Stjórnarslit og ESB umsókn eftir Alþingiskosningar?

Stefnir Ingibjörg Sólrún að stjórnarslitum og að ESB umsókn eftir kosningar?

Með hverjum ætlar hún í ríkisstjórn og ESB umsókn?  Vinstri grænum? Veit að þeir eru búnir að opna á slíkt - en er ekki verið að hætta of miklu?

Eða eru þau Steingrímur J. búin að handsala nýja ríkisstjórn sem fari í aðildarviðræður - og láti þjóðina kjósa um niðurstöðuna - þannig að VG geti hangið í ríkisstjórn - þrátt fyrir ESB ágreining?


mbl.is Segir utanríkisráðherra vinna gegn ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Hallur !

Þú ert; við sama heygarðshornið. I.S.Gísladóttir er; glæpakvendi, sem ætti að sitja inni, upp á vatn og brauð, fyrsta kastið, að minnsta kosti.

Þú ert; svo mikill vesalingur, Hallur minn, að ESB kjaftæðið, sem og úrhrökin, sem ENN sitja hér, á valdastólum, eiga meiri hug, til þíns hjarta, en áþján og skelfing íslenzkrar alþýðu, sem þessir glæpaflokkar eru búnir, að auðmýkja, niður í duftið.

Skömm; að mærð þinni, og vellu - eins og allt sé hér, í himnalagi - ESB; það var þá helzt !!! Gamla aðdáunin, enn á sínum stað, í garð gömlu Evrópsku nýlenduveldanna.

Með snautlegum kveðjum; - og reyndu að fara að toga höfuðið, upp úr sandinum, drengur /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Óskar!

Hvernig getur þú lesið þetta úr bloginu mínu að framan? Bloggið eru 5 spurningar. Engin álitsgjöf!

Ertu nokkuð dottinn í vodkann?

Hallur Magnússon, 4.1.2009 kl. 17:44

3 identicon

Komdu sæll; á ný, Hallur !

Að sjálfsögðu; tek ég mið, að mærðarskrifum þínum, sem andakt þinni allri, fyrir þessum úrhrökum, sem íslenzkir stjórnmálamenn eru; langflestir, í fleirri en þessarri færzlu þinni, einni og sér. ESB söngur þinn; er ekkert nýhafinn, eða er svo ?

Þér; sem öðrum til fróðleiks, ákvað ég, þá 12 ára gamall (heima á Stokkseyri), að bragða aldrei áfengi, og hefi staðið við það, til þessa dags, eða undanfarin 38 ár. Hinsvegar; er ég stórreykingamaður, og hefi ekkert farið í launkofa með, undanfarin 26 ár.

Hið eina; sem heldur þó sálartetrinu virku, meðfram þrotlausu kaffiþambi, Hallur minn, á þessum myrku tímum.

Með skárri kveðju; en áður, á undan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:53

4 identicon

Stórt er spurt og fátt um svör

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Væri það nokkuð svo slæmt? Að fá að kjósa?

Arinbjörn Kúld, 4.1.2009 kl. 18:07

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Arinbjörn!

Það er alveg nauðsynlegt að kjósa!  Það er allt annað mál.

Hallur Magnússon, 4.1.2009 kl. 18:13

7 identicon

Vinstri flokkastjórn hefur aldrei gengið upp á Íslandi.  Allt of mikið af öfgahópum í VG og Samfylkingunni sem myndu ekki ná saman. Hugsanlega gætuð þið Framsóknarmenn Hallur verið límið sem flokkarnir þurfa?  Framsókn er eini hægri/miðju flokkurinn sem hefur getað hallað sér svo langt til vinstri.  Steingrímur Hermannsson þurfiti að vera ansi diplomatískur í ríkisstjórnunum 83-87 og 88-91 til að líma brotalamir Alþýðuflokks og Alþýðubandalags saman.  Enda fékk hann Borgaraflokkinn sáluga sem kítti undir lokin.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband