Bonn! Hver man eftir Bonn?

Bonn!  Hver man eftir Bonn? Ég áttaði mig þegar ég rakst á Bonn í texta sem ég var að lesa að ég hafði ekki heyrt á borgina minnst í langan, langan tíma!

Ætli krakkar um tvítugt viti nokkuð um Bonn - þessa fyrrum höfuðborg Vestur-Þýskalands? Borgina sem alltaf var í fréttum þegar ég var að alast upp.

Ég hef ákveðnar efasemdir um það.

Í kjölfar þess að járntjaldið og Berlínarmúrinn féll - þá hvarf Bonn hægt og rólega úr fréttum. Enda ekki skrítið. Bundestag, Bundesrat og Bundespräsident fluttu frá Bonn til Berlínar - hinnar hefðbundnu höfuðborgar Þýskalands.

Bonn var höfuðborg Vestur-Þýskalands frá 1949 - 1990 og höfuðborg sameinaðs Þýskalands 1990 - 1999. Það er ekki lengra síðan að Berlín tók aftur við sem höfuðborg. Samt virðast allir hafa gleymt Bonn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Sig

Heyrðu ég man eftir Bonn! Ég hef meira að segja komið þangað, held að hún hafi verið valin höfuðborg vegna legu sinnar miðsvæðis í Vestur Þýskalandi og almenns  meinleysis.

Pétur Sig, 20.7.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Júlíana

Ég man eftir Bonn, en ég fæ víst ekki að teljast um tvítugt

Júlíana , 20.7.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Bonn, já ... mikið er langt síðan maður hefur heyrt þá borg nefnda. Hvað skyldu menn vera að bauka þar síðan stjórnsýslan hvarf á braut? Skyldi hafa orðið þar umtalsverð fólksfækkun við brotthvarf allra opinberu starfsmannanna? Gaman væri að vita.

Helgi Már Barðason, 20.7.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband