Óverjandi ofbeldi Ísraela kosta börnin lífið!

Ofbeldi Ísraela er óverjandi þegar fyrirséð er að stór hluti fallinna Palestínumanna verða börn og almennir borgarar. Þetta verður að stöðva.

Þá er ég ekki að mæla bót árásum Hamas á ísraelska borgara sem eru jafn vítaverðar.

Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna

Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas


mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mads Gilbert heitir læknir sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 07:43

2 identicon

Mannfall barna og óbreyttra borgara er skelfilegur fylgifiskur styrjalda - allra styrjalda. Þau ber ætíð að harma og allt friðelskandi fólk hlýtur að reyna að koma í veg fyrir slíkt.

Margir íslenskir fjölmiðlamenn láta hins vegar oft eins og börn falli bara í þeim styrjöldum sem Ísraelsmenn heyja og þá er ég ekki að tala um gyðingabörnin. Og furðulega lítill áhugi virðist meðal þessara fréttamanna á því að margtfalt fleiri óbreyttir borgarar eru að láta lífið í styrjöldum í gleymdu heimsálfunni, Afríku. Eru börnin sem deyja í styrjöldum í Afríku ekki líka börn?

Sá sem þetta ritar styður ekki innrás Ísraels á Gasa, telur hana mistök, skilur hins vegar og þekkir bakgrunn hennar. Þeim bakgrunni er ekki lýst í íslenskum fjölmiðlum.

Er sem sé einægur friðarsinni og harma mjög dauða barna á Gasa ekki síður en í Afríku og einnig gyðingabarna sem fallið hafa fyrir hendi Hamas-skæruliða sem á liðnum árum gengu inn í strætisvagna, fermingarveislur og diskótek í Ísrael til að sprengja óbeytta borgara í loft upp. Þar var ekki tilviljun að óbreyttir borgarar urðu fórnarlömb styrjaldarástand heldur voru það einmitt börnin, konurnar og hinir óbreyttu sem spjótum var beint að. Þannig hefur Hamas ætíð starfað.

Áróður, ótrúlega einhliða áróður fréttamanna sem þó eiga að teljast hlutlausir,  áróður sem stöðugt er fluttur gegn Ísrael hér og landi og einkum það að líkja Ísraelsþjóðinni við kúgara Gyðinga í Auschwitz og víðar fær mann til að álykta að enginn skortur sé á gyðingahöturum og þar með "rasistum" á Íslandi. Ég tek fram að þessum orðum beini ég ekki að umsjónarmanni þessarar vefsíðu.

Áhugamaður um fjölmiðla (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Áhugamaður um fjölmiðla!

Mikið get ég tekið undir þér. Þótt ég sé nú að beina augunum að Palestíni - þá er óhæfan víða. Til dæmis í Afríku þar sem hinn vestræni heimur vill helst loka augunum þegar þúsundir - jafnvel hundruð þúsunda óbreyttra borgar eru myrtir af vígasveitum - þar af fjöldi barna.  Hryllingur.

Að auki eru börn neydd til þess að ganga til liðs við vígasveitir - sem kynlífsþrælar og vígamenn!

Við eigum ekki að láta þetta yfir okkur ganga - heldur mótmæla - hvort sem barnadrápin fara fram í Nígeríu, Palestínu, Írak - eða í Ísrael með hryðuverkum!

Þá skiptir ekki máli hver á í hlut - barnadráp er aldrei unnt að réttlæta!

Hallur Magnússon, 5.1.2009 kl. 11:58

4 identicon

Væri ekki réttast að umheimurinn myndi slíta öllum samskiptum og afskiptum af bæði Ísrael og Palestínu. Loka þetta hyski inni og leyfa því að drepa hvort annað með berum höndum. Það mun aldrei komast á friður á þessu svæði þar sem þetta eru ekkert annað en helberir villimenn eða eitthvað þaðan af verra sem þarna búa.

Af hverju sóum við tíma, peningum og kröftum í þetta djöfulsins araba- og júðahyski? Líklega eingöngu vegna þess að júðar ráða öllu í USA og hergagnaframleiðendur græða ómældar upphæðir á því að ófriðurinn haldi áfram.

Ég er orðinn þreyttur á þessu og vill láta þetta ógeðispakk eiga sig. Best væri fyrir heiminn ef báðir þjóðflokkar myndu þurrkast út.

Freyr S. (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband