Fylgir Baldur í kjölfar Bjarna?

Neyðist Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri Sjálfstæðisflokksins númer eitt að fylgja í kjölfar Bjarna Harðarsonar?

Ef frétt visir.is er rétt - þá gæti það meira en verið:

"Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. Þetta stangast á við fullyrðingar Baldurs um að málefni Landsbankans hefðu ekki verið rædd.

Síðar kom þó ljós að Baldur sat fund, annan september síðastliðinn, með Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Í viðtali við DV þann 27. Október sagði Baldur að það hafi verið misskilningur að fundurinn hafi snúist um stöðu Landsbankans. Björgvin sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu Útvarps að fundurinn hafi snúist um vanda Icesave. Hann hafi á fundinum óskað eftir lækkun á kröfugerð gagnvart Landsbankanum svo þeir gætu flutt reikninga sína í dótturfélag í Bretlandi.Tveimur vikum eftir þennan fund seldi Baldur bréf sín í Landsbankanum, rétt áður en þau urðu verðlaus.

Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagði Baldur að það væri engin þversögn í máli hans. Fundurinn hafi snúist um Icesave en ekki Landsbankann sem slíkan.

Vegna þessara orða Baldurs er rétt að benda á að Icesave voru innlánsreikningar Landsbankans. "


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það ætti öllum að vera ljóst að hér var um að ræða innherjaupplýsingar sem björguðu Baldri frá því að tapa á annað hundrað milljónum.

Það voru ekki allir eins vel upplýstir og töpuðu því sínu hlutafé. 

Þetta er gríðarlegur aðstöðumunur hluthafa. Lýst er eftir dugandi fólki til að taka á slíkum málum. Sitjandi embættismenn og kjörnir fulltrúar virðast ekki til þess fallnir.

Sigurður Ingi Jónsson, 11.11.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: haraldurhar

  Það að ráðuneytisstjóri nýti sér innherjaupplýsinar, til eigins ábata, ætti einungis að hann sé leystur frá störfum, heldur látinn svara til saka fyrir gerðir sínar.  Það verður steint logið uppá embættisfærslu Árna dýra.

haraldurhar, 12.11.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er hræddur um að þetta sé ansi stórt kusk á hvítflibba Baldurs - rétt svo að sést í höfuð hans! Ég hlýt einhvern veginn að gera ráð fyrir að þetta verði rannsakað hratt en af kostgæfni. Veit ekki með uppsögn endilega strax, en í ólaunað leyfi, að eigin beiðni, þar til óyggjandi niðurstaða fæst.

Munurinn á Bjarna og Baldri liggur vænti ég í sönnunum og játningu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Innanflokksklúður Bjarna á lyklaborðinu er smámál miðað við það sem Baldur virðist hafa vitað. Svo er Bjarni Ben. stjórnarformaður Neins, sem alltaf hefur forystu í hækkun eldsneytis og síðan er hann líka með lögfræðistofu í fullum rekstri. Hefur sá maður tíma til að sinna þingstörfum meðan hann er á fullu í hagsmunagæslu?

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Ásta

Það á eftir að koma meir um Baldur...hann bjargaði bróður sínum líka!!

Ásta, 12.11.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband