Bush á leið í stríð fyrir McCain?

Svo virðist sem Condoleezza Rice sé að undirbúa jarðveginn fyrir árásarstríð George W. Bush á Íran, annars vegar til að komast yfir olíulindir og hins vegar til að auka líkur á að repúblikaninn John McCain ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Það er væntanlega engin tilviljun að rétt áður en Condoleezza hótar Írönum hafi Joseph Lieberman, öldungadeildarþingmaður og stuðningsmaður John McCain, forsetaframbjóðanda repúblíkana í Bandaríkjunum sagt að Barack Obama , forsetaefni demókrata hafa lýst því yfir að hann hafi valið uppgjöf í Írak!

Sem reyndar er þvættingur -en tilgangurinn helgar meðalið!

Íraksstríði hefur verið algert klúður frá byrjun - og hófst á grunni vísvitandi rangfærslna Bush og pótintátata hans - sem ætluðu - frá fyrsta degi - að ráðast á Írak. Það hafði ekkert með "stríð gegn hryðjuverkum" eða efnavopn í Írak að gera. Einungis stríðshetjudrauma mislukkaðs fyrrum flugmanns úr lofther Bandaríkjanna sem aldrei kom nálægt átakasvæðum - og Bandaríkjamenn auluðust að kjósa yfir sig sem forseta.

Nei, því miður virðast repúblikanarnir vera reiðubúnir í stríð til að tryggja fyrrum stríðshetju kosningu - og tryggja áframhaldandi völd flokksins í Hvíta húsinu.

Svei!


mbl.is Rice aðvarar Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

næstu 2-3 mánuðir skera úr um þetta.. en það verða spennandi tímar í neikvæðri merkingu.

Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki til að komast yfir olíu.. nei, ef það væri málið þá er nóg af henni í Írak ef þeir ætluðu eingöngu hirða hana, málið er hinsvegar flóknara en svo. Bush feðgarnir urðu báðir upphaflega ríkir á olíuviðskiptum og líta því líklega á þetta sem prýðilegt fjárfestingartækifæri, með því að viðhalda "ógninni" af Íran í pólitískri umræða og þar með óvissu og óstöðugleika fyrir botni Persaflóa geta þeir setið á Íraksolíunni á meðan þeir (og allir vinir þeirra sem hjálpuðu þeim til valda) stórgræða á því að fjárfesta í síhækkandi olíu á heimsmarkaði. Útkoman: þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari! Svo þegar verðið lækkar munu þeir hleypa bandarískum olíufyrirtækjum óhindrað í Íraksolíuna til að seðja heimamarkaðinn svo allt fari nú ekki í gjaldþrot, hvortsem ráðist verður á Íran eða ekki. Útfrá taktísku sjónarmiði þá má líka athuga hverjir eru helstu bandamenn Írana, með árás á þá væri nefninlega um leið verið að ráðast á olíuhagsmuni Kínverja og kjarnorkuhagsmuni Rússa. Slíkt myndi auðvitað skapa enn meiri óstöðugleika ef eitthvað er og gæti jafnvel leitt til þess að 4. heimsstyrjöldin brytist út, sem myndi vafalaust kæta þá feðga og vini þeirra hjá Carlyle Group og Halliburton sem myndu enn bæta við methagnað sinn á valdatíma Bush ættarinnar. Pffftt...

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Góð færsla Hallur og mjög gott komment frá Guðmundi. Árás á Íran er löngu planað og aðeins tímaspursmál því miður.

Annars vildi ég spyrja Guðmund að einu, telurðu stjörnustríðið sem 3 heimstyrjöldina?   

Björgvin Gunnarsson, 22.7.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: haraldurhar

     Bandaríkinn hafa verið að missa mátt og áhrif sín sl. árum,  og ég leyfi mér að trúa því að ofstækismönnunum er halda um stjórntaumana þar komist upp með að gera árás á Íran.   Eitt meginn vandamál US er hinn gríðarlegi viðskiptahalli, og hversu háðir þeir eru sjórnvöldum í Kína, er hafa fjármagnað viðskipahalla þeirra í áratugi. Kínverjar eiga nú amerísk ríkisskuldabréf í gámavís, og hafa verið að nota þau til uppkaupa og stöðutöku í hrávörufyrirtækjum og fjármálfyrirtækjum á sl. árum.  Það sem US: stendur mest ógn af er að Íranir hafa hafið að selja Olíuna sína í Evrum, og þar liggur mesta ógnin fyrir efnahagskerfi Bandaríkjanna.

haraldurhar, 22.7.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

haraldurhar hittir naglann á höfuðið

Óskar Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband