Sjaldan vitað nokkurn flokk vinna jafn öturlega að því að útrýma sjálfum sér. Hver afleikurinn og óleikurinn á fætur öðrum.  

Kristján Logason, 30.1.2009 kl. 20:54

6 identicon

Gleymdu aðgerðaráætluninni segir þú Hallur. Ætli þeir hafi ekki frekar gleymt því að maddaman hefur engu gleymt og nú heimtar hún sinn skerf af almannafé.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:56

7 identicon

Hafa menn gleymt að bursta tennurnar? Hvílík andfýla. Hún er undarleg tík þessi pólitík. Þjóðin kvartar, og það réttilega, um að stjórnmálamenn hafi brugðist á verðinum. Nú þegar menn vilja vanda sig og taka sér tíma til að skoða rækilega málin með það fyrir augum að tryggja raunverulegar aðgerðir fyrir fjölskyldunar í landinu, þá er hrópað og fundnar til alls konar samsæriskenningar. Er þjóðarsálin alvarlega sjúk af ofsóknarvillu?  Það er nánast alveg sama hvað er gert eða hugsað, viðbrögðin eru flest þau að einhverjar annarlegar hvatir liggji að baki. Svipuð viðbrögð sýnir drykkjumaðurinn þegar honum er sagt að partíið sé búið ekkert brennivín lengur til. Hann trúir því ekki og finnst að það sé verið að ljúga að honum. Var einhver sem ekki tók þátt í "veislunni"? 

Jón Tynes (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:04

8 identicon

Skv. Sigmundi rýjunni þá áttu frammarar nú aðkomu að málinu fyrr! Eftirfarandi er tekið af vef mbl.is í kvöld:

"Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. " (feitletrun mín)

Og af hverju sögðu þeir ekki sitt álit þá?

Barði þingflokkurinn Sigmund til hlýðni við flokkseigendafélagið?

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:17

9 Smámynd: Rannveig H

Hallur ég var virkilega farin að trúa því að nýja Framsókn væri komin. En trú mín er farin og margra annarra.

Rannveig H, 30.1.2009 kl. 21:19

10 identicon

Bara til að fyrirbyggja misskilning við tilvitnunina í innslagi nr. 9. "þeir" í feitletruninni eru hagfræðingarnir. 

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:25

11 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Ég er alveg  hjartanlega sammála Sigmundi Davíð að það er ekki hægt að afhenda Samspillingunni og VG óútfylltan tékka. Auðvitað styðja Framsóknarmenn ekki að hætt verði við hvalveiðar svo að dæmi sé tekið.

J. Trausti Magnússon, 30.1.2009 kl. 23:13

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju sagði Sigmundur Davið að Framsssss... myndi styðja minnihlutastjórn vg og sf?

...íraksstríðið var barnaleikur miðað við finn ingólfsson

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:05

13 identicon

Sjá: http://fridrik.eyjan.is/2009/01/hgan-hgan.html

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:24

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta er bara dæmigerð framsóknarflétta af gamla skólanum, þ.e. að stjórna í krafti smæðarinnar með skilyrðum og odda-aðstöðu.

Nýja framsókn - sem sumir voru farnir að trúa á - var þá kannski aldrei til? Maður spyr sig hvort hin unga forysta hafi þá bara verið sett upp sem leiktjöld, og Sigmundur Davíð ekki raunverulegur forystumaður heldur bara sauðagæra sem átti að fela gamla, forljóta spillingarflokkinn. Eða hvað?

Ja, ljótt er ef satt er.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.1.2009 kl. 00:29

15 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Ólína, það eru jú Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð sem ætla sér að stjórna í krafti smæðar. Skilyrði Framsóknarflokksins hafa legið fyrir frá upphafi. Þau eru ekki mörg né óaðgengileg. Það mun nást að uppfylla þau um helgina. 

Stefán Bogi Sveinsson, 31.1.2009 kl. 01:29

16 identicon

Vekur það ekki frekar ugg að Framsóknarflokkurinn vilji "trúverðuga áætlun til bjargar heimilunum" en ekki að sama skapi "að af því verði fjárhagslegt tjón sem muni lenda á næstu ríkisstjórn".

 Eg væri líka alveg til í að fá tugi milljarða án þess að það kosti neitt, talandi um popúlisma...

Halldór (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 03:07

17 Smámynd: Elfur Logadóttir

Svei mér þá ef Framsókn hefur ekki skotið af sér fótinn í gær.

Ætli stjórnarsáttmálinn hafi ekki verið of vænlegur til vinsælda fyrir stjórnarflokkana tvo til þess að Framsókn gæti stutt hann.

Elfur Logadóttir, 31.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband