Fyrirboði ríkisstjórnarslita?

Ætli sprunginn meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé fyrirboði stjórnarslita sömu flokka í ríkisstjórn Íslands?  Oddviti Samfylkingar segir ástæðuna vera "langvarandi óánægja með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum."

Ég veit það frá fyrstu hendi að meðal margra Sjálfstæðismanns hefur verið "langvarandi óánægja með samstarfið við..." Samfylkinguna "... vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum."

Sjálfstæðismenn eru langtífrá hressir með endalaust gaspur Samfylkingarráðherra um eitt og annað sem ekki hefur verið rætt eða náðst samkomulag um í ríkisstjórninni. Evrópumálin eru eitt dæmi þess.

Ástæða þess að flokkurin hangi í samstarfinu sé ást þeirra á valdastólunum - sem þeir óttast að missa - til langframa. Eðlilega.

Á sama hátt hefur borið á innan Samfylkingar "...óánægja með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vegna skorts á trúnaði og samráði í mörgum málum." Dómsmálin yfir höfuð - og sjávarútvegsmálin eru til dæmis dæmi þess.

Ástæða þess að flokkurinn hefur hingað til hangið í samstarfinu sé sú að þrátt fyrir að hafa gengið rösklega til verks að koma sínu fólki fyrir í embættismannakerfinu - þá eigi enn eftir að dekka nokkra slíka stóla - og koma sínu fólki fyrir í þeim stólum sem Alþýðuflokkurinn skipaði krötum þegar Alþýðuflokkurinn var í stjórn og nú eru að losna vegna aldurs gömlu Alþýðuflokksmannanna. 

Hafði útlenski hagfræðingurinn kannske rétt fyrir sér? Er ríkisstjórnin að springa!!

Kveðja úr 42 gráðu hitanum í Tyrklandi!

 

 


mbl.is Nýr meirihluti í bæjarstjórn Grindavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bestu kveðjur af klakanum í hitamolluna.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það væri ráð að taka Framsóknarflokkinn með sér ef menn þurfa rólegheit og einhvern sem hægt er að stjórna eins og menn vilja..

Jón Ingi Cæsarsson, 9.7.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ertu búinn að fara í Tyrkneskt bað? ef ekki drífðu þig þá áður en þú ert orðinn brenndur.

Eiríkur Harðarson, 9.7.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband