Samfylkingarfélag Reykjavíkur "ábyrgðarlaust"?

Ætli Samfylkingarfélag Reykjavíkur sé "ábyrgðarlaust?

Í kvöld sagði  Geir H. Haarde að það væri ábyrgðarleysi að leysa upp ríkisstjórnina í ljósi þeirra aðstæðna, sem eru í efnahagslífi landsins.

Ég held reyndar að það hafi sýnt sig að það er Geir Haarde, Sjálfstæðisflokkurinn, Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin sem hafi verið ábyrgðarlaus.

Framsóknarflokkurinn hefur gert upp við fortíðina og fyrrum forysta flokksins tekið ábyrgð á þætti Framsóknar í aðdraganda bankahrunsins.  Grasrótin í Framsókn kaus sér nýja og öfluga forystu og er reiðubúinn í framtíðina.

Grasrótin í Samfylkingunni virðist vera að átta sig á að hún ber sök á núverandi ástandi og þarf að taka ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar þarf að víkja og grasrótin að taka við eins og í Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn verður einnig að taka á sig sína ábyrgð - sem er sínu mest!

Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Geir verður að víkja ásamt öðrum í forystunni.

Kosningar í vor - ný ríkisstjórn - og stjórnlagaþing til að móta framtíðarstjórnskipan þjóðarinnar - takk fyrir.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hallur hvers konar kjaftæði er þetta? Flestir framsóknarmenn viðurkenna að flokkurinn ber sinn stóra þátt í því efnahagshruni sem við stöndum frammi fyrir. Flokkurinn ,,aflúsar" sig ekki með því að skipta um forystu. Flokkurinn ber engu að síður mikla ábyrgð. Einn þátturinn í þenslunni var hækkun húsnæðislána upp í 90%, og þú varðir. Eflaust kemur Framsóknarflokkurinn sterkari fram eftir landsfund, en búningur ,, hvítþvegnu englanna" passar ekkert sérlega vel. Forystusveitin á eftir að sanna sig, en kemur vel fyrir í byrjun.  

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 22:38

2 identicon

,,Grasrótin í Framsókn kaus sér nýja og öfluga forystu og er reiðubúinn í framtíðina"

Hallur !

Það gengur sú saga að ,,grasrótin" sem framsóknarmenn eru svo montnir með, sé bara  ein klíkan í viðbót innan framsóknarflokksins !

Nýr formaður, sem þið segið að tilheyri ,,grasrótinni" innan framsóknarflokksins , sé í raun fulltrúi fyrir eina klíkuna innan framsóknarflokksins !

Hvort þið viljið láta hana heita ,,grasrót" , það er ykkar vandamál !

JR (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:47

3 identicon

Geir Haarde opinberaði það endanlega í Kastljósinu í kvöld, hvílík lydda hann er þegar hann vitnaði í "símtal" við Ingibjörgu Sólrúnu veika á sjúkrahúsi í Svíþjóð og sagðist ætla að tala við hana þegar hún kemur til Íslands á föstudaginn, hvar hún verður lögð strax inn á sjúkrahús.  Hvað í ósköpunum er maðurinn að hugsa, hvernig vogar hann sér að leggja þetta á hana.  Hann er bara að kaupa sér frest.

Nýji Framsóknarflokkurinn (ef hann er þá nýr) á algjörlega eftir að sanna sig og of snemmt að fara að hrópa húrra fyrir honum.  Ég er voðalega hrædd um að hinn nýji formaður hans sé of góður biti í hundskjaft.

Jónína (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður Þorsteinsson!

Það er þjóðsaga að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi valdið þenslu. Það hefur margoft verið hrakið - enda var það eftiráskýring bankanna síðari hluta ársins 2005 - þegar farið var að skamma þá fyrir þensluna - sem þeir reyndar báru ábyrgð á.

Sjá td: www.urmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/652837/

Hallur Magnússon, 21.1.2009 kl. 23:07

5 identicon

Hallur !

Ætli það sé ekki það eina sem ég get hrósað ykkur fyrir framsóknamönnum frá síðasta stjórnarsamstarfi, að þið stóðuð vörð um íbúðarlánasjóð !

En það er eitt samt varðandi íbúðarlánasjóð sem maður hefur klórað svolítið undan, kjördæmapotið með flutning sjóðsins !

JR (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, en landið verður "stjórnlaust" ef efnt verður til kosninga.   Það hljótum við öll að sjá -og muninn þarna á milli

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband